Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Page 13
MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 13 l'lötuna í tæp 30 ár: idi á 7da ignum „Nei, nei,“ segir Gunnar mjúk- lega og hlær. „En það var ábyggi- lega skemmtilegt." Fyrsta lagið af væntanlegri plötu Hljóma er komið í spilun. Það er að finna á nýrri safnplötu frá Eddu - miðlun og útgáfu, Halló Halló Halló, og heitir Við saman. Safnplatan sú er nýkomin út og er reyndar sérstök fyrir þær sakir að þar eru flest lögin sérstaklega feng- in á plötuna, annaðhvort ný eða nýjar útsetningar, og er ædunin með þeirri útgáfu að breyta aðeins út frá samtíningshefðinni sem hef- ur verið í útgáfu safnplatna. Gunnar segir stemninguna í bandinu vera fína. „Þetta er voða gaman. Við spilum alltaf öðru hvoru en ekki svo oft að við verðum eitthvað leiðir á þessu eða hver á öðrum. Við erum líka búnir að þekkjast og starfa svo lengi saman að við erum fyrir löngu komnir yfir það að það séu einhver vandræði." Er tónlistin ykkar eins í dag og hún vará blómatímanum? „Aðrir verða að dæma um það. Við höfum verið á melódísku nót- unum, með raddaðan söng og svona. Við skulum segja að lögin beri afveg keim af því að við vorum lifandi á sjöunda áratugnum," segir Gunnar og hlær svo þegar hann átt- ar sig á hvað skilja má á niðurlagi „Við skulum segja að lögin beri alveg keim af því að við vorum lifandi á sjöunda áratugnum." orða hans. „Eða að minnsta kosti aktífir, við skulum segja það frekar. Við erum nú ekki dauðir enn!" Að lokum er Gunnar, sem nestor íslenskrar popptónlistar, inntur álits á poppinu ídag. „Það er bæði gott og leiðinlegt, eins og það hefur alltaf verið. Það er kannski ívið betra en það var. Það eru svo margir í þessu núorðið." fin@dv.is Vinsæll músíkþáttur líklega sendur frá íslandi: 3.000 jóðlarar til landsins? Unnið er að því að einn vin- sælasti sjónvarpsþáttur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss verði sendur út hér á landi á næsta ári og gæti það þýtt að 3.000 jóðlarar og aðr- ir ferðamenn komi gagngert til landsins til að fylgjast með upptökum hans. Kmtmctfc SJÓNVARP: Þáttur Karls Moik nefnist Musikantenstadl. Verður hann sýndur hér á næsta ári. Þar með yrði þetta stærsta ein- staka verk- efni í ís- lenskri ferða- þjónustu frá upphafi. Island To- urs, dóttur- fyrirtæki Icelandair í Evrópu, hef- ur unnið í þrjú ár að því að fá þetta verkefni tif landsins og nú er svo komið að umtalsverðar líkur eru á því að af þessu verði, að sögn Guð- mundar Kjartanssonar, fram- kvæmdastjóra Island Tours. Þátturinn heitir Musikantenstadl „Aðalhetjan er Karl Moik, stjórnandi þáttarins. Hann er alger stórstjarna hérúti." og er sendur út í löndunum þremur á u.þ.b. tveggja mánaða fresti en ár- lega er farið í lengri ferðalög og þátt- urinn tekinn upp annars staðar í heiminum. Þá taka oftast um 3.000 aðdáendur þáttarins, sem flestir eru í eldri kantinum, sig til og ferðast til viðkomandi lands til að vera við upptökurnar. Að sögn Guðmundar koma um 100 tónlistarmenn, jóðlarar og aðrir listamenn fram í þættinum hverju sinni. Geirmundarstíll? „Aðalhetjan er samt Karl Moik, stjórnandi þáttarins. Hann er alger stórstjarna hér úti,“ segir Guðmund- ur. Spurningin um hvort þátturinn verði sendur út hér á landi snýst einmitt um það hvort Moik, sem er orðinn 67 ára, framlengi í sumar samning sinn við ORF, austurríska sjónvarpið. Ef hann gerir það eru yf- irgnæfandi líkur á að ísland verði fyrir valinu sem áfangastaður Musi- kantenstadl 2004. „Það er svona svolítill Geirmund- arstíll á þessu öllu saman og ég er viss um að Geirmundur myndi „ffla“ Island Tours hefur unnið í þrjú ár að því að fá þetta verkefni til íslands. Umtalsverðar líkur á að það takist. þennan þátt í botn,“ segir Guð- mundur. Ekki er nóg með að þetta yrði hvalreki fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenska þjóðlagaunnendur því listamenn ffá löndunum sem ferðast er tif fá einnig tækifæri til að koma fram. Nefnir Guðmundur sem dæmi að kínverskir listamenn vom mjög áberandi þegar þátturinn var sendur út frá Kína. „Þetta yrði gríðarleg landkynning og auglýsing fyrir þá sem koma ffam, því þátturinn er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í þessum þremur löndum." kja@dv.is Nikotínmeðferð. Ef við notum nikótínlyf er líklegt að við tvöföldum líkurnar á að okkur takist að hætta að reykja. Rannsóknir sýna, að með því að leita ráðlegginga heilbrigðis- starfsfólks á heilsugæslum, hjá ráðgjöfum á reykingavarna- námskeiðum eða í apótekum, má ■ auka líkurnar enn frekar. Mikilvægt er að nota lyfin rétt, en upplýsingar um rétta notkun og verkun fáum við í apótekum, auk þess sem nauðsynlegt er að lesa vel leiðbeiningar, sem fylgja lyfjunum. Þá skulum við hafa í huga að það er hættulegt að reykja með nikótínlyfjum, því það getur m.a. valdið nikótíneitrun. Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Fróðleikur um nikótínlyf. Ástæðan fyrir því að við erum háð nikótíninu er tengd verkun þess. Nikótín orsakar losun taugaboðefnisins dopamine sem vekur ánægju og örvun, en hefur einnig róandi áhrif. Við notkun nikótínlyfja verðum við að bíða eftir áhrifum, því það tekur nikótínið nokkrar mínútur að komast inn í blóðrásina. Aftur á móti tekur ***_«=, 'nicJ&ESM »«.. það aðeins 10 til 19 sek að ná til heilans við reykingar. Daglega drögum við reyk ofan í lungun um 250 sinnum á dag ef við reykjum 20 sígarettur. Áhrif nikótíntyggi- gúmmíplötu þverra á um 20 - 30 mín. Algengt er að nota tvö lyfjaform saman. Við notum nikótínplásturin til að viðhalda sama styrk í blóðinu og notum tyggigúmmí eða munnsogstöflur þegar löngun í nikótín gerir vart við sig. Með þessu móti getum við einbeitt okkur að því að standast félagslegan og sálrænan þrýsting sem fylgir því að hætta að reykja án þess að þurfa á sama tíma að berjast við líkamlegu fráhvarfseinkennin. Síðan minnkum við nikótínskammtinn þegar við höfum náð taki á fíkninni og vananum og erum laus við fráhvarfs- einkennin. Að lokum þurfum við ekki á neinni aðstoð að halda. fruít Ef við notum nikótínlyf er líklegt að við tvöföldum líkurnar á að okkur takist að hætta að reykja. Með þvi að taka reykinga- prófið fáum við góða vís- bendingu um hvaða nikótínlyf eru hentugust fyrir okkur. Við skulum þó gera okkur grein fyrir að nikótínþörfin er mis- jöfn og mikilvægt að þreifa sig áfram og hika ekki við að leita okkur aðstoðar fagfólks. www.dv.is Þú getur sent fyrirspurnir til Guðbjargar á www.dv.is Þú nálgast eldri pistla á www.dv.is Upplýsingar um Nicotinell nikótínlyf finnurðu á www.dv.is Nikótínprófið á www.dv.is Nicotinell Nicotinell tyggigúmml er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótfn sem losnar þegar tuggið er, frasogast I munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki I einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, hðfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu I meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema I samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmm! er ekki ætlað börnum ync- en 15 ára nema I samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.