Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 30
46 TILVERA MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 Sex Pistols á tónleikaferðalag Öldnu pönkhetjurnar ÍThe Sex Pistols munu fara á hljómleika- ferðalag um Bandaríkin seinna í sumar.Tvennir tónleikar hafa verið bókaðir og búast má við fleiri á næstunni.Söngvarinn John Lydon (Johnny Rotten) tók það þó skýrt fram í nýlegu viðtali að ekki standi til að semja eða taka upp nýtt efni. Allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar verða með á þess- um tónleikum, þar á meðal Glen Matlock bassaleikari sem var í sveitinni áður en Sid Vici- ous gekk í hana.Sex Pistols var endurvakin árið 1996 og fór þá (hljómleikaferðalag um Bret- land og í fyrra komu þeir fram á tónleikum sem voru á sama tíma og valdaafmæli Breta- drottningar var fagnað. Zwan aflýsir Nýja bandið hans Billy Corgan hefur hætt við alla tónleika sem fyrirhugaðir voru í Evrópu á næstunni.Zwan átti meðal annars að koma fram á Hró- arskelduhátlðinni og Glaston- bury en af því verður ekki. Einu ástæðumar,sem til þessa hafa verið gefnar fyrir þessari ákvörðun,eru að hún hafi verið tekin af„fjölskylduástæðum". Queen með fiðring í tánum Eftirlifandi meðlimir Queen hafa undanfarið unnið að þvíað setja saman DVD-útgáfu af Live at Wembley-plötunni frá 1986.Það yirðist hafa kveikt í þeim því Bri- an May gítarleikari sagði ísam- tali við Rolling Stone að ekki væri útilokað að sveitin myndi fara á tónleikaferðalag á næst- unni.„Við nálgumst þá hug- mynd," sagði RogerTaylor trommari og May tók undir það og sagði þá hugsa um það dag- lega. Það verður augljóslega erfitt fyrir þá að finna eftirmann Freddy Mercury sem lést af völd- um alnæmis árið 1992. Segjast þeir félagar væntanlega myndu notast við nokkra söngvara og hafa nöfn eins og Robbie Willi- ams,George Michael og Elton John heyrst í þvísambandi. Humar eða frægð Síðastliðið föstudagskvöld voru opnaðar þrjár sýningar á vegum Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsinu. Nefndust þær Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í al- þjóðlega samtímalist á íslandi og Erró - Stríð. Aldrei þessu vant var það ekki Erró-sýningin sem vakti hvað mesta forvitni hjá sýningar- gestum heldur Smekkleysusýning- in, sem var skemmtilega uppsett og forvitnileg. Það hefur margt drifíð á dagana sem er í frásögur færandi á þeim 16 árum sem Smekkleysa hef- ur starfað og minningarnar eru margar. Á sýningunni var hægt að fá innsýn í líf þeirra sem segja má að hafi skapað framsækna popptónlist á íslandi og margir af þeim voru mættir á sýninguna og eflaust rifíuðust upp margar minn- ingar. ÁHUGASAMAR: Það leynir sér ekki áhuginn í svip Dfönu Bjarnadóttur og Evu Daggar þar sem þær skoða bók á sýningunni í Hafnarhúsinu. SKALAÐ: Halldóra Geirharðsdóttir og Rebekka Sigurðardóttir voru í hópi fjöl- margra sýningargesta í Hafnarhúsinu. ÞR(R GÓÐIR SAMAN: Þeir Ingi Sigurðsson, Hlynur Stefánsson og Birkir Kristinsson voru í aðalhlutverkum á Hásteinsvelli um helgina en þó ekki (sama liðinu eins og oft áður því Hlynur leikur nú með KFS. DV-myndÓmar Ættarmót í Eyjum Liði ÍBV héldu engin „fjöl- skyldu"bönd á föstudagskvöld þegar liðið mætti hinu Eyjalið- inu KFS í VISA bikamum. Loka- tölur urðu 4-0 fyrir þvf sem kalla má nýju kynslóðinni í Eyjum en KFS er að mestu skipað gömlum leikmönnum ÍBV. Þá má segja að um hálfgert ættarmót hafi verið að ræða þar sem í leiknum mættust bræð- urnir Steingrímur (ÍBV) og Lúð- vík Jóhannesson (KFS), en bræður þeirra Hjalti (ÍBV) og Sæþór (KFS) léku ekki með lið- um sínum í þessum leik. Þá mættust einnig bræðurnir Bjarni Geir (ÍBV) og Sindri (KFS) en faðir þeirra, Viðar Elíasson, er formaður knattspyrnudeildar I'BV. Fyrirliðar liðanna voru þeir Birkir Kristinsson (ÍBV) og Hlyn- ur Stefánsson (KFS) en saman mynduðu þeir eina sterkustu varnarlínu landsins á sínum tíma. í leikmannahópi KFS voru tólf fyrrverandi leikmenn ÍBV en níu þeirra voru í byrjunarliðinu. Þá lék bæjarstjórinn sjálfur, Ingi Sigurðsson, sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar. tWlíSllfllISlM 513 2525 HXW*ail>:SlÍI 2150-153, íllV 281,283 06 28« vmmnsstfilur lausardasmn 14. júní 2) 13j 181 26) 33) "^^mtJér Nm/ ¦****#* ~'***m*r '^mttr Jðkertölur vlkunnar TROMPETLEIKARINN: Snemma beyg- ist krókurinn er setning sem kom upp í hugann þegar sonur Einars Amar Bene- diktssonar, Hrafnkell Flóki, dró upp trompet föður slns og hóf leik. MTTi JUllatá miösikudogum I Vinnlngsldltii mi&vttcudaginn I ll.júní A&altölui Bónustölur .,-^Bl. æ Vét \#^ ^Hr , Jokertölur vikunnar Eyrnagöt Nýjung Framþróun í eyrnagatagerð Rakarstofan Klapparstíg Sími 551 3010 ) TILBÚINN: Myndin er tekin fyrir utan Hotel Dangelterre þegar Bruce Soringsteen hélt til Parken þar sem tónleikarir voru DV-mynd Eggert. Brúsi í Kaupmannahöfn Ein stærsta poppstjarna samtím- ans, Bruce Springsteen, hefur end- urvakið hljómsveit sína- E Street Band og er nú á tónleikaferð um Evrópu og Bandarikin. Þó langt sé um liðið frá því Springsteen hélt tónleika í Evrópu hafa aðdáendur hans ekki gleymt honum og flykkj- ast á tónleika hans. í rúman mánuð hefur hann verið á ferð um Evrópu, leikið á Spáni, ítalíu, Bretlandseyj- um og Þýskalandi. Til Danmerkur kom hann frá Hamborg þar sem rigndi á kappann. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónleikarnir þættu takast vel. Það var ekkert slfkt til fyrirstöðu í Kaupmannahöfh þegar Springsteen hélt tónleika fyrir 46.000 manns í Parken í gærdag. Blíðskaparveður var og Springsteen renndi sér í gegnum lagasafn sitt, byrjaði á Born in the USA og síðan kom hver smell- urinn á fætur öðrum. í lok tónleik- anna sagðist hann því miður ekki getað leikið öll óskalögin en hér koma tvö sem þið hafið mikið verið að biðja um og síðan renndi hann sér í gegnum Dancing in the Dark og endaði á Glory Days. Höfðu þá tón- leikarnir staðið í rúma þrjá klukku- tíma. í kvöld og annað kvöld heldur Springsteen tónleika í Helsinki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.