Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 6
6_______
Fréttir
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
DV
Jaröskjálftahrina viö Grímsey:
Fólk kippir sér ekki
upp við skiálftana
Jaröskjálfta hefur oröiö vart skammt undan Grímsey
Jaröskjálfti sem mældist 3,5 á Richter mædlist á þessum slóðum í gærkvöld.
Jaröskjálfta, sem eiga upptök
sín skammt undan Grímsey, hefur
orðið vart að undanförnu. Jarð-
skjálfti, sem mældist 3,5 stig á
Richter samkvæmt sjálfvirku
mælikerfi Veðurstofunnar, varð
rúma 10 km norðaustur af Gríms-
ey um kvöldmatarleytið á sunnu-
dagskvöld. Þessum skjálfta fygldu
svo tveir minni skjátftar.
Dónald Jóhannesson, skóla-
stjóri í Grímsey, segir eyjaskeggja
ekki skelkaða vegna nálægðar
skjálftanna, fólk sé orðið svo vant
því gegnum árin að það sé
smátitringur á jörðinni, og það
komi svona stærri skjálftar
tvisvar til þrisvar á ári.
„Síðustu tíu ár höfum við ekki
orðið vör verulegs skjálfta nema í
tvö skipti, veggir titrað og glös
glamrað. En auðvitað eru inn á
milli einstaklingar sem eru skít-
hræddir, en það er ekkert
„panikástand“. Bömin ræða þetta
fremur lítið, en finnst þetta meira
spennandi en ógnvekjandi. Stað-
reyndin er sú að síðustu 100 árin
hafa ekki orðið hér neinar teljandi
skemmdir á húsum, einna helst að
áhrifin af Dalvíkurskjálftanum
1934 séu minnisstæð. Hér hefur
vorað óskaplega skemmtilega í
langan tíma þó nú sé leiðinleg
norðanátt og menn eru að djöflast
í eggjatöku. Það sér ekki högg á
vatni þó hér sé tínt í gríð og erg
fyrir vini og vandamenn á fasta-
landinu. Tekjurnar eru því nánast
engar. Ég fæ mér alltaf tvö til þrjú
egg á hverju ári, og finnst það gott
þó ég sé ekki að borða þetta dag
eftir dag í fleiri vikur eins og sum-
ir. Stærri bátarnir hafa verið við
Kópasker í mokveiði, rétt um 5
mínútna siglingu fyrir utan höfn-
ina. Þetta er fínasti fiskur,“ segir
Dónald Jóhannesson. -GG
Hrunamannahreppur:
Kærður
fyrir kynferð-
islega áreitni
Tvær kærur hafa verið lagðar
fram á hendur íbúa í Hruna-
mannahreppi á Suðurlandi vegna
kynferðislegrar áreitni. Önnur
kæran mun, samkvæmt heimild-
um DV, hafa verið lögð fram af
leikskóíakennara á svæðinu en
hin af grunnskólakennara í
Flúðaskóla.
Maðurinn er sagður hafa áreitt
konurnar með síendurteknum
hringingum og SMS-skilaboða-
sendingum þannig að þeim var
nóg um og lögðu þær loks fram
kæru hjá embætti lögreglunnar á
Selfossi. Nálgimarbann hefur ver-
ið sett á manninn þannig að hon-
um er að svo stöddu hvorki heim-
ilt að koma nálægt leikskólanum
né grunnskólanum á Flúðum.
íbúar Hnmamannahrepps, sem
DV náði tali af í gær og í morg-
un, vildu ekki tjá sig um málið
að svo stöddu en þeir sögðu mál-
ið vera á mjög viðkvæmu stigi.
íbúar Hrunamannahrepps eru rif-
lega 700 talsins. -áb
DV41YND E.ÓL.
Ný Króna í Húsgagnahöllinni
Undirbúningur aö opnun nýrrar Krónu-verslunar í Húsgagnahallarhúsinu viö Bíldshöföa stendur nú sem hæst. Ráögert
er aö opna nýju verslunina meö pomp og prakt á laugardag. Starfsfólk hefur unniö höröum höndum aö frágangi, upp-
setningu innréttinga og rööun í hillur en mörg handtök eru eölilega viö opnun nýrrar verslunar. í Húsgagnahallarhús-
inu veröur framvegis stór verslun Krónunnar, verslun Intersport, Bakarameistarinn og ný og endurbætt verslun Hús-
gagnahallarinnar.
DV- MYND E.ÓL.
Þaö viöraöi vel á þessa sækappa
þegar þeir sjósettu heimasmíöaöa
fleytu í Kópavogshöfn.
Öryggisverðir
handtóku þjof
Öryggisverðir tóku mann
höndum í fyrirtækinu Plast-
prenti við Fossháls um þrjúleyt-
ið í fyrrinótt. Viðvörunarkerfi í
byggingunni fór í gang þegar
maðurinn braust þar inn og
hafði hann safnað saman
nokkrum hlutum sem hann ætl-
aði að hafa á brott með sér þeg-
ar öryggisverðimir komu á
svæðið. Þeim tókst að halda
manninum niðri uns lögreglan
kom á vettvang og handtók
hann. Nokkrar skemmdir urðu
á húsnæði fyrirtækisins en inn-
brotsþjófurinn hafði meðal ann-
ars sparkað upp nokkrar hurðir
til að komast leiðar sinnar.
-áb
Kópavogur:
Kviknaði í
út fná tuskum
Eldur kom upp í bílskúr í
Kópavoginum í nótt. Svo virðist
sem kviknað hafi í tuskum sem
voru í bílskúrnum en húsráð-
endur höfðu verið að femisera
útidyrahurð og sett síðan tusk-
urnar í fötu. Lögreglan var
búin að ráða niðurlögum elds-
ins með dufttæki þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang en reykur
hafði borist inn í íbúðina og
þurfti slökkviliðið að reykræsta
hana. Skemmdir urðu þó óveru-
legar. Að sögn vaktmanns hjá
slökkviliðinu virðist sem tusk-
urnar hafi verið samanvöðlaðar
ofan í fötunni og líklegt er að
einhver vökvi hafi verið í
henni. Við slík skilyrði geta
myndast mjög eldfim gasefni
sem geta valdið eldsvoða.
-EKÁ
Brotist inn
til gullsmiðs
Ættleiöingum frá Kína frestaö vegna HABL:
íslendingar bíða efflr kínverskum börnum
Óvissa ríkir um ættleiðingar
íslenskra foreldra á börnum frá
Kína eftir að kínversk yfirvöld
frestuðu ótímabundið öllum ætt-
leiðingum barna til útlanda.
Frestunin er gerð til að reyna að
stemma stigu við útbreiðslu
bráðalungnabólgunnar HABL.
Óttast var að tilvonandi foreldr-
ar kynnu að komast í tæri við
sjúkdóminn er þeir sæktu böm-
in og breiddu hana svo út.
Margir íslendingar bíða eftir
ættleiðingu frá Kína. Ættleiðing-
ar þaðan hófust á síðasta ári en
þær hafa engar verið það sem af
er þessu ári. Félagið íslensk ætt-
leiðing hefur milligöngu um ætt-
leiðingar frá útlöndum, meðal
annars frá Kína. Guðrún Sveins-
dóttir, starfsmaður félagsins,
segir ættleiðingar frá Kína vera
í biðstöðu um sinn hér líkt og
annars staðar.
„Það er ekkert hægt að segja
um áhrifm á þessari stundu.
Biðin gæti orðið hálfur mánuður
en hún gæti líka orðið lengri."
Aðspurð segir Guðrún að ekki
sé um það að ræða á þessari
stundu að leita annað til ættleið-
inga, þessi mál séu í eðli sínu
viðkvæm og fara verði varlega.
Þróun mála í Kína verði að
liggja fyrir áður en nokkur
ákvörðun verði tekin. Kínversk
stjómvöld standi sig vel í ætt-
leiðingum og samstarf við þau
hafi verið gott.
Guðrún segir enga tilvonandi
foreldra hafa hætt við ættleið-
ingu frá Kína af þessum sökum
og fólk taki töfinni með rósemd.
„Það langar auðvitað alla að
sækja barnið sitt sem fyrst. En
fólk tekur þessu af skynsemi.
Það veit að það er ekki að nauð-
synjalausu sem verið er að
reyna að hindra útbreiðslu
þessa sjúkdóms. Auk þess eru
þessi mál búin að vera í fréttum
svo lengi að fólk hefur haft tíma
til að átta sig á hlutunum og
kannski átt von á því að komið
gæti til þessa úrræðis kín-
verskra yfirvalda." -fin
Tilkynnt var um innbrot í
fyrirtæki á Skólavörðustígnum
klukkan hálfþrjú í nótt. Reynt
hafði verið að brjótast inn í
gullsmíðaverslun og þegar lög-
reglan kom á staðinn var við-
vörunarkerfið í gangi og rúða
brotin. Sá sem var þama á ferð
komst undan en hann haföi
reynt að skrúfa niður rimla í
versluninni en svo virðist sem
honum hafi ekki gefist tími til
að stela neinu áður en hann
lagöi á flótta.
-EKÁ
Panta á netinu: www.smaan.is pv