Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 25
25 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 DV Tilvera Spurning dagsins Ertu farin/n að huga að evróvisjónkvöldinu? Magnús Jónsson sölumaður: Já, það veröur farið í evró- visjónpartí og mikla gleöi. Arnfreyr Kristinsson sölumaður: Já, ég fer í evróvisjónpartí og í pottinn hjá Krissa. Jóhanna Þórsdóttir nemi: Já, ég ætla í evróvisjónpartí. Grímar Ingi Lúðvíksson: Nei, ekki farinn aö huga aö því enn. Eva Lind Lýðsdóttir nemi: Ég verð í evróvisjónpartíi. Sigurður Eiríksson öryrki: Ég verö heima aö fylgjast meö og vonast eftir góöu gengi. Stjörnuspá Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.i: ■ Þú finnur þér nýtt ■ áhugamál og það á einstaklega vel við þig. Þú átt mun meiri frístundir en þú hefur haft undanfarið og unir hag þínum vel. Rskamlr (19. febr.-20. mars): Þú ert í góðu andlegu Ijafnvægi og nýtur þess að dunda heima við. Þeir sem mikið hafa verið á ferðalögum undanfarið eru sérlega rólegir. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Vinur þinn leitar ráða "hjá þér og segir þér jafnvel leyndarmál. Mikilvægt er að þú bregðist ekki trausti hans þar sem málið er mjög viðkvæmt fýrir hann. Nautlð (20. anríl-20. mail: Gamall draumur , virðist vera um það bii að rætast hjá þér og þú nýtur þess sannarlega. Gefðu þér tima fyrir vini þína. Tvíburarnir (21. mai-21. jflnDi ^ Miklar breytingar eru y^h^fyrirsjáanlegar hjá - / / þér. Þú þarft þó ekki að kvíða þeim því þær eru allar á jákvæðu nótunum. Krabblnn (22. iúní-22. iO!í); Morgunstund gefur gull , í mund á svo sannar- 'lega við í dag. Ailt sem gert er fyrri hluta dags gengur eins og til er ætlast en næt- urgöltur skilar engu. Lárétt: 1 léleg, 4 karlmannsnafn, 7 stórgerða, 8 hita, 10 áflog, 12 viljug, 13 dvöl, 14 svelgurinn, 15 stjómarumdæmi, 16 hanga, 18 heiti, 21 viðkvæmir, 22 sæti, 23 lögun. Lóðrétt: 1 þannig, 2 smákom, 3 aflvana, 4 tiðum, 5 þvottur, 6 beiðni, 9 ferð, 11 titraði, 16 lausung, 17 látbragð, 19 fugl, 20 óhróður. Lausn neöst á síöunni. Glldlr fyrir laugardaginn 17. maí Liónið (23. iúlí- 22. ágúst): X* \ Þér hættir til að vera ¥ J heldur einstrengings- Æ legur og ósveigjanleg- ur. Það er nauðsynlegt í samskiptum að geta gefið eftir. Happatölur þínar eru 5, 32 og 49. Mevlan (23. áeúst-22. seot.l: Þér finnst allt erfitt. ''XVSA Ástæðan gæti verið ^^^Lsú að þú hafir ekki ' ' hvílt þig nægilega að undanfomu. Ferðalög geta líka verið þreytandi. Vogin (23. sept.-23. okt.): S Gamlar væringar Oy gætu skotið upp . f kollinum ef farið er að r f ræða viðkvæm mál. Það væri skynsamlegra að vera ekkert að því. Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.): M Varkámi er sérstak- lega nauðsynleg í dag. jÞetta á einkum við í umgengni við annað fólk. Sumir em viðkvæmari en aðrir. Bogmaöurinn (22. nóv.-2i. des.i: |Vertu ekki of viss um "að þú hafir á réttu að standa í ágreinings- máli. Þú ert meiri maður ef þú viðurkennir ósigur þinn strax og þú uppgötvar hann. Stelngeltin (22. dg?,-19. jan.); "i - Þeir sem em ástfangnir eiga góðar 'r Jr\ stundir og ekki kemur á óvart þó að einhvers staðar verði borin upp bónorð á rómantísku kvöldi. Cruise ekki með Cruz í Cannes Spænska leikkonan Penelope Cruz skildi ameríska kærastann sinn, stórleikarann Tom Cruise, eftir heima þegar hún brá sér bæjarleið um daginn og hélt til Cannes í Frakklandi þar sem kvikmyndahátíðin er í fullum gangi. „Hann þurfti því miður að vinna,“ sagði leikkonan miður sín á fundi meö fréttamönnum skömmu áður en hátíðin var formlega sett. Cruise er austur á Nýja-Sjá- landi aö leika i kvikmyndinni The Last Samurai en Cmz er í Cannes að kynna nýjustu mynd- ina sína, Fanfan la Tulipe, skylm- ingamynd og endurgerð rúmlega hálfrar aldar gamallar franskrar kvikmyndar. Penelope leikur hlutverk sem Gina Lollobrigida lék í upphaflegu myndinni sællar minningar. Myndasögur Vorsónatan mikla Maí í sveitinni. Lömbin að fæðast. Sumum þarf að hjálpa í heiminn. Sumum að koma á spena. Önnur þarf að skeina. Ö0 þarf að merkja. Mæðrunum þarf líka að sinna. Sjá um að þær hafi nóg að éta og ekki má vatnið vanta. Einstaka ær þarf sérstaka svítu til að byrja með svo hún geti helgað sig móðurhlutverk- inu óskipt. Allar þurfa að hafa rúmt um sig og afkvæmin til að byrja með. Það er vakað nóttina. Fylgst með. Óbornu æmar liggja hver upp við aðra í krónni og dotta. Láta sér fátt um finnast þótt einhverjar úr hópn- um séu að kenna sín, standa upp, snúa sér og leggjast aftur. Bíða ró- legar síns tíma. Feðumir em stikk- frí. Þeirra nærvera er ekki óskað á þessum árstíma. Því sofa þeir í sín- um stíum, kærulausir. Fuglamir leggja höfuð undir væng um lágnættið - stundarkorn. Fá sér fuglsblund. Þá hljóðnar allt. Vaknar svo aftur. Þrösturinn hefur upp raust sína. Skemmtir sinni heittelsk- uðu sem liggur á hreiðrinu uppi á móleðrinu í fjárhúsunum. Spóinn vellir í fjarska og fýllinn hefur sínar daglegu áætlunarferðir milli fjalls og fjöru. Blakar stuttum vængjunum ört, lætur sig svo svifa spöl. Kmmmi flögrar um, tyllir sér á hiöðumæn- inn. Krunkar. Veit að hildir losna. Ungamir bíða óseðjandi í laupnum. Ilmur af gróanda fyllir vitin. Logn- ið er algert. Loftið ómar. Þetta er vor- sónatan stóra, flutt af þeirri hljóm- sveit sem engan streng á falskan. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaöamaöur Ungverska meistaramótiö er nýbyrj- að og er þokkalega skipað en þó vantar t.d. Leko og Polgar. Sax er orðinn gal- reyndur og nýskriöinn yfir fimmtugt. Hér vinnur hann á frekar einfaldri fléttu á móti einum af þeim efnilegustu í Ungverjalandi. Sax er efstur eftir 3 umferðir. Hvítt: Ferenc Berkes (2578) Svart: Guyla Sax (2511) Nimzo-indversk vöm. Ungverska meistaramótið, Heviz (1), 12.05.2003 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0- 0 5. Bd3 d5 6. a3 dxc4 7. Bxc4 Bd6 8. Rf3 Rc6 9. e4 e5 10. d5 Re7 11. 0-0 Rg6 12. Hel h6 13. Bfl a6 14. b4 Bg4 15. h3 Bd7 16. Be3 Rh7 17. Hcl Df6 18. g3 De7 19. Rd2 Rg5 20. h4 Rh7 21. Rc4 Rf6 22. h5 Rh8 23. Be2 Rh7 24. Bg4 RfB 25. Bxd7 Dxd7 26. Kg2 Re8 27. Ra4 b5 28. Rc5 Dc8 29. Ra5 f5 30. Re6 Hf7 31. exf5 Hxf5 32. Rc6 Dd7 33. Dg4 Hf7 34. Ddl Rf6 35. Bc5 e4 36. Dd4 He8 37. Bxd6 Dxd6 38. Re5 Hfe7 39. Rc6 Hd7 40. Re5 (Stöðumyndin) 40. - Dxe6 41. Rxd7 Dxd7 42. Hc5 Rf7 0-1 WAAAAAH m TkTibTiffifi mm •QIU 05 ‘UJO 61 ‘SEJ Ll ‘soi 91 ‘jibhs n ‘BSI3J 6 ‘Hs9 9 ‘ubj 9 ‘siuuisjjo t> ‘SUBIJJBJ5I g ‘uBo 5 ‘oas I ijjajQoq •Qius 85 ‘SS9S ZZ ‘jlUIUB 15 ‘UJOU 81 ‘BJBI 91 ‘U3[ QI ‘UBQI n ‘)SIÁ 81 ‘snj 51 ‘ijsnj oi ‘bujo 8 ‘bjojS l ‘QJJQ f ‘MQIS I :jj0Jpq

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.