Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón:Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5829 Óttast morðingja á eftir Suu Kyi VERNDARENGLAR: Herfor- ingjastjórnin (Burma segist hafa baráttukonuna Aung San Suu Kyi, ieiðtoga stjórnarand- stöðunnar, (varðhaldi af ótta við að leigumorðingjar séu á sveimi í landinu.Suu Kyi verð- ur hins vegar sleppt þegar rétta stundin rennur upp. Svo sagði Win Aung, utanríkis- ráðherra Burma, við frétta-' menn í Kambódíu þar sem hann situr fund leiðtoga ríkja ( Asíu og við Kyrrahafið. Ekki gat ráðherrann þó sagt hvenær nóbelsverðlaunahaf- anum yrði sleppt. Win Aung var heldur óskýr í máli þegar hann ræddi um morðsamsæri og gegn hverj- um það beindist. Hann sagði bara að stjórnvöld vildu kom- ast hjá því að vera kennt um ef eitthvað henti Suu Kyi. Baráttukonan hefur verið í haldi frá því í lok maí, þegar upp úr sauð milli stuðnings- manna hennar og óþjóðalýðs á snærum stjórnvalda. (þeim átökum féllu að minnsta kosti fjórir menn,sumir segja marg- ir tugir. Leiðtogar þjóða heims þrýsta mjög á lausn hennar. Egypskir sáttasemjarar á fullu: Reynt að bjarga Vegvísinum að friði Samningamenn fyrir botni Miðjarðarhafs verða önnum kafnir í dag við að reyna að þoka svokölluðum Vegvísi að friði áleiðis. John Wolf, sérleg- ur sendimaður Bandaríkja- forseta, hefur mælt sér mót við Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnar- innar, og ætlar að reyna að telja herskáa hópa á Gaza á að fallast á vopnahlé. Mikið er í húfi, eftir blóðug átök síð- ustu daga sem hafa kostað hátt í sextíu manns lífið. Israelskir og palestínskir emb- ættismenn sátu á fundum fram á nótt þar sem þeir ræddu hugsan- lega heimköllun ísraelskra her- manna frá norðanverðu Gaza- svæðinu og frá hinni helgu borg Betlehem á Vesturbakkanum. í staðinn er gert ráð fyrir að palest- ínska heimastjórnin hafi hemil á herskáum löndum sínum á þessum svæðum. f burðarliðnum Embættismenn hafa sagt að samningur sé í burðarliðnum, í kjölfar viðræðna hins ísraelska Am- os Gilads og Mohammeds Dahlans, yfirmanns öryggismála palestínsku heimastjórnarinnar, á laugardag. VEGVÍSIRINN AÐ FRIÐI Hér má sjá helstu áfangana í svokölluðum Vegvísi að friði fyrir Mið-Austurlönd, eins og höfundarnir sáu hann fyrir sér. Fyrsti áfangi (til maí 2003): Bundinn endi á ofbeldisverk Palestínumanna; ísraelar kalla hermenn heim og stöðva frekari landtöku; kosningar hjá Palest- inumönnum. Annar áfangi (júní til des. 2003): Stofnun sjálfstæðs ríkis Palest(numanna;alþjóðleg ráð- stefna og alþjóðlegt eftirlit með þvi að Vegvisi sé framfylgt. Þriðji áfangi (2004 til 2005): Önnur alþjóðleg ráðstefna; sam- komulag um endanlega niður- stöðu og endalok átakanna; samkomulag um endanleg landamæri, Jerúsalem, flótta- menn og landtökubyggðir; arabariki fallast á friðarsamninga við (sraelsriki. Búist hafði verið við að samningur myndi líta dagsins ljós eftur fund- ina í gærkvöld. Hamas enn á móti Stjórnvöld í Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa reynt að liða fyrir samningum um helgina. Þannig reyndu egypskir útsendarar að fá herskáa Palestínumenn til að taka aftur upp viðræður við Mo- hammed Abbas um hvernig binda megi enda á árásir á ísrael. Leiðtogar Hamas ftrekuðu um helgina að þeir væru andvígir Veg- „Vegvísirinn uppfyllir ekki þrár palestínsku þjóðarinnar og óvinur- inn notarsér hann til að binda enda á upp- reisnina," sagði Hama- s-leiðtoginn Ismail Haniyah. vísinum, sem Bandaríkin, Evrópu- sambandið, Rússland og Samein- uðu þjóðirnar standa að í samein- ingu. Hamas-liðar sögðust engu að síður myndu kynna sér nánar hug- myndir sem egypsku sendifulltrú- arnir lögðu fram. Full réttindi „Vegvísirinn uppfyllir ekki þrár palestínsku þjóðarinnar og óvinur- inn notar sér hann til að binda enda á uppreisnina," sagði Hamas- leiðtoginn Ismail Haniyah í viðtali við fréttamenn í Gazaborg eftir fundinn með egypsku sendinefnd- inni á sunnudag. „Hamas-samtökin lögðu áherslu á rétt þjóðar okkar til að verja hendur sínar og til að veita her- KOMIÐTIL FUNDAR VIÐ EGYPTA: Hamasleiðtoginn Ismail Abu Shanab kemurtil fundar við fulltrúa egypskra stjórnvalda (Gazaborg þar sem reynt var að koma svoköllúðum Vegvísi að friði á rekspöl. Egyptar leggja hart að sér þessa dagana til að reyna að bjarga Vegvísinum eftir blóðug átök milli Palestínumanna og Israela siðustu vikuna. Hátt I sextíu manns hafa týnt lífi í þeirri vargöld. Hamas-liðar eru lítt hrifnir af Vegvisinum sem kveður á um að herskáir hópar Palestinumanna láti af árásum sinum á Israelsríki. Þeir hafa fordæmt forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar fyrir að fallast á Vegvisinn. (RAKAR LÁTA ISÉR HEYRA: Bandariskir hermenn hafa ekki átt sjö dagana sæla ( frak upp á síðkastið. Árásir á þá hafa orðið sífellt tiðari og fjöldi þeirra hefur fallið fyrir hendi dyggra stuðningsmanna Saddams Husseins,fyrrum Iraksforseta. Þessi mynd var tekin (borginni Kerbala þar sem heimamenn mótmæltu þvi að foringi þeirra skyldi vera hafður (haldi bandariska hersins. Bandarískum dátum veitt fyrirsát í írak Bandarískir hermenn fóru um nærsveitir írösku höfuðborg- arinnar Bagdad í morgun í leit að staðföstum stuðnings- mönnum Saddams Husseins, fyrrum íraksforseta, sem hef- ur verið kennt um fjölda árása á bandaríska hermenn í írak að undanförnu. Saddamsliðar veittu bandarísku herfylki fyrirsát í gær og særðu að sögn fjölda hermanna. Árásin var gerð á aðalþjóðvegin-' um um sjötíu kílómetra norður af írösku höfuðborginni, ekki langt frá bænum Balad þar sem mikil ólga hefur verið að undanförnu meðal dyggra stuðningsmanna Saddams. Einn bandarískur herflutninga- bíll stóð í ljósum logum eftir árás- ina og Apache þyrlur sveimuðu yfir vígvellinum, í leit að árásarmönn-. unum. Skriðdrekar og brynvarðir bílar umkringdu herflutningabíl- Bandariski herinn íírak hefur hafið nýja sókn gegn dyggum stuðn- ingsmönnum Saddams sem hafa gert þeim lífið leitt að undanförnu með sífelldum árásum. inn þegar í stað og hermennirnir beindu byssum sínum að ökrunum í kring. Bandaríski herinn í Irak hefur hafið nýja sókn gegn dyggum stuðningsmönnum Saddams sem hafa gert þeim lífið leitt að undan- förnu með sífelldum árásum. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan bandarískir hermenn háðu harða bardaga við uppreisnarmenn f Balad. Um fjörutíu bandarískir her- menn hafa fallið í árásum and- spyrnumanna í Irak frá því í byrjun maí, flestir í Bagdad og tveimur nærliggjandi héruðum. Reiðir hernámsliðinu Mohammed al-Douri, síðasti sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, segir í viðtali við breska sjónvarpið BBC í dag að draga eigi Saddam fyrir dómstóla en írakar sjálfir hefðu átt að steypa honum af stóli, ekki nýlenduherrarnir Banda- ríkjamenn og Bretar. AJ-Douri sagði að írakar væru glaðir yfir því að Saddam væri farinn en þeir væru reiðir í garð hernámsliðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.