Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003
Húsfyllir við fermingu í Hvammskirkju í Dölum
FERMINGÍ
DÖLUM: Hvamms-
kirkja í Dölum var
þéttsetin við ferming-
arguðsþjónustu ný-
verið en prestur hefur
ekki setið í Hvammi
síðan árið 1966, en
það var séra Ásgeir
Ingibergsson. Ingi-
berg J. Hannesson er
sóknarprestur og pró-
fastur í Snæfellsnes-
og Dalaprófastsdæmi.
Séra Ingiberg þjónar
auk þess fjórum öðr-
um kirkjum í Dölum,
þ.e. Staðarfells-, Stað-
arhóls-, Dagverðar-
nes- og Skarðskirkju.
Hann hefur þjónað
Dalasýslu frá árinu
1960 og alltaf setið á
Hvoli í Saurbæ.
„Mér hefur líkað alveg
prýðilega hérna. Ég var
lengi með sauðfé og
hross en hætti búskap
fyrir nokkrum árum og á
nú enga skepnu en þessi
jörð er mjög góð til bú-
skapar."
FERMINGARBÖRNIN:
Frá vinstri Aldfs Hlíf Guð-
mundsdóttir f Sælingsdal
og Guðfinna Ásta Krist-
jánsdóttirá Laugum
ásamt séra Ingiberg J.
Hannessyni.
DV-mynd Guðfinnur
Finnbogason
mynd Guðfinnur Finnbogason
mingarbörn I Hvammskirkju: Frá vinstri Aldís Hlíf Guðmundsdóttir í Sælings-
og Guðfinna Ásta Kristjánsdóttir á Laugum ásamt séra Ingiberg J.Hann-
SPENNANDI, FLOTT
0G FJÖLBREYTT
|fes;aa»
“'Wlorarfa™
Tvær ungar íslenskar konur sem
smitaöar eru af HlV-veirunni
segja frá reynslu sinnl en önnur
þeirra er móöir. 163 íslendingar
hafa grelnst með veiruna en
talið er að þeir geti verið mun
flelrl.
f&UllSTU
°NCUUll>linANDs,Ns
1 00 WKKJALDshu,,,.
“Wtauta**-
Júniblað MANNLIFS er stútfullt
af áhugaverðu efni. Líf dyra-
varða er ekkert grín eins og
lesa má í grein Stefáns Mána
rithöfundar; Að vera Han Solo
eða ekki vera Han Solo.Við
• kynnum húðfyliingar, nýjasta
* æðið í fegrunaraðgerðum og
/: furðufiskum, risaskjaldbökum
og rommi á Barbados eru
f gerð góð skil. Kostir og gallar
þess að vera á lausu eru
útlistaðir í opinskáum við-
tölum við fjórar einhleypar
konur.Við hittum fyrir
I myndhöggvarann Sól-
***** veigu Baldursdóttur
sem er hugfangin af skóm og Pétur
Blöndal, hagyrðingur og blaðamaður, sýnír okkur uppá-
^ haldshlutina sína, glæsilegar förðunarvörur frá MAC eru kynntar til sögunnar
og Marta Marfa stílisti býður upp á.fljúgandi skó og fleira skemmtilegt.
Fimm konur gengust undir
skurðaðgerð tll að losna viö aukakílóin.
Fyrir skömmu hittust þær til að fagna
því að hafa alls losnað við 285 kíló.
MISSTU EKKI A F MANNLIFI!
Smáauglýsingar
vantar þig félagsskap?
550 5000
Hljómar taka upp fyrstu
Hljómar eru í óðaönn að taka
upp nýja plötu og hyggja á
útgáfu í haust, þá fyrstu síðan
1974, þegar Hljómar '74 kom
út. Gunnar Þórðarson, aðal-
lagahöfundur og gítarleikari
Hljóma, segir upptökur
ganga vel.
„Við erum búnir að taka upp átta
grunna og eigum nóg af efni. Upp-
tökur fara fram heima hjá mér og
svo í hljóðverinu hjá Rúnari. Það
stóð til að gera tvö lög eða svo en
svo átti ég ein 17 eða 18 lög og Rún-
ar nokkur þannig að við ákváðum
bara að gera heila plötu.“
40 ár í haust frá því að
Hljómar spiluðu á
fyrsta ballinu.„Það var
ábyggiiega
skemmtilegt."
Tilefni þess að Hljómar komu
aftur saman í hljóðveri er það að í
haust verða 40 ár liðin frá því þeir
spiluðu á sínu fyrsta balli. Það var
5. október 1963 í Krossinum í
Njarðvík.
Manstu eitthvaö eftir því balli,
Gunnar?
Fljótsdalshérað:
Viðurkenning
til þeirra sem
vel gera
Framfarafélag Fljótsdalshér-
aðs, með stuðningi Lands-
banka íslands, hefur undan-
farin ár veitt viðurkenningu
fyrir frumkvæði og framfarir
jafnt á sviði atvinnulífs sem
menningar- og félagsmála.
Tilgangurinn með þessum viður-
kenningum er að draga fram í dags-
ljósið það sem vel er gert og fá fólk
til að meta viðleitni manna til að
bæta mannlífið í verki.
Val þeirra sem viðurkenningu
hljóta hverju sinni fer þannig fram
að skipuð er þriggja manna viður-
kenningarnefnd, éinn frá Fram-
farafélaginu, einn frá Landsbank-
anum og einn „utan úr bæ“, sem
síðan ákveður framhaldið.
Þeir sem viðurkenningu hlutu í
þetta sinn voru:
Magnús Magnússon, skólastjóri
Tónskóla Fljótsdalshéraðs, sem
hefur verið skólastjóri Tónskólans í
um þrjátíu ár. Hann hefur borið
hitann og þungann af uppbyggingu
hans ásamt þeim ágætu starfskröft-
um sem komið hafa til starfa við
Tónskólann fyrir hans tilstilli.
Og hjónin Olga Bjarnadóttir og
Sigurður Eymundsson sem reka
menningartengt kaffihús í elsta
húsi bæjarins. Þau hafa þannig
bjargað þessu sögufræga húsi frá
niðurníðslu. Þar geta listamenn á
ýmsum sviðum sýnt verk sín og
sjálfir kynnt þau gestunum.
-PG, Héraöi