Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 27
51 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 I>V Tilvera Sæbjörn Jónsson stjórnar Stórsveit Reykjavíkur á ný: Hætd ekkí að brosa í norðanáttina þó á mófl Mási „Á sama hátt og Sinfóníu- hljómsveit íslands er flaggskip tónskáldatónlistar í landinu er Stórsveit Reykjavíkur flaggskip djassins. Þar leika margir helstu djassleikarar okkar og þar læra hinir yngri listina af þeim eldri“, skrifar Vemharður Linn- et með nýrri plötu Stórsveitar Reykjavíkur, í Reykjavíkurborg, sem er öimur plata hljómsveitar- innar sem stöðug heftir verið að festa sig í sessi í tónlistalífi landsins og haldið marga eftir- minnilega tónleika. Og Vern- harður heldur áfram eftir að hafa rakið feril stórsveita á ís- landi: „Einn var þó sá maðin- sem fannst að þjóðin gæti ekki búið við stórsveitarleysi. Hann hafði unnið brautryðjendastarf í stórsveitarmenningunni. Stofn- aði og stjómaði einni slíkri inn- an Lúðrasveitarinnar Svans, þar innanborðs var einn af braut- ryðjendiun djassins á íslandi, Sveinn Ólafsson saxófónleikari. Hann stofnaði stórsveit í Tón- menntaskóla Reykjavíkur og seinna komu þaðan margir liðs- menn Stórsveitar Reykjavíkur. Þetta var eldhuginn Sæbjörn Jónsson." Sæbjörn Jónsson var tákn Stórsveitar Reykjavíkur í mörg ár en hætti að stjórna sveitinni vegna veikinda fyrir fáum árum. Plata með Reykjavíkurlögum var draumaverkefni hans og fannst öllum að ekki kæmi til greina annar en hann til að stjórna sveitinni í þessum lögum sem nú eru komin út á plötu. Sæbjöm mun einnig stjóma Sór- sveitinni á útgáfutónleikum sem verða í Ráðhúsi Reykjavíkur, 24 maí og þar verða öll lögin á plöt- unni flutt. „Það hefur verið gamall draumur hjá mér að gefa út plötu með Stórsveitinni þar sem eingöngu væru lög sem tengdust Reykjavík," segir Sæbjöm. „Lög- in sem allir kunna og geta sung- ið voru fyrir hendi, en útsetning- ar ekki til. Það þurfti því að út- setja þau fyrir hljómsveitina. Og til þess fékk ég einn af stofnend- um sveitarinnar, Veigar Mar- geirsson, fyrrum trompetleikar- ar, sem nú býr í Hollywood og semur og útsetur kvikmyndatón- list. Við vorum síðan að mestu í fjarsambandi í gegnum tölvur og eins og hans var von og vísa eru útsetningarnar frábærar og henta vel hljómsveitinni og gestasöngvurum sem eru nokkr- ir og þekktir. Þannig að draum- ur minn um að Stórsveit Reykja- víkur flytti Reykjavíkurlög á plötu hefur ræst.“ Sæbjörn er spurður hvort hann komi til með að stjórna Stórsveit Reykjavíkur áfram: „Ég er hættur. Það að ég hafi aft- ur verið kallaður til starfa kom til að því að ég var alltaf með þetta verkefni í maganum og þegar ég hætti vegna veikinda minna þá var þetta verkefni komiö af stað og Veigar byrjað- ur að útsetja. Reykjavíkurborg, sem er okkar aðalstuðningsaðili og er í raun ábyrg fyrir því aö Stórsveit Reykjavíkur er til, ásamt Samskipum og Sjó- vá-Almennum, sem einnig styrkja okkur, sýndi verk- inu áhuga og studdi okkur í gerð plötunnar. Þegar við svo leituðum til Skífunnar um samstarf fóru hlutim- ar að ganga. Það er dýrt að gefa út plötu með fjöl- mennri hljómsveit og viö A þurftum nauðsynlega á út- gefanda að halda og tóku þeir okkur sérlega vel hjá Skífunni. Þegar svo kom að upptökum þá var farið fram á þaö við mig aö ég stjórnaði hljómsveitinni ef ég treysti mér til. Ég gat að sjálfsögðu ekki skorast undan og mun síð- an stjórna hljómsveitinni á út- gáfutónleikunum í Ráðhúsinu. Annars hef ég aldrei hætt hjá Stórsveitinni þó ég hafi hætt að stjóma henni. Það þarf mann í að halda utan um nótnasafnið og annð ^ smálegt og hef ég séð um slíkt. Og þótt heilsan sé bág- borin þá þýöir ekkert að væla. Ég hætti ekki aö brosa í norðanáttina þótt á móti blási.“ Sæbjörn hefur mikla trú á framtíð Stórsveitar Reykja- víkur: „Þetta er samstilltur hópur snillinga og fjórir hafa verið með frá stofnun hennar, 1992. Eftir að ég hætti hafa þekktir erlendir stjórnend- ur komið og haldið tónleika og hafa þeir styrkt sveitina um leið og þeir hafa lýst yfir gæðum henn- ar. Það er öruggt að hljómsveitin er komin til að vera sem atvinnu- mannahljómsveit þótt kaupið sé ekki hátt.“ -HK Sæbjörn Jónsson Stjórnar Stórsveit Reykjavíkur á nýrri plötu sem heitir í Reykjavíkurborg og á útgáfutónleikum í Ráöhúsi Reykjavíkur. REUTER&MYND Sundfatatískan í Astralíu Sundföt voru í öndvegi um daginn á tískuvikunni í Sydney í Ástralíu þar sem á sjöunda tug hönnuöa frá Ástraiíu, Nýja-Sjálandi og Asíulöndum sýndi afuröir sínar. Þessi fallegi sundbolur er eftir hönnuöinn Azzolini. Auglýsingadeild 550 5720 Augíýsendur athugið Sérblað um ferðir innanlands fylgir Magasíni fimmtu- daginn 5. júní - 82 þús. eintök. Meðal efnis: FerSir fyrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afjareying og skemmtun • Hópunktar • HvaS er aö gerast í sumar? • Utivist • GönguferSir • LeiSsögn • HestaferSir - bótsferSir - fjalla- og jeppaferðir og margt annað fróðlegt og skemmtilegt. Skilafrestur auglýsinga er 2. júní Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is Kata, b. s. 550-5733, kata@dv.is Margrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.