Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 Fréttir DV Þyrla sótti slasaöan mann í Hornvík: Lærbrotnaði við eggjaleit í Hornbjargi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ijórða tímanum á laugar- dag vegna manns sem hafði slasast á svokölluðu gjáasvæöi í austurhluta Hombjargs norðan við Hombjargsvita. Maðurinn var við svartfuglseggjaleit í bjarginu við ijórða mann þegar grjót féll á hann þannig að hann lærbrotn- aði og brotnaöi á úlnlið. Maðurinn sem slasaðist heitir Við- ar Konráðsson, tannlæknir á ísa- firði, og hefúr margra ára reynslu af að fara í bjarg- ið eftir eggjum. Hann var á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi í gær, ný- kominn úr aðgerð, og var líðan hans eftir atvikum. Með honum í fór í Hombjargi vom Einar Valur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Hraö- fystihússins Gunnvarar, Rósmundur Skarphéðinsson og Tryggvi Guð- mundsson lögfræðingur. Allir eru þeir búsettir á ísafirði og þaulvanir eggjaleiðöngrum í Hombjargi og víð- ar sem þeir hafa farið í reglulega um áratuga skeið. Mennimir vom á hraðbátnum Patton og höfðu þann háttinn á að klifra upp á syllur í bjarginu frá sjó. „Þetta var bara hefðbundið en það er ekkert varp byijað þama enn,“ sagði Einar Valur í samtali viö DV í gær, en þá voru leiðangursmenn nýkomn- ir til ísafjarðar. „Við vorum bara niðri undir fjöru sem betur fer. Þetta var einn steinn sem féll á Viðar, en það var ekkert hmn, enda enginn klaki eða snjór í bjarginu. Við höfum reyndar aldrei verið í bjarginu svona góðu áður. Sem betur fer var gott veður og sjó- laust. Við fómm með hann inn að Höfii á Homvík en sáum strax að hann var lærbrotinn og handarbrotinn svo það var ekkert ann- að að gera en að kalla í þyrlu. Við vorum svo heppnir að Lalli (Hallgrímur Kjartansson) læknir var inni á Homvík- inni þegar þetta gerðist. Hann gat hjálpaö okkur.“ - Sjálfur er Hallgrím- ur einnig þrælvanur fyglingur. TF-SIF fór í loftið klukkan 16.07 og lenti í Homvík klukkan 17.22, en þangað hafði maðurinn verið fluttur með hraðbátnum Patton, enda ómögulegt að hífa manninn upp úr fjörunni við slysstað. TF-SIF lenti með hinn slasaða við Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi um átta- leytið í fyrrakvöld. Einar Valur segir að fuglinn byrji venjulega að verpa upp úr 20. maí. Hann hafi greinilega ekkert breytt þeirri hegðun sinni nú þó vorið hafi veriö óvenjugott. Þeir félagar gera ráð fyrir að fara fljótlega í bjargið á nýjan leik til að leita eggja. Einar Valur segir að þeir hafi aldrei áður orðið fyrir skrámum í þessu ferðum í bjargið enda leggi menn mikla áherslu á að fara varlega. -HKr. Hornbjarg. ErlH vegna drykkjuláta Lögreglan í Kópavogi og Hafnar- firði þurfti að hafa talsverð afskipti af ungmennum sem vom með hávaða um helgina. í Hafiiarfirði höfðu ung- menni verið að skemmta sér í bæn- um með tilheyrandi látum á föstu- dagskvöldið. Lögreglan þurfti marg- sinnis að hafa afskipti af þeim og var nokkm magni af áfengi sem þau höfðu i fórum sínum hellt niður. Þá vom nokkur ungmenni flutt niður á lögreglustöð og þurftu foreldrar þeirra að sækja þau þangað. Eitthvað þurfti lögreglan í Hafnarfirði svo að skipta sér af svipuðum málum á laug- ardagskvöld, en þó í mun minna mæli. Lögreglan í Kópavogi þurfti einnig að hafa afskipti af unglingum sem voru að skemmta sér í bænum og vom nokkrir þeirra fluttir niður á stöð. Samræmdum prófum lauk í síð- ustu viku og rekur lögreglan skemmtanahaldið til þess. Einnig voru þrír teknir í Kópavogi um helg- ina, grunaðir um ölvun við akstur. - áb DV-MYND GVA Næstum því köttur útl í mýri Um mjög þýfö tún er stundum sagt aö kötturgæti fótbrotiö sig í þeim. Ekki fylgir sögunni hvar þessi kisa lærbrotnaöi en hún er kannski aö velta því fyrir sér hvaö hún eigi mörg lífeftir af þessum níu meöan dýralæknarnir á Dýraspítal- anum í Víöidal gera aö brotinu. Á boröinu bíöa fleiri sjúklingar stóískir eftir aöhlynningu. Stuttar fréttir Verðmætari hross Mikið hefur dregið úr útflutn- ingi íslenskra hrossa. í fyrra fóru utan um 1.500 hross en 2.600 árið 1995. í Mbl. segir að þó hrossin séu færri séu þau meiri gæðagripir og því verðmætari. Endurgreiði Innheimtustofnun sveitarfélaga á að mati félagsmálaráðuneytis að endurgreiða meðlag sannist aö menn séu ekki feður barna sem þeir hafa greitt með. Stofnunin hefur hingað til ekki viljað þetta. Sjónvarpið sagði frá. Halli í Hafnarfirði Verulegra breytinga er þörf í rekstri Hafnarfjarðarbæjar þannig að séð verði fyrir afborgunum lána og nauðsynlegum fjárfesting- um. Þetta segja bæjaryfirvöld en rekstrarhalli af tekjum í fyrra var 5,5% Landvernd í kröggum Landvemd á í fjárhagskröggum og verið er að draga úr allri starf- semi samtakanna. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður sam- takanna, segir í Mbl. þetta miður, enda hafi samtökin staðið fyrir mikilvægri umræðu. Elsa formaður Elsa B. Frið- finnsdóttir er tek- in við sem formað- ur Félags ís- lenskra hjúkrunar- fræöinga. Hún hef- ur síöustu misseri verið aðstoðar- maður heilbrigðis- ráðherra en var áður hjúkrunar- fræðingur m.a. á Akureyri. Ari með áhyggjur Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, hefur áhyggjur af því að fyrir- El tæki séu að draga sig út úr Kauphöll- *• B inni. Virkur mark- Æ aður með hluta- 's ■ bréf skipti miklu ' Æ máli fyrir atvinnu- lífiö. Útvarpið greindi frá. Lítt meiddur eftir bílveltu Eldri maður slapp með mar og minni háttar skrámur þegar bif- reið sem hann ók fór út af vegin- um í Brekkudal í Dýrafirði, sunn- an Þingeyrar, eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglu á ísafirði slapp maðurinn ótrúlega vel en bifreið- in fór margar veltur og var mjög illa farin. Ökumaður var einn í bifreiðinni. -sbs/HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.