Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 DV 9 Fréttir DV-MYND SIGURÐUR K. HJALMARSSON Heil hjörð Á myndinni má sjá Þuríði Ingu og Sigurð Ásgrím ásamt stoltri móður og lambahjöröinni hennar. Frjósemin fylgir Þokustofninum Fyrir nokkrum dögum gerðist það á bænum Múla í Skaftártungu að ær bar fimm fullburða lömbum sem öll lifa góðu lífi. í Múla búa Oddsteinn Sæmundsspn og Þuríð- ur Gissurardóttir. Ólafur Dýr- mundsson hjá Bændasamtökun- um segir að frekar lítið sé um að ærnar verði fimmlembdar. Dæmi séu um sexlembur. Þarna er ekki um að ræða hormónanotkun, að- eins erfðaeðli. „Þetta er út af þessu frjósama Þokufé, sem er heimsþekktur stofn, kenndur við ána Þoku sem var uppi í Austur-Skaftafellssýslu um 1950. Hrútar af þessum stofni hafa verið notaðir í sæðingastarfseminni. Þeir hafa svokallaðan mikilvirkan erfða- vísi fyrir frjósemi. Ær sem eru út af þessum hrútum eru gjarnan með 3 og 4 lömb, stundum fmun og jafnvel sex,“ sagði Ólafur í gær. Ólafur segir að teknir hafi verið inn tveir hrútar úr Þoku-stofninum og sæði flutt úr þeim til Skotlands að beiðni fræöimanna í Edinborg. Þeir notuðu sæðið í skoskt og velskt fé og sannreyndu að frjósemin skil- aði sér. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé til í neinu öðru norrænu fjárkyni," sagði Ólafur. Hann segir að lömbin verði góð en bændur vilji helst ekki láta nema tvö lambanna ganga með ánum, þær eiga erfitt að ráða við fleiri lömb. Þá eru auka- lömbin gjarnan vanin undir einlembur. -JBP Þönglabakki 1 1 09-Reykjavík Sími-557 4600 ÞARFASH ÞJÓNNINN! Ekki láta þérleíðast. ^ A B0NUSVIDE0 Leigem i þírnt ttverfi Frábær vortilboð í öllum verslunum í Mjóddinni, vörukynningar og fullt af óvæntum uppákomum. mjÓDDll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.