Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Side 16
16 SKOÐUN MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 v ■----------------------------——— ;------ Samkeppni um nemendur Á undanförnum árum hefur ríkt blóma- skeið í íslensku háskólalífi. Gróska, kraftur, sköpunargáfa og þekking hafa verið leyst úr læðingi með samkeppni milli skóla. I skýrslu Verslunarráðs íslands um valfrelsi í grunn- skólum er réttilega bent á að uppganginn í háskólalífinu megi fyrst og fremst rekja til háskólalaga sem sett voru árið 1997 í tíð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra: „Með nýjum lögum var hleypt lífi í háskólastarfsemina. Minni há- skólar tóku til starfa og veittu Háskóla fs- lands nokkra samkeppni og samanburður milli háskóla varð mögulegur. Nú eru fleiri nemendur í háskólum en nokkru sinni fyrr sem skýrist fyrst og fremst með aukinni fjöl- breytni. Mismunandi skólar ná að sinna mun betur en áður mismunandi einstak- lingum.“ íslendingar eiga alla möguleika á því að leysa úr læðingi svipaða krafta innan grunn- skólans og hleypt hafa lífi í háskólana. Með því að leyfa fjölbreytni og stuðla að heil- brigðri samkeppni milli grunnskóla er hægt að stuðla að vexti og viðgangi öflugasta menntakerfis í heimi. Markmiðið er háleitt en langt frá því að vera utan seilingar. Á komandi árum og áratugum verður eitt helsta verkefni Islendinga að byggja upp og þróa menntakerfið. Arðbær fjárfesting í menntun er ekki innantómt slagorð heldur forsenda þess að Island verði áfram í hópi efnuðustu þjóða heims. Aukið fjármagn skiptir litlu ef ekki er leitað allra leiða til að nýta það fjármagn sem rennur til menntun- ar á sem hagkvæmastan hátt. Útboð á rekstri skóla er góð og skynsamleg leið að því marki. Á komandi árum og áratugum verður eitt helsta verkefni íslend- inga að byggja upp og þróa menntakerfið. Arðbær fjárfesting í menntun er ekki innantómt slagorð heldur forsenda þess að ísland verði áfram í hópi efnuðustu þjóða heims. Aukið fjármagn skiptir litlu efekki er leitað allra leiða til að nýta það fjármagn sem rennur til menntunar á sem hagkvæmastan hátt. Verslunarráð íslands bendir á í skýrslu sinni að einkaskólar standi opinberum grunnskólum ekki jafnfætis og að nauðsyn- legt sé að jafna aðstöðu skólanna. En um leið leggur ráðið áherslu á að sveitarfélögum verði gefið aukið svigrúm til að hafa áhrif á stjórnun og rekstur skóla á þeirra vegum. Um leið leggur Verslunarráð til að hverfa- skipting grunnskóla verði afnumin og að landið verði eitt skólaumdæmi. Forsenda fyrir lífvænlegum rekstri grunnskólanna er að þeir geti boðið þjónustu sína öllum, óháð búsetu. DV hefur bent á að útboð á rekstri skóla sé kjörin aðferð við að innleiða samkeppni í skólakerfið, en um leið tryggja góða mennt- un. Aukin samkeppni innan skólakerfisins kemur öllum til góða, kennurum, nemend- um og foreldrum. Á næstu árum þarf að taka ákveðin skref í þessa átt og gefa foreldrum og nemendum fjölbreyttari tækifæri til að velja skóla. Rekstur einkaaðila á skólum, ekki síst ef kennarar sjálfir taka slíkt að sér, er eðlilegur og æskilegur. Stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af gæðum skólastarfs- ins og hvernig tryggt sé að allir njóti jafnrétt- is til náms. Hvort einkaaðilar reka skólana eða hið opinbera er aukaatriði. Skýrsla Verslunarráðs um valfrelsi í skól- um er mikilvægt innlegg í umræðu um skipulag skólamála. Reynslan af valfrelsi og samkeppnisvæðingu háskólasamfélagsins á síðustu árum gefur tilefni til að ætla að þeir sem leggja áherslu á samkeppni í grunnskól- um hafi rétt fyrir sér. Raufarhöfn og atvinnuleysið HÖFUÐSTAÐUR NORÐURLANDS: Greinarhöfundur sér fyrir sér að Akureyri verði enn stærri, á kostnað annarra staða. | KJALLARI Agnar Hallgrímsson /M Sagnfræðingur Raufarhöfn hefur verið mikið í sviðsijósinu að undanförnu, og ekki að ástæðulausu. Þar ganga jú menn atvinnulausir vegna þess að sá atvinnuvegur sem mikill meirihluti þorpsbúa lifir af, sjávarútvegurinn, ber sig ekki vegna verðhruns á erlend- um mörkuðum. Og ekki nóg með það. Enda þótt heimamenn eigi atvinnuleysið yfir höfði sér og berjist í bökkum vilja þeir ekki vinna í frystihúsinu. Það verður því að manna að einhverju leyti með útlendingum. Þar sem við erum aðii- ar að EES-samningnum sýnist mér að íslenska ríkið sé skuldbundið til að greiða þessum útlendingum, sem eru erlendir ríkisborgarar, atvinnuleysis- bætur. „Það er þó allténd ekki dýrara að greiða brott- fluttum Raufarhafnar- búum atvinnuleysis- bætur á Akureyri en á Raufarhöfn. Ríkið yrði þá laust við að kosta snjómokstur og annað vegaviðhald mörg hundruð kílómetra í austur frá Akureyri." Úreldingarsjóður vonlausra byggðarlaga Vandi sjávarútvegsins virðist vera mikill víða um land og nú er fast sótt að ríkisstjóminni að fella gengið. Og hvað þýðir það? Allt kaupgjald og verðlag í landinu myndi hækka um 20 til 30 prósent og verðbólgan fara á flug. Hvað yrði þá um stöðugleikann sem þeir Halldór og Davið sömdu um í stjómarsáttmálanum á dögunum? Og hvað verður þá úl ráða til þess að bæta úr vanda Raufarhafnarbúa? Ég legg eindregið úl að ríkið geri öll- um kleyft að losa sig við íbúðarhús- næði sitt, með því að setja á stofn það sem kalia mætú „úreldingarsjóð von- lausra byggðarlaga". Síðan yrði þeim, öllum með tölu, boðið að flytja úl Akureyrar. Hvers vegna Akureyrar? munu víst einhverj- ir spyrja. Vegna þess að hér á Akur- eyri, þar sem ég bý, er eini þéttbýlis- staðurinn í öllum Norðlendingafjórð- ingi sem býður upp á þá þjónustu og mannlíf sem nútfmafólk vill hafa og telur sig geta sætt sig við. Akureyri er staðurinn Ég sé fýrir mér að Akureyri verði ekki aðeins 16 þúsund manna borg, sem ein gæú veitt mótvægi við höfuð- borgarsvæðið, heldur mun stærri. Það verður þó því aðeins að veruleika að það verði eitthvað á kostnað ým- issa annarra þéttbýlisstaða sem dritað hefur verið niður víðs vegar urn fjórð- unginn en gegna annars liúu hlut- verki öðm en því að vera þjónustu- miðstöðvar fyrir nærliggjandi dreif- býli. Vegir og samgöngur hafa batnað það mikið á síðustu árum að þessar miðstöðvar þurfa ekki að vera með jafri stuttu millibili og áður var talið nauðsynlegt vegna dreifbýlisins. Nú munu víst einhverjir segja sem svo að erfitt geú verið að útvega öllum Raufarhafnarbúum starf við sitt hæfi á Akureyri. Því er til að svara að ekki mun skeika miklu, hvorki úl né frá, þótt þessar 200 sálir eða svo, sem em á vinnumarkaðinum þar, flyttu hing- að úl Akureyrar. Það er þó allténd ekki dýrara að greiða brottfluttum Raufarhafriarbú- um atvinnuleysisbætur á Akureyri en á Raufarhöfn. Ríkið yrði þá laust við að kosta snjómokstur og annað vega- viðhald mörg hundmð kílómetra í austur frá Akureyri. Einnig má benda á að með auknum íbúafjölda hér myndu skapast fleiri störf. Þetta hleð- ur utan á sig eins og snjóbolú, hver lif- ir á öðrum ef svo má að orði komast. Þannig er það á höfuðborgarsvæðinu og virðist ganga vel þar. Enda þótt mér hafi orðið úðrætt um Raufarhöfn er ekki þar með sagt að ekki þyrfú að „úrelda" fleiri smá- staði hér á Norðurlandi. Ég vil nefna Grímsey sem dæmi. Það getur varla verið þjóðhagslega hagkvæmt að halda sjávarplássi í eyju norður við heimskautsbaug í byggð langt fjarri meginlandinu. Og enn má búast við að menn segi sem svo: Fiskurinn er það sem færir okkur gjaldeyrinn. Æúi það væri skaði skeður þótt við fslendingar hættum að flytja alla skapaða hluú inn í landið og fæmm að byggja meira á innlendri framleiðslu, sem gæú skapað fleiri störí? Ég vil úl dæmis nefna að hér á Akureyri var fyrir allnokkrum árum mjög blómlegur iðnaður, svo sem fataiðnaður og húsgagnaiðnaður. Margir muna eflaust efúr vinnufot- unum frá Heklu sem saumuð vom hér á Akureyri. Nú ganga allir í inn- fluttum gallabuxum vegna þess að frjálshyggjan og verzlunarfrelsið leyfir ekki að lagðir séu á vemdartollar úl þess að hægt sé að skapa innlendum iðnaði viðunandi samkeppnisskilyrði við Austur-Asíu, þar sem laun em mun lægri en hér. Auk þess legg ég til... Margt fleira mætú framleiða inn- anlands, í stað þess að flytja það inn frá úúöndum. Möguleikamir em ótal- margir ef við aðeins kunnum að not- færa okkur þá. Ég vU ljúka þessum pisúi með því að að vitna úl orða Katós hins gamla, rómverks stjómmálamanns frá því um Krists burð, en hann er sagður hafa endað aUar ræður sínar með þessum orðum: „Cetera censeó Chartaginem delendam esse.“ Það úúeggst á íslensku: „Auk þess legg ég úl að Karþagó verði lögð í eyði.“ - Ég vil gera orð hans að mínum og segja: „Auk þess legg ég úl að Raufarhöfh verði lögð í eyði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.