Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003_______________________________________________ DV_____________________________________________________________________________________________Menning „Ef fólk kemur til mín og veit ekki hvaö það á aö gera af því aö foringinn er farinn - eins og þegar eru ‘dæmi ym - þá hlýt ég aö svara fyrirspurnum þess heiöarlega.“ ■■■ 1 « Eddu. Sérðu þér leik á borði að ná höfundum frá Eddu eða Máli og menningu sem þú hefur áhuga á? „Bókaútgáfa er lojal bisniss," slettir Snæbjörn. „Alla vega hefur alltaf verið passað upp á það milli Máls og menningar og Bjarts að stíga ekki á tær. Ég fer ekki til þeirra sem mig langar til að gefa út og býð þeim að koma. En ef fólk kemur til mín og veit ekki hvað _það á að gera af því að foringinn er farinn - eins og þegar eru dæmi um - þá hlýt ég að svara fyrir- spurnum þess heiðarlega.“ - Ertu tilbúinn að stækka Bjart? „Nei, ekki meira en orðið er. Við erum komin alveg upp í þak með skáldsögur á íslensku og ís- lenska höfunda. í ár gefum við út milli 35 og 40 bækur með vor- bókaflóðinu, þar af eru íslensk skáldverk 12-15 og við erum bara tveir fastir starfsmenn. Ef maður ætlar að sinna þessu sæmilega mega bækurnar ekki verða fleiri og okkur langar ekkert til að verða stórt forlag. Maður verður að hafa fókus á höfundum ef áhugi er á að koma þeim áfram og ef þeir eiga að vera þokkalega ánægðir hjá manni.“ Snæbjörn Arngrímsson stofnar dótturforlag í Danmörku til aö gefa út framsæknar þýðingar: Framlenging á handlegg Bjarts Voriö er venjulega ekki viöburðaríkur tími í bókabransanum en þetta vor er sannarlega undantekning. Sama dag- inn og fréttir berast úr risaforlaginu Eddu aö Halldór Guðmundsson, einn reyndasti og virtasti bókmenntaútgef- andi landsins, sé á förum þaöan, sendir putaforlagið Bjartur frá sér skeyti þess efnis aö það sé aö fœra út kvíarnar til Danmerkur. Nákvæmlega er fréttin þannig að danski Bjartur heiti Ferdinand og taki til starfa í haust með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn. Þegar hefur verið gerður samningur um að gefa út á dönsku skáldsöguna DaVinci Code eftir Dan Brown. Þetta er æsispennandi saga sem situr nú við topp New York Times met- sölulistans og hefur setið þar síðustu 7 vikur. Hyggst Ferdinand endurtaka þá ferð upp á topp danskra metsölulista. Samnýting á vinnu „Ferdinand mun framleiða bækurnar hér á landi nema þær verða prentaðar í Danmörku," segir Snæbjörn Amgrímsson hjá Bjarti. „Við prentum mikið í Danmörku nú þegar eins og flestir útgefendur. í Kaupmannahöfn verðum við bara með einn starfsmann sem sér um dreifingu og markaðsmál. Þetta verður spegil- mynd af Bjarti, lítið forlag með ákveðna stefnu, og við vonumst til að geta búið til ákveðinn stimpil á bækur, framsæknar þýð- ingar fyrst og fremst. Nú er til dæmis saga Dai Sijie, Balzac og kínverska saumastúlkan, að slá í gegn í Danmörku, ári á eftir íslandi. Það hefði verið gaman ef við hefðum fengið danska réttinn á henni þá en okkur datt það bara ekki í hug. í haust ætlum við að gefa út hér heima bókina Lion Boy, frábæra sögu sem er örugg með vinsældir - allir bítast um hana og Spiel- berg ætlar að gera myndina ... Þegar ég samdi um hana datt mér í hug að fá líka rétt til að gefa hana út í Danmörku en hikaði of lengi og missti af henni. Hugsunin er sem sagt sú að nota aðstöðuna hérna heima fyrir bæði forlögin þannig að Ferdinand verður bara framlenging á handlegg Bjarts,“ heldur Snæbjörn áfram. „Við ætlum ekki að gefa út bækur frumsamdar á dönsku sem myndi kosta okkur starfsmann í ritstjórn þar, við ætlum ekki einu sinni að koma okkur upp fínni skrifstofu. Yfirbyggingin verður bara í Reykjavík. Þar verða gefnar út sömu þýðing- ar og hér þannig að það verður samnýting á vinnunni við að finna bækur til útgáfu. Þetta er hagræðing." Fókusinn þarf að vera góður - Nú er ólga í útgáfubransanum á íslandi vegna brottfarar Halldórs Guðmundssonar frá Fimm á bókmenntahátíð Snæbjörn hefur verið útgefandi í 13 ár og var lengi vel aleinn í baráttunni. Það var mik- ið púl fyrir fremur lélegt kaup. Hvað sér hann við þennan bransa? „Við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af peningum núna, ekki meðan við höfum Harry Potter," leiðréttir hann. „Við megum auðvitað ekki dreifa því fé í allar áttir en við lepjum ekki dauðann úr skel. Ja, þú spyrð hvað ég sjái við bransann - hann er alla vega skemmtilegri en að prenta munstur á klósettrúllur!" - Hvað er mest gaman? „Vinnan með höfundum - og að koma bók- unum út ef maður hefur bullandi trú á þeim. Svo er gaman að finna góðar erlendar bækur, koma á framfæri höfundum eins og Rupert Thomson og Murakami." Bjartur „á“ eina fimm af höfundunum sem koma á bókmenntahátíð í haust, Yann Martel, Hanif Kureishi, Judith Hermann, Haruki Murakami og Jan Sonnergaard. Það er ekki lít- ið. Og nú er sem sagt meiningin að færa út kví- amar. - Stefnirðu að heimsyfirráðum? „Já, já,“ segir Snæbjörn hlýðinn en skiptir svo um skoðun: „Nei, ég er bara að reyna að auka lífslíkur forlagsins. Dreifa eggjunum á fleiri körfur. Harry Potter er búinn eftir flögur ár. Það yrði fínt að selja Dan Brown í 30 þús- und eintökum í Danmörku, við getum lifað þrjú ár á því!“ „Glæpasaga í hæsta gæðaflokki“ - danskir fjölmiðlar lofa Mýrina eftir Arnald Indriðason Mýrin eftir Arnald Indriðason kom út í Dan- mörku fyrir nokkrum vikum í þýðingu Kims Lembeks (sem líka þýddi 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason) og hafa að undanfómu birst lofsamlegar umsagnir um hana í þarlend- um fjölmiðlum. Bókin kom fyrst út hjá Vöku- Helgafelli árið 2000 og var í fyrra valin besta glæpasagan á Norðurlöndunum. Fyrir það hlaut hún Glerlykilinn svonefnda sem er mik- il viðurkenning því grannþjóðir okkar eru eng- ir aukvisar þegar kemur að ritun glæpa- og spennusagna. Meistaralega úthugsuð flétta Gagnrýnandi Weekendavisen, Katinka Bruhn, segir í upphafi greinar sinnar að Mýr- in sé glæpasaga í hæsta glæpaflokki. Mýrin hefur, að mati hennar, „allt það til að bera sem hjörtu glæpasagnalesenda þrá - blæbrigðaríka persónusköpun, meistaralega úthugsaða fléttu - og það var fullkomlega verðskuldað að skáldsagan var kjörin besta norræna glæpa- sagan í fyrra - til hamingju." „Arnaldur Indriðason hefur tilfinningu fyrir morðum,“ segir Connie Bork í Politiken og heldur áfram: „en hann hefur einnig tilfínningu fyrir orð- um, og fyrst við erum að tala um tungumálið, þá fljóta menn venjulega með straumnum því það er ein- faldast. En það koma augnablik þegar mönnum er mjög brugðið, þeir eru niðurdregnir eða örvænt- ingarfullir, þegar menn lenda á skjön. Og orðin skreppa út úr okkur meira sem kvak en tungumál. Það er þetta snubbótta tungu- mál sem Arnaldin Indriða- son nær að fanga.“ Síðan segir gagnrýnandinn: „Það sem gerir þessa glæpasögu að frábærri afþreyingu er Arnaldur Indriðason Viöurkenndur bæöi heima og er- lendis. að hún er í senn kjaftfor og mann- leg. Því í henni er beinn þráður, allt frá fyrsta sársaukaandvarpinu til háværrar tjáningar harmleiks og mannlegar mæðu, sem í lokin stendur meitlaður inn í íslenska rigningu." í Information segir Peter Durr- feld: „Sviðið er regnvot Reykjavík, það er dimmt og drungalegt haust og hrifnir íslandsfarar (þ. á m. þessi gagnrýnandi) sem vonast kannski eftir fögrum náttúrulýs- ingum og hugljúfum norrænum skáldskap geta gleymt öllu slíku.“ Hann segir síðan að spennan setj- ist að í vitum lesandans og heldur áfram: „Mýrin er, eins og menn munu komast að, ekki bók fyrir viðkvæmar sálir heldur kaldur og brimsaltur biti frá sögueyjunni, og alveg fjári vel saman settur og skrifaður. Og að því er virðist ákaflega vel þýddur." Bækur breyta Aðdáendur hinnar in- dælu skáldsögu Balzac og kínverska saumastúlkan - sem Bjartur gaf út í fyrra og lítillega er nefnd í viðtal- inu við Snæbjörn hér til hliðar - geta glaðst yfír því að höfundurinn Dai Sijie, sem aðallega er kvik- myndagerðarmaður, hefur gert bíómynd eftir bókinni sinni: Balzac et la petite tailleuse chin- oise. Ekki hefur fengist leyfi til að sýna myndina í Kína en bókin mun koma þar út á næstunni. Við höfum fengið bókina og kannski fáum við einhvern tíma að sjá myndina ... Söguna byggir Sijie á eigin reynslu, því hann var - eins og sögumaðurinn í bókinni - sendur í endurhæfingu út að ystu mörkum hins víðfeðma ríkis á tímum menningarbyltingar Maós for- manns. í nýlegu viðtali við Week- endavisen í Danmörku segir Sijie að litla saumastúlkan, sem þeir fé- lagar hrífast af í bókinni, hafi í raun og veru verið bóndi og ekki eins fógur og sagan segir. „En vin- ur minn varð yfir sig ástfanginn af henni og las upphátt fyrir hana,“ segir hann, alveg eins og gerist í bókinni. „Hún elskaði Balzac,“ bætir hann við. „Ég hélt ekkert upp á hann, uppáhaldið mitt var Gogol og ég furðaði mig oft á ást hennar á Balzac." Eins og þeir vita sem hafa lesið bókina verða kynni litlu sauma- stúlkunnar af Balzac til þess að hún yfirgefur þorpið sitt og ást- mann og heldur út í heim í leit að frægð og frama. Svo sterk áhrif hefur franski 19. aldar höfundur- inn á hana. Bækur breyta nefni- lega lífi fólks. Ólafur um Jón Fyrsta fréttin um íslenska skáldsögu á haustmarkaði kom frá JPV út- gáfu fyrir helgi. Hún ætlar að gefa út stóra sögulega skáld- sögu eftir Ólaf Gunnarsson sem ber heitið Öxin og jörðin. „Öxin og jörðin geyma þá best.“ Þessi fleygu orð, sem eignuð eru síra Jóni Bjamasyni, réðu í senn örlögum Hólabiskups og sona hans og íslensku þjóðarinnar um miðja sextándu öld. Að morgni 7. nóvem- ber árið 1550 var Jón Arason bisk- up hálshöggvinn ásamt sonum sín- um tveimur, Birni og Ara. Með þessu grimmdarlega ofbeldisverki hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska kon- ungsvaldinu á íslandi. í frétt frá forlaginu segir að Öxin og jörðin sé söguleg skáldsaga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem stórbrotnar persónur stíga ljós- lifandi fram úr þoku fortíðar. Nokkur söguleg rit hafa verið skrif- uð um Jón sérstaklega en helsta skáldritið um hann skrifaði Gunn- ar Gunnarsson. Skáldsaga hans, Jón Arason, kom út á dönsku 1930 en á íslensku 1948 í þýðingu hans sjálfs. Bók Gunnars þykir heldur rassþung af sögulegum staðreynd- um sem hann stóðst ekki mátið að koma að, altént ekki meðal hans bestu skáldsagna, og verður afar spennandi að sjá hvernig Ólafur fer með þetta mergmikla söguefni. Ólafur Gunnarsson er þekktastur fyrir þríleikinn Tröllakirkju (1992), Blóðakur (1996) og Vetrarferðina (1999), og hafa tvær hinar fyrstu líka komið út á ensku. En hann hóf feril sinn á ljóðum eins og ekki er óalgengt. Ljóðabókin Ljóð kom út 1970 þegar höfundur var aðeins 22 ára. Fyrsta skáldsagan var hin eft- irminnilega Milljón prósent menn (1978). Á kistan.is má sjá þá viðbót að kvikmyndaréttur hafi verið seld- ur á Tröllakirkju og verið sé að íhuga sjónvarpsseríu byggða á Blóðakri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.