Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 DV Tilvera Fólk er of hrætt við börnin sín - segir Guörún Guömundsdóttir mannfræöingur Mannfræðingurinn „Hvaöa skilaboð er veriö aö gefa þegar látiö er skína í bert milli mjaömabuxna og bols á lítilli, saklausri stúlku? Þetta er stórt umhugsunarefni og ég vara sterklega viö þróuninni, “ segir Guörún. „Stúlkur mega skreyta sig en ekki að láta nota sig sem skraut. Ég sé að þær eru aftur farnar að setjast upp á bila sem þarf að auglýsa. Það finnst mér dapur- legt,“ segir Guðrún Guðmunds- dóttir sem stundar mastersnám í mannfræði. Hún er meðal fyr- irlesara á málþingi sem haldið er í Gerðubergi í dag milli kl. 13 og 16 og fjallar um tengingar í auglýsingum og ábyrgð fjöl- miðla. Þar er ekki síst deilt á of- beldi og klám sem víða birtist, bæði lejmt og ljóst. Málþingið er á vegum Ljósberans sem er samráðshópur um að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga. Þar verða mörg erindi flutt. M.a. mun Edda Jónsdótt- irfjölmiðlafræðingur flytja er- indi sem hún nefnir Þol barna fyrir klámi, Kristinn Már Ár- sælsson, nemi í heimspeki og fé- lagsfræði, annað sem heitir Kynferðisleg áhrif og ábyrgð og innlegg Sverris Björnssonar, graflsks hönnuðar, nefnist Spennið skirlífisbeltin _ klám- bylgjan kemur. Guðrún kveðst ætla að fjalla um áhrif allra þessara þátta á fjölskyldur, um línudansinn sem allir foreldrar verði að stíga milli þess að leyfa og banna og um rétt þeirra til að segja „Nei.“ Þau eru svo flott og kúl „Menningin og umhverfið hef- ur svo mótandi áhrif og við verð- um að hafa opin augu fyrir því sem er að gerast hverju sinni í kringum okkur. Auðvitað eigum við að leyfa börnum okkar að taka sjálfstæðar ákvarðanir í sumum málum en verðum líka að þora að vera á móti í öðrum. Ekki bara berast með straumn- um og gleypa við öllu, bara af því að það er. Það á ekki bara við um klámvæðingu, það á líka við um stríðsátök úti í heimi og að við klæðumst ekki hermanna- fötum. Þetta er ákveðin afstaða sem mér finnst við verða að taka meðvitað," segir Guðrún ákveð- in og nú er hún komin á flug. „Ég tel að í nútímanum sé fólk oft hrætt við börnin sín. Þau eru svo flott og kúl og eru svo vel að sér í mörgu, til dæmis í tölvu- málum. Ég skynja óttablandna virðingu fólks fyrir þessum svakalega flottu börnum sínum en ég held það sé ekkert sérlega gæfulegt að ala börn þannig upp. Pælum í því hver menning þess- ara bama er. í henni er gríðar- legt ofbeldi sem birtist í nær öll- um bíómyndum og tölvuleikjum. Svo er þessi óþolandi áhersla á litlar stelpur að vera sexý sem ég fæ með engu móti skilið og tel nei- kvæða fyrir sjálfsmynd þeirra. Hvaða skilaboð er veriö að gefa þegar látið er skína í bert milli mjaðmabuxna og bols á lítilli, sak- lausri stúlku? Þetta er stórt um- hugsunarefni og ég vara sterklega við þróuninni," segir hún. Dropinn holar Guðrún kveðst yfirlýstur femínisti, enda kannast margir við skrif hennar í Veru. Spurð hvort hún hafi lengi fyllt þann flokk svarar hún: „Nei, ég man nákvæmlega hvenær ég gerðist femínisti. Það var ‘98 um vorið og það þakka ég henni Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Hún opnaði augu mín. Ég var reynd- ar gift í arabaheiminum í átta ár og bjó þar 1 tíu ár og það hef- ur eflaust mótaö mínar skoðan- ir að einhverju leyti.“ Sjálf á Guðrún tvö börn og maður hennar önnur tvö, þannig að hún er á fullu að atast í uppeldi. Hún kveðst oft lenda í fjörugum rökræðum við 13 ára dóttur sína og vinkonur hennar. Þótt femínisk viðhorf hennar mæti stundum andstöðu kveðst hún þess fullviss að dropinn holi steininn. „Ég er ströng við dóttur mína í ýmsum efiium. Hún má til dæmis ekki nota G-strengs nærbux- ur og er vist sú eina í sínum bekk sem verður að sæta því. Hún fær heldur ekki að mála sig nema við alveg sérstök tækifæri og auðvitað reynir hún stöðugt að útvíkka þann ramma. Ég leyfi henni að taka ábyrgð í sumum málum en ég er „klettur" þegar kemur að klámi og nekt og ætla mér að vera það.“ -Gim. Snæfellsnes: Umhverfisvottaður ferðamannastaður Samgönguráðu- neytið hefur samið við fimm sveitarfé- lög á Snæfellsnesi um að Snæfellsnes verði, fyrst svæða á íslandi, gert að um- hverfisvottuðum áfangastað ferðamanna. Gert er ráð fyrir að ferðamennska á svæð- inu verði stunduð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stefnt er að vottun Green Globe 21, alþjóðlegra samtaka um sjálfbæra ferðaþjón- ustu, og munu samtökin koma að vottunarferlinu. Það eru Snæfells- bær, Grundarfjarðarbær, Stykkis- hólmsbær, Eyja- og Miklaholts- hreppur og Helga- fellssveit sem standa að verkefninu og mun undirbúnings- vinna standa í 6 mánuði. Þegar imd- irbúningsvinnu lýk- ur er hægt að sækja um úttekt og fulla vottun hjá Green Globe 21. Vegagerðin og Ferðamálaráð munu veita faglega ráðgjöf vegna verkefnisins og veita m.a. aðgang að þolmarka- rannsóknum á ferðamannastöð- um. Green Globe mim útvega sér- fræðinga sem hafa reynslu af und- irbúningi, ráðgjöf og úttekt á stór- um ferðaþjónustusvæðum. -EKÁ Bæjarlind 4 • E01 Kópavogur • Sími 544 5514 Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Eóður matseðiii. Tökum að okkur húpa, starfsmannafálög. Stórt og gott dansgólf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.