Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 Vöknuðu með bíl ofan á sér Ekið var yfir par í tjaldi á Ak- ureyri um helgina. Parið var flutt á sjúkrhús. Ung kona ók bíl sínum yfir tjald á tjaldstæðinu við Þór- unnarstræti á Akureyri. Atvik- ið átti sér stað snemma í gær- morgun og mun unga konan hafa verið á leið frá tjaldstæð- inu.Ekki vildi betur til en svo að þegar hún ræsti bílinn þá gleymdi hún að setja í hlut- lausan gír. Bíllinn hökti því á nokkrum hraða yfir nærliggj- andi tjald þar sem ungt par svaf værum svefni. Þau vökn- uðu við ósköpin en gátu sig lítt hreyft enda föst í tjaldinu sem var fast undir bílnum. Parið var flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum þeirra en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Unga stúlkan á bílnum og parið í tjaldinu eru vinir. Mjög erilsamt var hjá lög- reglu á Akureyri um helgina; margir gestir, einkum í kring- um hina árlegu spyrnukeppni Bílaklúbbs Akureyrar. Sport- bílar voru algeng sjón um all- an bæ og að sögn íbúa var mikið um að menn færu í spyrnukeppni,einkum upp Gilið, en þar sáust oftar en einu sinni bílar sem fóru geyst upp bratta brekkuna. TJALDLÍF: Svefn manns og konu var rofinn þegar bíll ók yfir tjald þeirra á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri. DV-mynd Ægir Enn einn eldsvoðinn að Vatnsstíg 11 Húsvörðurinn sýndi snar- ræði og slökkti eldinn Dyramotta í innganginum á Vatnsstíg 11 logaði glatt þegar húsvörðinn, Jón Ómar Jóhannsson, bar að seint á laugardagskvöldið. Hann réði niðurlögum eldsins. Einn er grunaður um verkn- aðinn. „Það var hringt í mig á ellefta tímanum og mér tjáð að eldur væri laus við útihurð. Ég var staddur úti í bæ en hentist þegar í stað inn í bíl og náði að koma fyrstur á vett- vang. Ég sá strax að dyramottan við kjallaradyrnar logaði glatt og gerði þegar viðvart um eldinn," segir Jón Ómar Jóhannsson, hús- vörður að Vatnsstíg 11, þegar hann lýsir aðkomunni að húsinu seint á laugardagskvöld. íbúum var vissulega brugðið við eldinn en þegar þeim varð Ijóst að hættunni hafði verið afstýrt urðu menn ró- legir og gengu til íbúða sinna. Atburðarásin var hröð að sögn Jóns Ómars en hann hljóp þegar til og sótti vatnsslöngu í næsta gang. „Eg dró slönguna og opnaði dyrn- ar á ný niður í kjallarann. Það gekk vel að slökkva en reykur var tölu- vert mikill; einkum vegna plast- dúksins sem liggur undir mott- unni,“ segir Jón Ómar. Brunabjöllur ómuðu um allt hús en alls búa um 20 manns í húsinu að Vatnsstíg 11. Húsið er leiguhús- næði Félagsþjónustunnar og hefur Jón Ómar gegnt húsvarðarstarfi þar í um tvo áratugi. Þetta er ekki fyrsti eldsvoðinn sem hann upplif- ir í húsinu en hann segir töluvert ELDSVOÐI: Dyramottan logaði glatt þegar húsvörðinn bar og töluverður reykur var í.ganginum. (búarnir sluppu ómeiddir. DV-myndir Karl fyrir stórtjón í húsinu. fbúurn í húsinu hefur farið fækkandi að undanförnu en Fé- lagsþjónustan missir leigusamn- ing sinn um næstu áramót. Jafnvel er stefnt að því að allir fbúarnir verði fluttir burt á haustdögum. arndis@dv. is Mikil ölvun og ólæti á Akureyri um helgina: Fékk glóðarauga í afmælisgjöf Ungur maður varð fyrir harkalegri líkamsárás í mið- bæ Akureyrar á laugardags- kvöld. Hann missti meðvit- und og var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið. Árásin hef- ur verið kærð til lögreglu. Árásin var gerð við Nætursöluna en ungi maðurinn, Arnar Ari Lúð- víksson, var þar á gangi ásamt félaga „Þetta er eins með mig og Che, en við eigum sama afmælisdag, að maður lendir í mótbyr í lífinu sínum. Þeir voru að fagna 22 ára af- mæli Amars. Skyndilega ræðst karl- maður á Arnar Ara og slær hann í götuna fyrirvaralaust. Arnar Ari missti meðvitund við höggið og vaknaði ekki fyrr en hann var kom- inn á Fjórðungssjúkrahúsið. Vitni voru að árásinni og ber þeimsaman um að árásarmaðurinn hafi sparkað nokkrum sinnum í Arnar Ara þar sem hann lá í götunni og gat enga björg sér veitt. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og fluttur í fangaklefa lögreglunnar. Hann var látinn sofa úr sér og var tekin skýrsla af honum í gær. „Þetta er eins með mig og Che, en við eigum sama afmælisdag, að maður lendir í mótbyr í lífinu," sagði Arnar í samtali við DV í gær- kvöld. Hann hyggst leggja fram kæru gegn árásarmanninum í dag. akureyri@dv.is BLÁR OG MARINN: Arnar Ari Lúðvlks- son er með stærðar glóðarauga eftir árás sem hann varð fyrir um helgina. DV-mynd Ægir Á VETTVANGI: Slökkvilið og lögregla komu á vettvang en þá var mesta starfinu lokið. um liðið frá því síðast kviknaði í. Fyrir mestu sé að enginn skyldi slasast í brunanum. Sjálfur starfar Jón Ómar sem öryggisvörður og kann því til verka þegar hætta steðjar að. „íbúum var vissulega brugðið við eldinn en þegar þeim varð ljóst að hættunni hafði verið afstýrt urðu menn rólegir og gengu til íbúða sinna," segir Jón Ómar. Öryggisverðir Securitas komu skömmu á eftir húsverðinum á staðinn og í kjölfarið lögregla og slökkvilið. Þá var búið að ráða nið- urlögum eldsins sem íyrr segir. Taiið er lfklegt að um íkveikju sé að ræða. Jón Ómar segir húsið ávallt læst á kvöldin en hugsanlegt er að einhver hafi kastað logandi glóð inn um bréfalúguna. Lög- reglurannsókn á eldsupptökum stendur nú yfir en samkvæmt heimildum DV hefur lögregla einn mann grunaðan um að vera valdur að brunanum. Eldsvoðinn á laugardag er ekki sá fyrsti sem kemur upp að Vatns- stíg 11 en undanfarin ár hefur slökkvilið oft verið kvatt að hús- inu. Fullkomnu brunavarnarkerfi var komið upp í húsinu fyrir fáein- ELDAR Á VATNSSTÍG Ágúst 2001 Átján íbúðir rýmdar eftir að eldur kom upp í (búð á l.hæð.Tveir fluttir á sjúkrahús með reykeitrun. Mars 2000 Kona, búsett (húsinu, fær reykeitr- un eftir að eldur kom upp í íbúð hennar. Hún mun hafa gleymt potti á eldavél. September 1998 Aðfaranótt 5.september kviknaði tvisvar (húsinu og í seinna skiptið varð sprenging á efstu hæð. Þrem- ur íbúum var bjargað af svölum. Einn var lagður inn á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Aðfaranótt 6. september blossaði eldur aftur upp (húsinu. Húsið var rýmt en slökkvistarf gekk greið- lega. 10. september er greint frá þvf að þritugur maður hafi verið úrskurð- aður i gæsluvarðhald vegna gruns um (kveikjurnar. um árum og segir Jón Ómar engan vafa leika á að það hafi komið í veg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.