Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 24
48 MÁNUDAGUR 19. MAl 2003 Tilvera x>"V > Myndbandarýni Human Nature - HHh (2 og háif stjarna) - Gaman Af öpum entu kominn... Charley Kaufman er einn frumlegasti og um leið besti handritshöf- undurinn sem nú starfar í Hollywood. Það sanna r AJ Being John Malkovich og Adaption. Það leyna sér ekki höfundarein- kennin í Human Nature þótt ekki sé hægt að segia að handrit Kaufinans þar sé í sama gæðaflokki og Mal- kovich og Adaptation. Aðalpersónumar eru þijár. Nathan (Tim Robbins) er vísindamaðurinn sem hefur aldrei kynnst öðru en hrein- lífi. Hann á þó í miklum vandræðum með náttúma sem tekur af honum völdin þegar hann er hann með tveim- ur stúlkum sem vilja kynlíf og ekkert múður með það. Önnur þeirra er Lila (Patricia Arquette), stúlka sem fæddist með fúllmikið af karlhormónum sem lýsir sér í því að hún hefúr gifúrlegan hárvöxt. Hún flýr tO skógar tvítug og ætlar sér að lifa einlífi en þegar karl- mannsleysiö er að gera hana vitlausa fer hún til byggða. Þriðja persónan er Puff (Rhys Ifans) sem hefur alist upp meðal apa. Nathan og Lila finna hann, loka hann inni í búri og Nathan ætlar sér að verða heimfrægur þegar hann er búinn að temja hann. Það reynist nokkuð auðvelt þar til kemur að kyn- lífmu. Þar gilda lög náttúrunnar hjá Puff. Human Nature er oft fýndin og frumleg. Það vantar samt einhvem neista sem var fyrir hendi í Being John Malkovich og Adaptation. Ekki er hægt að saka leikarana um það. þeir era hver öðrum betri. Það er bara með sumar myndir sem hafa allt með sér, þær heppnast ekki að fullu. -HK Útgefandi: Bergvík. Gefin út á myndbandi og DVD. Lelkstjóri: Michael Gondry. Bandarik- in, 2001. Lengd: 96 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Leikarar: Tim Robbins, Pat- ricia Arquette, Rhys Ifans og Miranda Otto. Avengirtg Angelo - Hh (1 og hálf stjarna) - Spenna Lífvöpöupinn Það hefðu þótt I merkar fréttir fyrir rúmum áratug eða svo að nýjasta kvikmynd Sylvesters Stallones færi heint á mynd- bandamarkaðinn án þess að hafa viðkomu 1 í kvikmyndahúsi. Veg- ur þessa hasarmyndaleikara, sem og fleiri sem vora í hans sporum, hefúr verið niður á við og aðrir yngri leikar- ar hafa leyst þá af hólmi. Nú er það svo að Sylvester Stallone hefur gert verri kvikmyndir en Avenging Angelo og hefði myndin verið gerð þegar hann var á hátindi frægarinnar hefði hún sjálfsagt fengið góða aðsókn. Avenging Angelo er gamansöm spennumynd og enn einu sinni reynir Stallone að vera á mannlegum nótum. Leikur hann Frankie, lífvörð mafiufor- ingjans Angelo (Anthony Quinn í sínu síðasta hlutverki), sem hefur haft það aðalverkefni að fýlgjast með uppvexti dóttur Angelos, Jennifer (Madelaine Stowe) sem enginn má vita að sé til því þá verður hún drepin. Þegar Ang- elo er drepinn af öðrum mafiuforingja kemur það í hlut Frankies að gera sig sýnilegan gagnvart Jennifer, sem ný- lega hefúr rekið ótrúan eiginmann sinn á braut, og vernda hana fyrir mafíósum. Ekki er hægt að segja að Stallone hafl með aukinni reynslu orðið betri leikari. Hlutverkið kallar stimdum á tilfmningaþrunginn leik sem Stallone er ófær um að sýna. Þá er eins og hlutverk Jennifer hafi verið skrifað fyrir Juliu Roberts, Stowe, sem er ágæt leikkona, reynir alla vega að feta í fótspor Juliu í leik og leikstíl. -HK Útgefandi: Skífan. Gefin út á myndbandi. Leikstjórl: Martyn Burke. Bandarikin, 2002. Lengd: 97 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Leikarar: Sylvester Stallone, Madelaine Stowe og Anthony Quinn. Matrix-æöi: Dýnasta veislan í Cannes Matrix-leikarar í Cannes / veisluna dýru voru að sjálfsögöu mættir leikarar úr The Matrix Reloaded. Á myndinni, taliö frá vinstri, eru bresku tví- burarnir Adrian og Neil Rayment, Carrie-Anne Moss, Hugo Weaving og Keanu Reeves. Eftir einhverja mestu og dýr- ustu markaðssetningu sem um getur í kvikmyndasögunni var Matrix-kvikmynd númer tvö, The Matrix Reloaded, frumsýnd úti um aUan heim um helgina, meðal annars hér á landi. Eins og flestir höfðu búist við var að- sókn gríðarlega mikil og sam- kvæmt spám í Bandaríkjunum var talið að hún næði hátt í 100 milljónum dollara í aðgangseyri sem er met yfir eina helgi þegar í.hlut á kvikmynd sem bönnuð er börnum. Ekki hafa gagn- rýnendur lofað myndina jafn mikið og þá fyrstu, en það virð- ist ekkert hafa aö segja, Matrix- aðdáendur úti um allan heim flykkjast til að sjá hetjur sínar í baráttu við vélmenni. Fyrsta sýning myndarinnar var á kvikmyndahátíðinni í Cannes og var ekkert sparað til að gera þá sýningu sem tilkomumesta. Stjömur myndarinnar voru mætt- ar og er talið að Wamer-bræður hafi eytt um hálfri milljón dollara til að flytja Keanu Reeves, Carrie Anne-Moss, Laurence Dishburne og Monica BeHucci til Cannes, að sjálfsögðu í einkaþotum. Á eftir var svo efnt til veislu sem að sögn kostaði meira en 3 miUjónir doU- ara. Þar voru allir mættir sem eitthvað mega sín í kvikmynda- heiminum og voru staddir í Cann- es. Handknattleiksfólk hélt sitt lokahóf á Broadway á laugardagskvöld Þar voru málin gerö upp opinberlega og ekki svo op- inberlega í samræöum manna á milli. Auk þess var kosiö um bestu leikmenn og segja má aö Haukar hafi veriö sigurvegarar kvöldsins í þeim efnum. Hand- knattleiksfólk kom til hófsins frá öllum landshlutum, meöal annars voru mættar þær Inga Dís og Martha sem leika meö KA á Akureyri. Á minni myndinni eru Jón, Már og Alexander, HK-leikmenn, sem hafa sett upp hárband í tilefni dagsins. Kate Winslett í söng- og dans- mynd Breska leikkonan Kate Winslett lét ekki frægðina hlaupa með sig í gönur eftir að hafa slegið í gegn í Titan- ic og haldið sig að mestu á heimaslóð- um og leikið í ódýrum en um leið metnaðarfullum kvikmyndum. Hún æUar samt að breyta um umhverfi á næstunni og bregða sér til Hollywood og leika í söng- og dansmyndinni Romance and Cigarettes. MóUeikarar hennar verða James Gandolfmi (Sopranos) og Susan Sarandon. Myndin er sögð vera ástríðufúll en um leið svört kómedia. Það era þeir Ethan og Joel Cohen sem era fram- leiðendur myndarinnar. Kate Win- slett hefur aldrei fyrr leikið í dans- og söngvamynd og segist hlakka mik- ið tiL Gerð Romance and Cigarettes kemur í kjölfariö á vinsældum Chicago og Moulin Rougue en búast má við auknum fjölda dans- og söngvamynda á næstu misserum. Robert Burch Vinsælasti götusöngv- arinn á Manhattan. Nakti kúrekinn Þeir sem arka um götur Manhattan á sumrin hafa tekið eftir þessum nakta söngvara þar sem hann stendur á götuhomi, þenur gítarinn og syngur kántrílög. Þessi sérkennilegi maður heitir Robert Burck og þyk- ir ekki merkilegur söngvari. Hann vekur þó ómælda athygli fyrir að vera nánast fatalaus með gítarinn og í kúrekastígvélum. Hann veit að augu fjöldans era á honum og stígvél hans fyllast af peningum. Robert Burch, sem hefur viðumefnið Nakti kúrekinn, er ekki á flæðskeri staddur. Blaðamaður einn fyldi honum eftir einn dag og þá halaði Burch inn meira en þúsund dollara á fimm klukkutímum og það fyrir slæman flutning, að mati blaðamannsins. Burch viðurkenndi að meðal- tal þjá honum væri þetta 800til 1000 dollarar á dag. Árstekjur hans era meira en 150.000 dollarar. Áður en Burch varð Nakti kúrekinn var hann aðeins nakinn, vann sem nektardansari. DV-MYND E.ÓL Fjármálaráóherra mundar skærln Geir H. Haarde fjármálaráöherra opnaöi nýja heilsulind, NordicaSpa, á dögnum. Þaö er fram- kvæmdastjóri heiisuiindarinnar, Margrét Ágústsdóttir, sem heldur í boröann. NordicaSpa býöur viöskiptavinum þjónustu á öllum sviöum heilsuræktar; allt frá æfingum undir leiösögn þjálfara í tækjasal og til dekurs í heitum pottum og saunabööum. Stallone í golfi Þaö leynir sér ekki örvæntingin í svip Sylvesters Stallones þar sem hann horfir á eftir höggi sem hann hefur slegiö á golfmóti í Las Vegas um helgina. Golfmótið, sem er aöeins ætlaö frægu fólki ognokkrum atvinnumönnum, erhaldiö afMichael Douglas og fleirum og kallast Lexus 1 million hole in one og vísar til þess aö heföi einhver keppendanna fariö holu i höggi þá heföi sá hinn sami fariö heim meö 1 milljón dollara. Mótiö var aö sjálfsögöu tekiö upp fyrir sjónvarp enda fjöldi þekktra leikara meö, en þaö veröur þó ekki sýnt fyrr en 20. júlí. Aö móti loknu voru áhorfendur víst sammála um að Stallone stæði sig betur I hnefaleikum (sam- anber Rock- myndirnar) heldur en golfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.