Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 6
\ 6 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 ___________________________________________________________________________________I Komst hvorki upp né niður á Kristínartindum BJÖRGUN: Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út rétt fyrir klukkan sex í gær eftir að boð komu um að erlendur ferðamaður væri í sjálfheldu á Kristínartindum við Skaftafell. Samkvæmt upplýsingum hafði maðurinn samband við Neyð- arlínuna og bað um aðstoð þar sem hann kæmist hvorki upp né niður á þeim stað þar sem hann var á Kristínartindum. Neyðarlínan boðaði út Björg- unarfélag Hornafjarðar sem sendi af stað björgunarmenn. Þá var einn starfsmaður Fjalla- leiðsögumanna sendur til að- stoðar við ferðamanninn óheppna þar sem fyrirsjáan- legt var að töluverð stund myndi líða þar til björgunar- sveitarmenn kæmu frá Höfn í Hornafirði. Leiðsögumaðurinn kom á vett- vang klukkan tíu og fylgdi ferðamanninum niður í Skafta- fell. Björgunarsveitarmennirnir voru þá komnir á svæðið en sneru aftur við. Alfreð fékk fyrsta laxinn LAXVEIÐI: Elliðaárnar voru formlega opnaðar í gærmorg- un og tók Þórólfur Árnason borgarstjóri fyrsta kastið í foss- inn. Fiskurinn var tregur til og þrátt fyrir góðar tilraunir fékk ELLIÐAÁRNAR OPNAÐAR: Alfreð Þorsteinsson fékk fyrsta lax sumarsins. DV-mynd Bergur Steingrimsson borgarstjórinn engan lax. Sá sem veiddi hins vegar fyrsta laxinn í sumar var Alfreð Þor- steinsson,formaður borgar- ráðs,og var það sjö punda lax sem veiddist á maðk í Drauga- klettum. Aðspurður sagðist Þórólfur ekki stunda stang- veiði að neinu marki en sagð- ist ganga til rjúpna á hverju hausti. Staða Byggðastofnunar snarversnar Víða hefur verið farið offari í uppbyggingu gistirýmis á landsbyggðinni og búist er við áframhaldandi afföllum á lánum til þessa atvinnuvegar á þessu ári. Þetta kemur m.a. fram í nýjustu ársskýrslu Byggðastofnunar. Fjárhags- leg staða stofnunarinnar versnaði verulega á síðasta ári eða úr ríflega 313 milljóna króna hagnaði árið 2001 í rúmlega 480 milljóna króna tap á síðasta ári. Munar þar mestu um stórauknar af- skriftir, ekki síst vegna hótela á landsbyggðinni sem stofn- unin hefur þurft að leysa til sín á uppboðum. Lagðar voru tæplega 709 milljón- ir króna á afskriftareikning útlána og í niðurfærslu hlutafjár hjá Byggðastofnun á sfðasta ári. Er það skýrt með miklum áföllum hótela á landsbyggðinni en stofnunin hefur þurft að leysa til sín hótel á upp- boðum á árunum 2001 og 2002 og einnig það sem af er þessu ári. Bú- ist er við að framhald verði á því. Endursöluverð þessara fasteigna hefur verið langt frá því að standa undir lánum stofnunarinnar. Er bent á það í skýrslunni að víða hafl verið farið offari í uppbyggingu gistirýmis á landsbyggðinni og nýt- ingin sé almennt langt fyrir neðan það sem þörf er á. Aukin eftirspurn eftir lánsfé frá Byggðastofnun er langt umfram framboð. Samfara versnandi af- komu stofnunarinnar hefur þetta leitt til þess að forgangsraða þarf verkefnum eins og segir í skýrsl- unni. „Ljóst má vera að stofnunin getur ekki leyst vanda allra þeirra sem til hennar leita. Eitthvað verð- ur því um að verkefnum sé hafnað, jafnvel þó að tryggingar og rekstr- arforsendur séu metnar fullnægj- andi." Þá má geta þess að á árinu 2002 afskrifaði stofnunin endaniega veitt lán að upphæð 452 milljónir króna sem voru að stærstum hluta veitt á árunum 1997 til 2000. Þá var hlutafé í eigu stofnunarinnar nið- urfært um 106 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur Byggðastofnunar lækkuðu umtalsvert á milli áranna 2001 og 2002. Heildar rekstrartekj- ur árið 2001 voru 958,506 milljónir en lækkuðu í 654 milljónir árið 2002. Munar þar mestu um nei- kvæðan gengismun upp á tæplega 159,7 milljónir króna miðað við rúmlega 101 milljón í gengishagn- að árið 2001. Þá var framlag ríkis- sjóðs á fjárlögum einnig lægra á síðasta ári, eða 277 milljónir króna Gjaldþrot: Hótel Hvolsvöllur, sem Byggðastofnun eignaðist á uppboði í febrúar og seldi fyrir skömmu með afföllum. DV-mynd HKr. á móti 312 milljónum árið 2001. Þá lækkuðu vaxtatekjur einnig veru- lega, eða úr rúmum 1,5 milljörðum króna í rétt rúman 1 milljarð á síð- asta ári. Á móti kemur mikil lækkun vaxtagjalda, eða úr rúmum 1 millj- arði í rúmar 542 milljónir króna. Niðurstaða vaxtadæmisins er því að hreinar vaxtatekjur á síðasta ári námu rúmum 520 milljónum á móti rúmlega 481 milljón króna árið áður. Rekstrargjöld, þ.m.t. af- skriftir útlána, jukust úr rúmlega 945 milljónum árið 2001 í rúmlega 1,1 milljarð árið 2002. Heildarnið- urstaðan er því tap upp á 480 millj- milljóna króna hagnaði árið 2001. ónir króna á síðasta ári á móti 313 hkr@dv.is AUKNAR AFSKRIFTIR Rekstrargjöld (milljónir króna) 2002 2001 Veittir styrkir til atvinnuráðgjafa 107,0 103,0 Veittir aðrir styrkir 50,4 27,5 Laun og launatengd gjöld 253,0 144,9 Annar rekstrarkostnaður 108,2 95,0 Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna 7,1 2,3 Framlög í afskriftareikning útlána og niðurfært hlutafé 708,8 527,3 Samtals: 1.134,5 945,3 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 51. útdráttur 1. flokki 1990 - 48. útdráttur 2. flokki 1990 - 47. útdráttur 2. flokki 1991 - 45. útdráttur 3. flokki 1992 - 40. útdráttur 2. flokki 1993 - 36. útdráttur 2. flokki 1994 - 33. útdráttur 3. flokki 1994 - 32. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér aó ofan birt í DV, mánudaginn 16. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu íbúðalánasjóðs: www.ib.is. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 | Fax 569 6800 KAMPAKÁTIR: Jaques Chirac, forseti Frakklands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands geta verið kátir enda hafa ráðamenn í ríkjum Evópusambandsins stöðvað aukningu skattbyrðinnar. Skattarí Evrópusambandinu 1995-2001: Heildarskattbyrði næstum óbreytt Heildarskattbyrði í löndum Evrópusambandsins var nokkurn veginn óbreytt frá 1995-2001, hækkaði þó úr 40,8% í 41,1% af vergri lands- framleiðslu. Skattbyrðin hefur hins vegar lækkað heldur frá 1999 þegar hún var 41,8% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu evrópsku hag- stofunnar Eurostat sem gefin var út á föstudag en þar er í fyrsta sinn beitt nýrri og samræmdri mælingu á skattbyrði. Skattbyrðin var hæst í Svíþjóð eða 51,4% en lægst á írlandi eða 31,2%. Hún jókst mest í Svíþjóð á árunum 1995-2001, úr 49,1% í 54,1%, en einnig umtalsvert í Grikklandi og Austurríki. Aftur á móti minnkaði hún mest á írlandi, úr 33,4% í 31,2%. Til samanburðar var heildarskatt- byrði 29,6% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum árið 2000 og 27,1% í Japan. Skattar á vinnulaun lækkuðu að meðaltali úr 37,5% í 37% árin 1995-2001. Þeir voru hæstir í Sví- þjóð eða 49,1% en lægri en 30% í Bretlandi, á Spáni og írlandi. Skattar á fjármagnstekjur hækk- uðu að meðaltali úr 24,5% í 29,8%. Þeir voru hæstir f Frakklandi og Lúx- emborg en lægstir á Grikklandi og Þýskalandi. Neysluskattar voru að meðaltali 20,4%; hæstir í Danmörku (33%) og Lúxemborg (30,3%) en lægstir á Spáni (16%) og Ítalíu (16,4%). oiafur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.