Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 10
10 NEYTENDUR MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 Neytendur Verðkannanir ■ Nýjungar ■ Tilboð Netfang: hlh@dv.is Sími: 550 5819 (sbjörninn víkur fyrir íbúðum Þverpólitísk samstaða hefur náðst í bæjar- stjórn Seltjarnarness um framtíðarskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.Svæðið sem um ræðir hýsir nú m.a.gamla (sbjarn- arhúsið, Bónus og Ræktina,en bygginga- svæðið telst með þeim ákjósanlegustu á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða á bæjar- stjórnarfundi í vikunni og byggist hún meðal annars á niðurstöðum íbúaþings sem haldið var í nóvember. Gert er ráð fyr- ir 182 nýjum (búðum á svæðinu af stærð- inni 80-140 fermetrar,en mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðum af þessari stærð- argráðu á Seltjarnarnesi. Blönduð byggð mun rísa á Hrólfsskálamel,auk íbúða- byggðar við Suðurströnd, þar sem nú er malarvöllur. (stað hans verður hins vegar gerður gervigrasvöllur. Á næstunni verður svo gengið til samn- inga við aðila sem fullvinna munu tillög- una og útfæra skipulagsformið.Væntanleg fjölgun íbúða mun styrkja áframhaldandi vöxt bæjarins og tryggja að unnt verði að efla og styrkja betur alla þjónustu við bæj- arbúa. Þá skapa tekjur bæjarins vegna sölu á byggingarlandinu m.a.forsendurtil flýta fjármögnun ýmissa nýframkvæmda sem verið hafa í farvatninu, s.s. endurbótum á sundlaug bæjarins. -áb Félagar í Vildarklúbbi lcelandair fá ekki punkta fyrir flug sem þeir missa afen hafa þegar greitt fyrir: Ferðapunktar veittir fyrir viðveru en ekki viðskipti Nokkrir meðtimir í Vildar- klúbbi lcelandair hafa spurt sig að því hvort punktar séu veittir fyrir viðskipti eða við- veru þar sem þeir fá enga punkta fyrir ferðir sem þeir af einhverjum ástæðum fara ekki í en hafa samt sem áður greitt fyrir. „Mér þykir það svívirðilegt að fá ekki vildarpunkta ef maður missir af flugi fyrst maður er þegar búinn að greiða fyrir flugið hvort eð er,“ sagði einn viðskiptavina Icelandair sem ferðast reglulega með flugfélaginu. Vildarpunktar safnast á þar til gerð- an reikning þegar flogið er með flug- félaginu og skipt er við ákveðin fyrir- tæki sem það er f samstarfi við. Þeg- ar ákveðnum fjölda er náð er síðan hægt að nota punktana til að greiða fyrir þjónustu hjá fyrirtækinu. Stundum kemur hins vegar fyrir að fólk missir af flugi og fær þá enga vildarpunkta, jafnvel þótt það hafi greitt fyrir flugsætið. „Mér þykir það vera í góðu lagi að fá ekki miðann endurgreiddan, enda er gert ráð fyrir manni í vélinni, en það eru heldur sérstakir samnings- skilmálar að þurfa að vera í vélinni til að fá punktana. Ég sé ekki að það breyti ncinu hvort maður sé við- staddur eða ekki þegar maður er bú- inn að borga. Maður spyr sig óhjá- kvæmilega að því hvort verið sé að veita þessa punkta fyrir viðskipti eða viðveru," segir viðskiptavinurinn. Miðað við alþjóðlegar reglur Hjá Vildarklúbbi Icelandair feng- ust þau svör að alþjóðlegar vildar- klúbbsreglur væru á þessa leið og við þær hefði verið miðað þegar reglur um klúbbinn voru upphaflega sett- ar. „Það kemur fyrir að fólk þarf að breyta bókunum sínum og þá færast vildarpunktarnir ekki sjálfkrafa yfir á nýju bókunina. Þetta er smávægileg- ur galli í tölvukerfinu hjá okkur og fyrir kemur að fólk þurfi að ganga eftir þessu og láta okkur vita ef eitt- „Mér þykir það vera í góðu lagi að fá ekki miðann endurgreiddan, enda er gert ráð fyrir manni í vélinni, en það eru heldur sérstakir samningsskilmálar að þurfa að vera í vélinni til að fá punktana." hvað hefúr misfarist. Eitthvað hefúr verið um misskilning vegna þessa en annars eru viðskiptavinir okkar að mestu Ieyti sáttir við okkar þjón- ustu," segja talsmenn Vildarklúbbs Icelandair. Enn fremur er það tekið fram að reglur klúbbsins eru hverjum sem er aðgengilegar, m.a. á Netinu, og þar er skýrt kveðið á um að punktar eru ekki gefnir fyrir ferðir fyrr en þær hafa verið famar. Þeir sem ætla sér að ganga í klúbbinn þurfa að kynna sér reglumar og samþykkja þær áður en það er gert. Flugfélagið í fullum rétti Samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum hefur tals- vert af kvörtunum borist inn á borð samtakanna vegna þessa á undan- fömum ámm. Embla Einarsdóttir, lögfræðingur samtakanna og yfir- maður kvörtunardeildar, segir flug- félagið Icelandair þó vera í fullum rétti til að setja þær reglur sem því henú í þessu úlviki. „Þessi klúbbur er stofnaður af Icelandair og það hefur rétt til að setja hvaða reglur sem það vifl í VILDARKLÚBBUR ICELANDAIR: Til Neytendasamtakanna hafa borist margar kvartanir vegna ágreinings um ferðapunkta. kringum um hann. Viðskiptavinir fé- lagsins geta ekki tapað á því að vera í klúbbnum og hann er aðeins viðbót- arþjónusta fyrirtækisins við við- skiptavini þess. Fólk hefúr auk þess frjálst val um hvort það gengur í hann eða ekki," segir Embla. Neytendasamtökin bentu einnig á þá staðreynd að það væri skýrt tekið fram í reglum Vildarklúbbsins að puntar fengjust ekki fyrr en ferð hefði verið farin. Því er Icelandair í fullum rétti hvað þetta varðar, enda verða meðlimir Vildarklúbbsins að samþykkja ákveðna skilmála áður en þeir ganga í klúbbinn. agust@dv.is Mikið að gera hjá meindýraeyðum í vor: Köngulær sífellt meira vandamál „Ég hef orðið vitni að því í sumar að heilu húsin hafi verið undirlögð af köngu- lóm og íbúarnir verið hrein- lega í öngum sínum yfir ástandinu," segir Ólafur Sig- urðsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyðingu heimil- anna. Útköll vegna köngu- lóa eru að verða sífellt al- gengari. Ólafur segist þess fullviss að veðurblíðan í vor ráði mestu um köngulóafaraldurinn, því útköllin vegna köngulónna hafi byrjað miklu fyrr en árin þar á undan. „Ég þarf að fara nokkrum sinnum í viku til að losa fólk við þessa óværu en útköll vegna köngulóa svona snemma sumars hafa verið mjög fátfð síðustu ár. Það má full- yrða að þetta sé þegar orðið gott sumar fyrir meindýraeyða og ekki ólíklegt að það verði enn betra." Hann segir að aukningin sé ekki til komin vegna aukinnar hræðslu almennings við köngulær því á mörgum stöðum, sem hann hefur heimsótt, hafl ástandið verið virkilega slæmt. „Sums staðar var þetta svo svæsið að skömmu eftir að ég eitraði var hægt að heyra flikkin detta niður eitt af öðru, hreinlega eins og það væri byrjað að rigna," sagði Ólafur. KÖNGULÓNUM ÚTRÝMT: DV fór með Ólafi Sigurösyni í út- kall vegna köngulóa í fjögurra íbúða raðhúsalengju og fylgd- ist með h.onum útrýma ansi stórri og pattaralegri áttfæt- lingafjölskyldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.