Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 26
26
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
Bjarni í Bochum
Bjarni Guðjónsson skrífaði í morgun
undir þriggja ára samning við þýska úr-
valsdeildarfélagið Bochum en bróðir
hans, Þórður, leikur einmitt með því fé-
lagi. Bjami var með lausan samning við
Stoke City og sagði hann í samtali við
DV-Sport í gær að það væri þungu fargi
af honum létt og að hann væri feginn að
vera laus frá Stoke en hann átti ekki
upp á pallborðið hjá Tony Pulis, fram-
kvæmdastjóra liðsins.
-HBG
Spá DV-Sporfs um 1. tleild
1. Keflavík........................60
2. Breiðablik......................48
3. Þór Ak..........................47
4. Víkingur........................44
5. Stjaman.........................34
6. Afturelding ....................26
7. -8. Haukar .....................25
7.-8. HK...........................25
9. Njarðvík .......................14
10. Leiftur/Dalvík..................7
Spáin var framkvœmd af sex blaða-
mönnum DV-Sports sem spáðu í spilin og
fékk efsta liðið hjá hverjum og einum tíu
stig og síðan koll af koili. Samkvæmt
spánni vinna Keflavík og Breiðablik sér
sæti í úrvalsdeild en Njarðvík og Leift-
ur/Dalvík falla.
15. maí 2003
Ul Lakers-San Antonio
K-110
Keflvikingarnir Haraldur Guömunds-
son (til vinstri) og Stefán Gíslason
veröa tveir af lykilmönnum liösins í
sumar en þeir sjást hér í úrsiitaleik
deildabikarsins gegn ÍA sem Keflavík
tapaöi í vítakeppni. DV-mynd Siguröur
Jökull
1. deildin í knattspyrnu hefst með þremur leikjum á sunnudaginn:
Tviskipt deild
- DV-Sport telur að fjögur lið, með Keflvíkinga í fararbroddi, stingi önnur lið af
Stig LA Lakers: Shaquille O’Neal 31
(10 fráköst), Kobe Bryant 20 (6
stoðsendingar), Stanislav Medveden-
ko 12.
Stig San Antonio: Tim Duncan 37 (16
fráköst), Tony Parker 27 (5 stoðsend-
ingar), Emmanuel Ginobili 10.
San Antonio vann einvígiö, 4-2.
15. maí 2003
Sacramento-Ðallas
115-109
Stig Sacramento: Predrag Stoja-
kovic 24 (10 fráköst), Vlade Divac 21,
Bobby Jackson 21.
Stig Dallas: Nick Van Exel 35, Dirk
Nowitzki 21 (12 fráköst), Michael
Finley 21 (7 fráköst, 4 stoðsendingar).
Staóan í einvlginu er jöfn, 3-3.
1. deildin í knattspymu hefst á
sunnudaginn með þremur leikjum.
Haukar taka á móti nýliðum Njarð-
víkur á Ásvöllum, Þór Ak. sækir
Breiðablik heima á Kópavogsvöll og á
Ólafsfjarðarvelli mætir Leiftur/Dal-
vík nýliðum HK. Allir leikirnir hefj-
ast kl. 16. Á mánudaginn eigast síðan
Keflavík og Stjaman við í Keflavík og
Víkingur sækir Aftureldingu heim.
Báðir þessir leikir hefjast kl. 20.
Þegar fljótt er á litið virðast Kefla-
vík, Víkingur, Breiðablik og Þór Ak-
ureyri vera meö sterkustu liðin og lík-
legt að þau muni slíta sig frá öðrum
liðum þegar líða tekur á mótið.
Hin sex lið deildarinnar gætu öll
lent í fallbaráttu en blaðamenn DV-
Sports telja að sumarið verði sérlega
erfitt hjá nýliðum Njarðvíkur og
Leiftri/Dalvik.
Keflavíkingar óárennilegir
Keflvíkingar hafa farið mikinn í
vorleikjunum og meðal annars unnið
KR, Grindavík og Fylki í deildabik-
arnum en þessum liðum er spáð
þremur efstu sætum Landsbanka-
deildarinnar í spá DV-Sports. Þeir eru
með mjög skemmtilegt og léttleikandi
lið, byggt upp á heimamönnum og
ekki skemmir fyrir að miðjumaður-
inn Stefán Gíslason er genginn í
þeirra raöir. Hann styrkir liðið mik-
ið og ekki er hægt að sjá að mikil eft-
irsjá sé að Hauki Inga Guðnasyni því
að eftir brottfór hans hafa ungir leik-
menn eins og Magnús Þorsteinsson og
Hörður Sveinsson þurft að taka á sig
aukna ábyrgð með góðum árangri.
Milan Stefan Jankovic stjórnar liðinu
og virðist vera á réttri leið með það.
Það er ansi ólíklegt að Keflvíkingar
staldri lengur við í fyrstu deild heldur
en þetta tímabil.
Gera betur en í fyrra
Breiðablik hefur styrkt lið sitt mik-
ið í vetur og hlýtur að ætla sér upp í
efstu deild eftir vonbrigði síðasta
sumars þar sem liðið hafhaði í sjö-
unda sæti deildarinnar. Það hjálpar
liðinu nú að Jörundur Áki Sveinsson
getur einbeitt sér að þjálfarastarfmu
hjá Breiðabliki eftir að hafa hætt sem
þjálfari hjá kvennalandsliðinu.
Stærsta búbótin fýrir Breiðablik er
sennilega koma markvarðarins unga,
Páls Gísla Jónssonar frá Akranesi, en
markvarslan var töluvert vandamál
hjá liðinu f fyrra. Hreiðar Bjarnason
er kominn til baka frá Fylki og styrk-
ir framlínu liðsins og það skemmir
ekki að í félaginu.eru margir ungir og
efnilegir leikmenn sem gætu blómstr-
að í sumar.
Frábærir framherjar
arsson, sem eru gífurlega fljótir. Þórs-
arar eru með ungt og efnilegt lið,
reyndar með nokkra reynslumikla
menn innanborðs, en mest mun mæða
á Jóhanni og Orra. Þeir áttu frábært
tímabil fyrir tveimur árum og það er
ljóst að Þórsarar fara eins og langt og
þeir tveir taka liðið í sumar.
Nýtt blóð með Sigurði
Sigurður Jónsson hefur tekið við
Víkingum og vonandi tekst honum
að hleypa nýju lífi í andlaust en
hæfileikaríkt lið Víkinga. Það hefur
einhvem veginn fjarað undan Vík-
ingum í deildinni undanfarin ár og
hafa þeir aldrei náð að standa und-
ir þeim væntingum sem gerðar hafa
verið til liðsins. Það hafa miklar
breytingar orðið á liðinu, bæði hafa
menn komið og farið en liðið hefur
verið að spila ágætlega í deildabik-
arnum og var hársbreidd frá því að
komast í 8-liða úrslitin.
Sóknin horfin
Stjömumenn standa frammi fyrir
þeirri staðreynd að tveir öflugustu
sóknarmenn liðsins, Ólafur Páll
Snorrason og Garðar Jóhannsson,
eru horfnir á braut. Þeir félagar
skoruðu rúmlega þriðjung marka
Stjömunnar á síðasta tímabili en í
staðinn er Brynjar Sverrisson kom-
inn úr Þrótti. Liðið á eftir að sakna
Ragnars Ámasonar úr vöminni og
það verður erfitt fyrir liðið að end-
urtaka leikinn frá því í fyrra þegar
Stjaman var í baráttu um sæti í
efstu deild fram í síðustu umferð.
Erfitt aö endurtaka leikinn
Afturelding var spútniklið síðasta
tímabils. Liðið kom óvænt upp í 1.
deildina í kjölfar sameiningar Leift-
urs/Dalvíkur og átti lengi vel mögu-
leika á því aö komast upp í efstu
deild. Aðall liðsins var varnarleikur
og frammi var markahæsti leikmað-
ur deildarinnar, Þorvaldur Már
Guðmundsson, í miklu stuði. Annað
árið hefur oft reynst liðum eins og
Aftureldingu erfitt og DV-Sport spá-
ir því að þeir verði fyrir neðan
miðju þetta árið.
Leigðu fiórar vídeóspólur og keyptu
f|orar Coke fiöskur í Bónusvídeó
- og þá fcerðu mlða á Sumardjamm Coca Cola, Bónusvídeó og FM957
Þórsarar mæta til leiks með nánast
óbreytt lið frá því í fyrra. Þeirra helsti
styrkur eru frábærir framherjar, Jó-
hann Þórhallsson og Orri Freyr Ósk-
Barátta og enn meiri barátta
Haukaliðið kom einnig á óvart í
fyrra með því enda um miðja deild.
Handboltalandsliðið:
Þn'r nýir
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari valdi í gær 23
manna æfingahóp fyrir lands-
leiki sem fram fara í lok maí og
byrjun júní. Þá mætum við Dön-
um, Katalónum, Slóvenum og
Serbum. Vignir Svavarsson og
Þorkell Magnússon, Haukum, og
Bjarni Fritzson, ÍR, eru einu ný-
liðarnir i hópnum. -HBG
Markverðir:
Guömundur Hrafnkels. . Conversano
Roland Eradze.............Valur
Birkir í. Guðmundsson .... Haukar
Aórir leikmenn:
Guðjón V. Sigurösson ....Essen
Logi Geirsson ...............FH
Þorkell Magnússon........Haukar
Bjami Fritzson...............ÍR
Einar Öm Jónsson ........Wallau
Sigfús Sigurðsson ...Magdeburg
Róbert Sighvatsson......Wetzlar
Róbert Gunnarsson........Aarhus
Vignir Svavarsson .......Haukar
Dagur Sigurðsson.......Wakunaga
Jaliesky Garcia ......Göppingen
Snorri Steinn Guðjónsson . . . Valur
Markús Máni Maute ........Valur
Rúnar Sigtryggsson . .. Ciudad Real
Heiðmar Felixson........Bidasoa
Einar Hólmgeirsson...........ÍR
Patrekur Jóhannesson ...Essen
Ólafur Stefánsson...Magdeburg
Aron Kristjánsson........Haukar
Ásgeir Öm HaUgrímsson .. Haukar
Einkennismerki Haukanna var gíf-
urleg barátta og samstaða og liðið
fór langt á þessum tveimur atriðum.
Liðið hefur ekki styrkst mikið frá
því í fyrra en Magnús Ólafsson, sem
var markahæsti maður 2. deildar-
innar fyrir tveimur árum, er kom-
inn aftur eftir magurt ár hjá KR.
Hann og Sævar Eyjólfsson þurfa að
vera iðnir við kolann ef vel á að
ganga hjá Haukum í sumar en
aðalsmerki liðsins verður
væntanlega sterkur vamarleikur og
mikil barátta.
Upp um tvær á tveimur árum
Uppgangur HK-manna hefur
verið ótrúlegur á síðustu tveimur
árum. Goran Kristófer Micic hefur
rokið upp með liðið um tvær deildir
á tveimur árum. Liðið hefur ekki
styrkst mikið frá því í annarri
deildinni í fyrra og hætt við því að
þeir fái meiri mótspymu nú heldur
en tvö undanfarin ár. Framtíð
félagsins er hins vegar björt,
frábært yngri flokka starf á eftir að
skila félaginu mörgum leikmönnum
á næstu árum og aðstaðan, sem
liðið hefur, er til fyrirmyndar.
Ævintýralegur uppgangur
Hafi uppgangur HK-manna vakið
athygli þá er árangur Njarðvíkinga
enn ævintýralegri. Þeir hafa fylgt
HK-mönnum eins og skugginn
undanfarin tvö ár, komust reyndar
upp í aðra deildina eftir að
Afturelding fór upp í fyrstu deild
eins og áður hefur verið lýst.
Njarðvíkingar vita þó að þeirra
bíður erfitt verkefni. Þeir sýndu
hvers þeir eru megnugir þegar þeir
unnu deildabikar neðri deildar um
síðustu helgi. Njarðvíkingar hafa
grætt á nálægð sinni við Keflavík
en uppgangur þar á bæ er
aðdáunarverður þótt tímabilið verði
erfitt.
Rjúkandirúst
Um lið Leifturs/Dalvíkur er lítið
að segja. Liðið hefur misst átta
lykilmenn í vetur og er ein rjúkandi
rúst. Ungir leikmenn á Ólafsfirði og
Dalvík verða að draga vagninn og
þeir munu örugglega draga hann í
2. deildinni á næsta tímabili -
annað kæmi mjög á óvart. -ósk