Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
Fréttir___________________________________________________________________________________________________________________DV
Fyrirætlanir um Þjórsárvirkjanir fá misjafnar undirtektir bænda á Suðurlandi:
Þýðir ekkert að
mótmæla höfðingjum
Auglýsingadeild
550 5720
DV-MYNDtR GVA
Bændurnir í Hjallanesi
Landinu sökkt ogjöröin ónýt. Kjartan Elíasson og Halldór Helgason, til hægri,
benda í áttina að landinu sem sökkt veröur ef Holtavirkjun veröur byggö.
„Ef þessar virkjunarhugmyndir
ganga eftir er ljóst að hér verður
ekki hægt að stunda búskap í
framtíðinni. Jörðin eyðileggst al-
veg með því að missa hundrað
hektara af þrjú hundruðsegja
Halldór Helgason og Kjartan Elí-
asson, bændur í Hjallanesi í Land-
sveit. DV tók á þeim hús í vikunni
en þá voru eystra kynnt þau um-
hverfisáhrif sem fyrirhugaðar
virkjanir í neðanverðri Þjórsá
munu hafa.
Jafngildir kostir
Landsvirkjun bollaleggur bygg-
ingu tveggja til þriggja virkjana í
ánni á þessum slóðum. Ljóst er að
hvernig sem að málum verður
staöið munu uppistöðulón og önn-
ur mannvirki í öllu falli skerða
lönd 60 jarða, annars vegar í
Skeiða- og Gnúpveijahreppi í Ár-
nessýslu og hins vegar í Holtum í
Rangárþingi.
Virkjunarkostirnir á teikni-
borðinu eru í fyrsta lagi Urriða-
fossvirkjun, skammt fyrir ofan nú-
verandi Þjórsárbrú. Þar yrði
suður undir Hjallanes," eins og
Landsvirkjun kemst að orði. Og
með þessar stórtæku áætlanir eru
bændurnir í Hjallanesi, sem DV
hitti í gær, hreint ekki ánægðir.
Horfi ekki til framtíðar
„Lónið sem myndi ná hér suður
undir bæ yrði í 72ja metra hæð og
myndi þannig taka af jörðinni um
fimmtíu hektara. Síðan má reikna
með skemmdum á landi upp í 73
metrana og þá eru 100 hektarar
farnir," segir Halldór Helgason og
bætir við að mikið af þessu sé
ræktað land.
„Ég treysti mér ekki til að verð-
meta þetta land, það mun auðvitað
ráðast af því hverjar aðstæður í
landbúnaði verða þegar til þessara
framkvæmda kemur. Hvenær það
verður veit enginn og kannski er
óvissan í þessu eitt það versta. Nú
getur maður ekki hugsað til fram-
tíðar í búskapnum," sagði Hall-
dór.
Hann sagðist litla trú hafa á því
að mótbárur einstakra bænda
gegn þessum hugmyndum myndu
halda aftur af Landsvirkjun. Fyr-
irtækið ætlaði að ná sínu fram í
þessu máli. „Það þýðir ekkert að
mótmæla þessum höföingjum,"
sagði Halldór.
Margir sérfræðingar
í fyrradag var á Laugalandi í
Holtum efnt til kynningarfundar
vegna þessara hugmynda. Að sögn
Guðlaugs Þórarinssonar, verk-
fræðings hjá Landsvirkjun, sem
var þarna í forsvari, var fólk
áhugasamt um málið. Það spurði
margra spurninga, bæði um um-
hverfislega þætti en einnig
hvenær framkvæmdir hæfust.
„Því getum við hreinlega ekki
svarað. Mat á umhverfisþáttum er
aðeins fyrsta skerfið í löngu ferli
sem bygging virkjunar er. í slíkar
framkvæmdir er ekki heldur farið
nema markaðsaðstæður bjóði upp
á það,“ segir Guðlaugur.
Hann segir spumingar fólks á
þessum fundum bera með sér að
það þekki allvel til virkjunarmála,
enda hafi margir íbúa á þessu
svæði starfað við byggingu virkj-
ana á Þjórsár- og Tungnaársvæð-
inu. „Hér eru margir sérfræðingar
í virkjunarmálum og margir
þeirra sjá einmitt tækifæri sér til
handa í þessum hugmyndum sem
við erum hér að kynna.“ -sbs
Þjórsá stifluð og gert miðlunarlón
sem yrði 12,5 ferkílómetrar að flat-
armáli. í annan stað er hugmynd-
in síðan sú að virkja Þjórsá tals-
vert ofar og byggja Núpsvirkjim.
Verði sú leið ekki farin kemur til
greina að byggja í hennar stað
Hvamms- og Holtavirkjanir en
þetta „... eru tveir jafngildir virkj-
unarkostir," eins og segir í
skýrslu um mat á umhverfisáhrif-
um framkvæmda.
Verði síðarnefndi kosturinn val-
inn yrði vegna Holtavirkjunar
gert lón sem myndaðist með
stíflugörðum við eyjuna Árnes í
Þjórsá. Lónið yrði 6,7 ferkílómetr-
ar að flatarmáli „... og teygja sig
A kynningarfundi
Umhverfisáhrif fyrirhugaöra virkjana kynnt á Laugalandi í Holtum. Sigmundur Einarsson kynnti málin fyrir bændum í sveitinni.
Þrátt fyrir allt gengur lífiö í sveitinni
sinn vanagang og samneyti manna
og málleysingja er meö besta móti.
Auglýsendur
athugið
Sérblað um ferðir
innanlands fylgir
Magasíni fimmtu-
daginn 5. júní
- 82 þús. eintök.
Meðal efnis:
FerSir fyrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og
skemmtun • Hópunktar • Hvaö er aö gerast í sumar? • Utivist • Gönguferðir • Leiösögn •
Hestaferöir - bátsferöir - fjalla- og jeppaferðir og margt annað fróðlegt og skemmtilegt.
Skilafrestur auglýsinga er 2. júní
Við erum tilbúin að aðstoða ykkur:
Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is
Kata, b. s. 550-5733, kata@dv.is
‘Aargrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is
Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is
Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is
azrrn—
<■***>
SSmTi-
i