Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 Fréttir DV Meg einsömul Bandaríska leik- konan Meg Ryan lét hiö margumtalaöa karlmanns- leysi sem slúöurblöö vestanhafs hafa mikiö rætt um ekki aftra sér frá því aö mæta til Cannes. Hér sést hún mæta til frum sýningar á nýjustu mynd James Cameron, Ghosts of the Abyss. Fræga fólkið spók- ar síg í Cannes Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í síðustu viku og náði há- marki nú um helgina þegar allar stærstu kvikmyndirnar á hátíð- inni voru sýndar. Þetta er í 58. skiptið sem hátíðin er haldin og að vanda lét fína og fræga fólkið sig ekki vanta. Viðburðurinn þykir einn af þeim stærstu sinnar tegimdar innan kvikmyndaheimsins og keppast framleiðendur kvikmynda um að fá að sýna myndir sínar á hátíðinni. Þá flykkjast blaðamenn og ljósmyndarar árlega á hátíðina í von rnn að ná tali af stjörnunum sem fjölmenna einnig til þess að kynna afurðir sínar, sem og sig sjálfar. Mikill fíöldi mynda af öllum stærðum og gerðum var sýndur á hátíðinni, auk þess sem mikil minningarathöfn var haldin um franska leik- stjórann Maurice Pialat þangað sem franskir leikarar og leikstjór- ar fjölmenntu meðal annarra. -áb Spænsk gyöja Spænska leikkonan Penelope Cruz mætti án Tom Cruise á hátíöina en notaöi tækifæriö og smellti sjálf mynd af Ijósmyndurunum sem biöu hennar í tugatali. Kannski fær Tom aö sjá myndirnar þegar heim veröur komiö. Matrix-liðar Allir helstu leikarar kvikmyndarinnar The Matrix Reloaded voru mættir til Cannes þar sem myndin var sýnd. Um helgina var myndin einmitt tekin til sýningar hér á landi en fyrsta myndin varö gríöarlega vinsæl og átti mikilli velgengni aö fagna um allan heim. Breskir kollegar Skoski leikarínn Ewan MacGregor sést hér ásamt ensku leikkonunum Emily Mortimer og Tildu Swinton. Ewan vakti snemma athygli í heimalandinu og lék hann meöal annars í hinni margumtöluöu Trainspotting á sínum tíma. Síö- ustu ár hefur hann svo mikið veriö i sviösljósinu og meöal annars leikiö kappann Obi-Wan í nýjustu kvikmyndunum um Star Wars. Kvikmyndahátíðin í Cannes náði hámarki um helgina: Brugðið á leik Hin bandaríska Claire Davis bregöur hér á leik fyrír Ijósmyndara í Cannes. Hún hóf ferílinn í sjónvarpsþáttum og ætti aö vera glöggum íslendingum aö góöu kunn en nú hefur hún fært sigyfir til Hollywood þar sem hún reynir aö hasla sér völl í kvikmyndageiranum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.