Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003___________________________________________________ I>V Fréttir konur og 630 karlar. Lífshorfur þeirra sem greinast með krabba- mein eru með þeim bestu á ís- landi sem þekkjast í heiminum samkvæmt niðurstöðum sem byggjast á samstarfi evrópskra krabbameinsskráa. Samkvæmt norrænni krabbameinsspá er gert ráð fyrir aukningu á öllum Norð- urlöndunum og mestri á íslandi, eða um 70%. Nær 1.100 ný tilfelli á ári Árlegur meðalfjöldi krabba- meins hjá íslenskum körlum er 546 tilfelli. Algengast er. blöðru- hálskrabbamein með 149 tilfelli, eða 27% allra nýrra tilfella. Síðan kemur lungnakrabbamein með 58 tilfelli, eða 10%, ristilkrabbamein með 47 tilfelli, þvagblöðrukrabba- mein með 37 tilfelli, magakrabba- mein með 27 tilfelli og nýrna- krabbamein með 26 tilfelli. Hjá konum greinist árlega 541 tilfelli, mest brjóstakrabbamein með 160 tilfelli, eða 30% allra til- fella. Síðan kemur lungnakrabba- mein með 53 tilfelli, eða 9,7%, ristilkrabbamein með 38 tilfelli, eggjastokkakrabbamein með 28 tilfelli og sortuæxli í húð með 25 tilfelli. Rúmlega helmmgm- þeirra sem greinast er 65 ára og eldri, en um 11% íslendinga á þeim aldri fá krabbamein sem má því segja að sé sjúkdómur efri áranna. Hvað er krabbamein? Á síðustu árum hefur þekking á orsökum og lífEræðilegri hegðun krabbameina aukist mjög mikið. Krabbamein er samheiti yfir rúm- lega hundrað sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli er til staðar í eðlilegu þróunarferli frumna líkamans sem leiðir til stjórnlausrar fjölgunar þeirra. Þessi galb stafar af stökkbreyting- um í erfðaefni frumna en stökk- breytingamar eru taldar stafa af krabbameinsvaldandi áhættuþátt- um í umhverfi og vestrænum lífs- stíl manna og fituneyslu, hreyf- ingarleysi og offitu. Rannsóknir sýna að reykingar eru langstærsti og alvarlegasti áhættuþátturinn en um 25% allra krabbameina og um 30% allra dauðsfalla má rekja til þeirra. Ættgengar stökkbreyt- efni Krabbameinsmiðstöðvar LHS er m.a. söfnun og flokkun upplýs- inga um ýmsar tegundir krabba- meina og meðhöndlun þeirra og gerð klínískra leiðbeininga um meðferð sjúklinga með krabba- mein, sem og það að stuðla að bættri meðferð krabbameina og að efla vísindavinnu í samstarfi við meðferðaraðila. Bestu lífshorfur Nú greinast árlega um 1.100 ein- staklingar með krabbamein og ár- lega deyja um 450 manns af völd- um sjúkdómsins. Frá því skrán- ing krabbameina hófst árið 1956 hefur nýgengi krabbameina í heild aukist og dánartíðni lækk- að. Mestu breytingamar felast í minnkun á nýgengi maga- og leg- hálskrabbameins en aukningu á nýgengi krabbameins í lungum, brjóstum, blöðruhálskirtli og sortuæxla i húð. Árið 1971 var heildarfjöldi krabbameinssjúk- linga á lffi 1.723 en í árslok 2001 var fjöldinn 7.884 manns, 4.590 konur og 3.294 karlar. Árið 1980 var fjöldinn 3.291 manns, 2.016 konur og 1.275 karl- ar, en árið 1970 var fjöldi þeirra einstaklinga sem var á lífi eftir krabbamein 1.723 manns, 1.093 ingar í genum sem stýra viðgerð- um á erfðaefninu geta verið orsök krabbameina í allt að 10 til 15% tilfella. Langstærsti þátturinn í aukn- ingu krabbameina er breytt ald- urssamsetning þjóðarinnar, auk- inn mannfjöldi og fjölgun aldr- aðra. Hættan á því. að greinast með krabbamein eykst því jafnt og þétt með aldrinum en með- göngutími krabbameina er lang- ur, oftast mun meiri en 10 ár. Krabbamein koma helst í líffæri þar sem frumuskiptingar eru háð- ar vexti, næringu og vaxtaþáttum. -GG Tollkvótar vegna innflutnings á smjöri og ostum Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga, nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 15. maí 2003 er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri og ostum, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, fyrir kl. 15.00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutnings á nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöti Með vísan til 65. gr. og 65 gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar, dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöti fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00 - 16.00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, fyrir kl. 15.00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga, nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar, dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 31. desember 2003. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, fyrir kl. 15.00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutnings á unnum kjötvörum Með vísan til 65. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar, dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, fyrir kl. 15.00 föstudaginn 23. maí n.k. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.