Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Leikhús og list í London - Kolbrún Bergþórsdóttir bendir Lundúnaförum á nokkur meginatriöi glæsilegu tónleikahöll Royal Albert Hall ásamt Roger Moore. Þar var haldin mikil söngskemmt- un til heiöurs leikstjóranum Trevor Nunn og sungin lög úr söngleikjum sem hann hefur leik- stýrt. Nunn er ótvírætt einn af fremstu leikstjór- um heims, jafnvígur á Shakespeare og söngleiki. Kannski hefur enginn nútímaleikstjóri átt jafn mikinn þátt í því og hann að færa söngleiki til fólksins og skapa þeim viröingu. Þarna kom fram fjöldi söngstjarna en óhætt er að segja að kórinn hafi stolið senunni. Þetta er sagður vera þúsund manna kór. Ég reyndi að telja kórfélaga og komst lægst upp i sjö hundruð og hæst upp í níu hundruð. Sérstök upplifun að hlusta á um þúsund raddir og Glenn Close vék hvað eftir annað að framlagi kórsins til sýningar- innar. Sjálf söng Close lag úr Sunset Boulevard við frábærar viðtökur og Roger Moore söng ásamt nokkrum samstarfsmönnum Nunns lagið Brush Up Your Shakespeare úr Kiss Me Kate, og var það eitt fyndnasta atriði kvöldsins. Hjart- næmast var þegar ung dóttir Nunns stóð ein á sviði og söng lag Cosettu litlu úr Vesalingunum. Mér var sagt að Royal Albert Hall tæki um 5000 manns í sæti og húsið var nær fullsetið. Ég beið í ofvæni eftir því að Trevor Nunn kæmi á svið en það tók tímann sinn. Ég hélt að þetta yrði eins og á Óskarnum að allir risu upp fyrir sigurvegaran- um. Það var ekki svo, en klappið var vissulega kröftugt. Vesalingar í átján ár Meðal söngatriða á tónleikunum voru fjölmörg lög úr Les Miserables sem gengið hefúr í átján ár í London undir leikstjórn Nunns. Ég ákvað að sjá söngleikinn en fyrir fram hafði ég litla trú á að það tækist að koma hinni miklu sögu Hugos til skila í þriggja tíma söngleik. Mér skjátlaðist illa því þetta er grípandi söngleikur þar sem dramat- ísk sagan er ætíð í forgrunni. Böm voru meðal áhorfenda og sátu stiilt og prúð og greinilega heilluð. Aðrir söngleikir í London sem vert er að mæla með eru My Fair Lady í leikstjórn Trevors Nunn og Lion King. My Fair Lady er nú á sínu þriðja ári en sýningum fer senn að ljúka. Það er hinn frægi Anthony Andrews (Brideshead Revisited) sem nú leikur Henry Higgins og hefur fengið prýðisdóma fyrir frammistöðu sína. Lion King er sviðsgerð á teiknimynd Breskir gagnrýnendur eru nokkuð sam- mála um að besta sýningin í London þessa dagana sé í Playhouse-leikhúsinu en þar er verid að sýna Þrjár systur eftir Tjekhov. Leik- ritaskáldiö Christopher Hampton hefur séð um aó koma texta Tjekhovs í búning og Mich- ael Blakemore leikstýrir. Gagnrýnendur hafa vart átt orð til að lýsa frammistöðu Kristinar Scott Thomas, sem leikur Möshu, enda er þarna á ferðinni svimandi stjörnuleikur. Scott Thomas lætur litlar hreyfing- ar og svipbrigði opinbera hugsanir og tilfinning- ar persónunnar þannig að maður skynjar glöggt yfirþyrmandi einsemd manneskju sem líður eins og fanga í umhverfí sínu. Masha er ekki eina per- sónan sem líður þannig því leikritið fjallar ekki hvað síst um fólk sem er alltaf að tala um að fara burt en minna er um framkvæmdir. Leiksýning á heimsmælikvarða Kate Burton (dóttir Richards Burtons) leikur elstu systurina, Ólgu, á fremur lágstemmdum nót- um sem virkaði vel og Madeleine Worrall var beinlínis töfrandi sem yngsta systirin, Irina. Sýn- ingin er í heild gríðarlega vel leikin. Ég var þó ekki fullkomlega sátt við Robert Bathurst, sem leikur Vershinin og gerði hann að mínu mati að ailt of miklum kjána - eiginlega heimskingja. Ég veit þó að breskir gagnrýnendur og Silja Aðal- steinsdóttir eru ekki sammála mér í mati mínu á frammistöðu leikarans. Kannski er þetta bara einfalt dæmi um það þegar leikari fer í taugarnar á manni. En hvaö um það, þetta er leiksýning á heimsmælikvarða. Merkilega fyndið leikrit á köflum en um leið óendanlega dapurlegt. Það var aukabónus að rekast á Scott Thomas eftir leiksýninguna þar sem hún var að veita að- dáendum eiginhandaráritun. Ég stillti mér upp í röð og fékk áritun. Þegar ég sagði leikkonunni að ég hefði komið frá íslandi til að sjá hana á sviði varð hún greinilega undrandi og sagði svo: „I hope it was worth it.“ - Já, það var sannarlega þess virði. Kór hinna þúsund radda Leikkonan Glenn Close var meðal gesta á Þrem systrum - enn einn aukabónus. Kvöldið eftir var Þrjár systur og karlmennirnir í lífi þeirra. Robert Bathurstyst t.v. en Kristin Scott Thomas yst t.h. Glenn Close og Trevor Nunn Hún var kynnir á heiðurssamkomu hans. Disneys með lögum eftir Elton John. Þetta er afar skrautleg sýning, umgjörðin er stórkostleg og hugvitið í búningagerð er snilldarlegt. Börn sem sjá þessa sýningu eru líkleg til að vilja verða bún- ingahönnuðir þegar þau verða stór. Söguþráður- inn er ekki beinlínis líklegur tii að vekja áhuga fullorðinna og lögin þóttu mér fremur slök. Þetta er fyrst og fremst sýning fýrir augað og er að því leyti mikil veisla. Titiankonur með maga í The National Gallery eru síðustu forvöð að sjá Titian-sýningu sem hefur staðiö frá í febrúar. Þetta er ákaflega falleg sýning í sex sölum. Að- sókn hefur verið gríðarleg og miðar seldir með nær dags fyrirvara. Maöur þurfti að sýna tölu- verða ákveðni tii að komast nálægt myndunum fyrir mannfjölda en þá var líka mikils að njóta. Ög þó það komi gæðamati á myndlist sjálfsagt lít- ið við þá er svo miklu skemmtilegra að skoða myndir af konum með maga heldur en myndir af anorexískum nútimadömum. Að lokum er ekki annað hægt en að mæla með Madame Tussaud-vaxmyndasafninu. Þar fylgjast menn með pólitískum straumum og hafa stillt saman Blair og Bush. Það eina sem aðskilur þá fé- laga er ræöustóll sem gestir geta gengið upp í og fengið tekna af sér mynd milli þeirra félaga. Þetta gerði ég og myndin er sannarlega flott, en þar sem ég stend á milli Blair og Bush lít ég út eins og besta vinkona þeirra sem eru nú ekki alveg þau skilaboð sem ég vil gefa. Annað par stendur ekki langt frá. Það eru Saddam og Arafat sem í uppstillingu sýnast vera nánir samstarfsmenn. Verulega ósanngjöm uppstilling gagnvart Arafat. Ég hóf mikla leit að mínum manni, Charles Dic- kens, sem var þarna einhvers staðar fyrir tveim- ur áratugum. Eg fann hann ekki núna. Sennilega er hann í geymslu niðri í kjallara. En það er ör- ugglega bara tímabundið. Sannir snillingar ryk- falla ekki til lengri tíma. -KB Sumri fagnaö á Kiarvalsstöðum Ljósmyndin fangar andartakið og geymir það Emmanuil Evzerikhin: Listamaöurinn ráðleggur (1950-’60). Tvær sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöð- um á morgun. Önnur þeirra er sýning frá Ljós- myndasafni Moskvu, annar hluti tvíhliða sýn- ingarverkefnis þar sem íslenskar ljósmyndir voru sýndar undir sambærilegum titli í Moskvu i nóv.-des. 2002. Verkin eru frá miðri 19. öld til samtímans og bera glöggt vitni um þær breytingar sem hafa átt sér stað í rússneskri ljósmyndun. Samtímis þróun ljósmyndasögunnar gefst mönnum tækifæri til að skyggnast inn í þær sögulegu samfélagsbreytingar sem þjóðin hef- ur gengið í gegnum. A áhrifamikinn og list- rænan hátt fangar myndavélarlinsan ólíka mennihgu og lífshætti fólksins og þjóðarinnar sem byggir framandi slóðir við misjafnar að- staíður á löngum tíma. Hin sýningin er á höggmyndum Amar Þor- steinssonar (f. 1948). Öm heggur listaverk úr steinum náttúrunnar og leysir með því úr læð- ingi formið sem leynist innan í efninu. Verk sín vinnur Öm að mestu úr sæbörðum granít- steinum sem hann hefur nálgast úr fjörum Skagafjarðar. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvaisstaða og umhverfis húsið. Þar getur að líta fjölda höggmynda, stórra og smárra sem taka á sig ýmis form í líki furðu- dýra og ævintýravera. Sýningunum lýkur 15. júní. Ásmundarsafn fagnar tvítugsafmæli sinu á þriðjudaginn kemur, 20. maí, með opnun á yflrlits- sýningunni Ásmundur Sveinsson - Nútímamaður- inn. Ásmundur var tals- maður tækniframfara, upp- byggingar og mannjöfnuð- ar eins og vel kemur fram í list hans. Þessi einkenni verða sérstaklega dregin fram á nýju sýningunni. Auk þess verða á þessari sýningu nokkur verk sem lentu í eldsvoðanum í Fákafeni í ágúst í fyrra en búið er að gera við. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá 10-17 en Ásmundarsafn daglega kl. 10-16. Sniðugt er að fara í bæði húsin og Hafnarhús að auki sama daginn því þá gildir sami aðgöngumiðinn í öll hús. ____________FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 ____________________________PV Umsjón: Silja Aóalsteinsdóttir silja@dv.is Besta fræðibókin Upplýsing, félag bóka- safns- og upplýsingafræða, hefur útnefnt bókina Skrýtnastur er maður sjálf- ur - hver var Halldór Lax- ness eftir Auði Jónsdóttur bestu fræðibók fyrir börn sem út kom á árinu 2002. „Bókinni er ætlaö aö fræða okkur um líf og starf Halldórs Laxness en ekki síður um manneskjuna Halldór og þann tíma og það þjóðfélag sem hann lifði í. Dómnefnd þykir bókin athyglisvert framlag til að koma einum fremsta rithöfundi íslendinga á framfæri við yngri kynslóðina,“ segir m.a. í áliti nefndarinnar. Skrýtnastur er maður sjálfur var til- nefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hefur vakið athygli heima og erlendis. Mál og menning gaf bókina út. Kvöldmáltíðargestir Á morgun kl. 16 verður Nattvárds- gástema eftir Ingmar Bergman sýnd í Bæj- arbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmynda- safns íslands. Myndin er annar hluti af þríleik Bergmans um samhand mannsins við guð. Sunnudag nokkurn á köldtun vetri þjón- ar prestur í lítilli sveitakirkju fámennum söfnuði sínum. Eftir guðþjónustuna reynir hann að hughreysta sjómann sem er þjak- aður af kvíða en getur einungis rætt um eigið samband við guð. Kennslukonan Ma- erta býður prestinum ást sína sem huggun í trúarkreppu hans en hann hafnar ást hennar. Helstu leikarar eru Gunnar Bjöm- strand, Ingrid Thulin, Max von Sydow og Gunnel Lindblom. Afmælisdagskrá í Gunnarshúsi Á simnudaginn kl. 16 efna Rithöfundasamband ís- lands og Gunnarsstofnun til dagskrár á Dyngjuvegi 8 í tilefni þess að 114 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins Gunnars Gunnarssonar. Flutt verða þrjú erindi: Skúli Bjöm Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, segir frá stofnuninni og uppbyggingu á starfsemi að Skriðuklaustri; Óskar Vistdal bókmennta- fræðingur greinir frá rannsóknum sinum á tengslum Gunnars við Noreg og Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur fjallar um þá sýn sem birtist á austfirska náttúm og gildi sveitasamfélags í skáldverkum Gunn- ars. Dagskráin er öllum opin. Listamannsspjall Bandaríski myndlistarmaðurinn Richard Vaux, prófessor í listum við Adelphi há- skólann í New York, sýnir nú verk sín í Hafnarborg. Á morgun kl. 14 fjallar hann um verk sín, uppsprettu og þróun hug- mynda og þá tækni sem hann beitir við vinnu sína. Hann sýnir einnig skyggnur af eldri og nýrri verkum ásamt því umhverfi sem hann vinnur í, en heimili hans og vinnustofa eru á norðurströnd Long Is- land. í New York. Hátíðartónleikar í tilefni af hálfrar aldar starfsemi Tónmenntaskóla Reykjavíkur efnir skólinn til tvennra hátíðartónleika í Salnum, Kópavogi, á sunnudaginn kl. 17 og mánudaginn kl. 20. Flytj- endur eru svo til allir fyrr- verandi nemendur gamla Bamamúsíkskólans og Tónmenntaskólans, aUt þekktir tónlistar- menn. Meðal þátttakenda eru Gunnar Kvaran, Sigrún Eövaldsdóttir, Sigurbjöm Bernharðsson og Ásdís Valdimarsdóttir. Eivör syngur Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni, þeim Birgi Bragasyni, Pétri Grétarssyni og Eðvarð Lárussyni, í Iönó í kvöld kl. 22. Þau leika tónlist eftir Eivör og einnig þjóð- lög og þjóðleg lög, bæði íslensk og færeysk. Mikið er fram undan hjá þeim á næstunni, t.d. leika þau á tónleikum í Svíþjóö í lok maí, verða á stórri tónlistarhátíð í Noregi og listahátíð í Færeyjum í sumar, auk tón- leika á íslandi. Jafnframt þessu munu þau taka upp plötu sem kemur út í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.