Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Side 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR16.JÚNÍ2003
Blaðamenn fái ekki laun úr ábyrgðasjóði
Sekt vegna lyfjanotkunar
LAUNAMÁL: Ábyrgðasjóður
launa vill ekki greiða 20 blaða-
mönnum Fréttablaðsins laun
sem þeir áttu inni hjá fyrra út-
gáfufélagi blaðsins sem varð
gjaldþrota í haust.
Hefur sjóðurinn kveðið upp
þann úrskurð að blaðamönn-
unum.sem héldu áfram störf-
um á blaðinu hjá nýju félagi
eftir gjaldþrot í fyrra, beri að
beina kröfum sínum að út-
gáfufélaginu sem nú rekur
blaðið.Alls settu 77 einstak-
lingarfram launakröfur vegna
gjaldþrotsins.Tuttugu blaða-
menn héldu áfram störfum við
blaðið fyrir nýtt útgáfufélag
sem tók við rekstrinum. Þeir
áttu inni tvenn til þrenn mán-
aðarlaun að meðaltali.Þeirfá
ekki greidd laun úr ábyrgða-
sjóði en þeir sem kusu hins
vegar að hætta störfum á
blaðinu eftir gjaldþrotið fengu
laun úrsjóðnum.
Forgangskröfur vegna
ógreiddra launa starfsmanna,
þ.e. blaðamanna og fleiri, í
þrotabú Fréttablaðsins voru
um 65 milljónir króna.
Þar af voru kröfur frá tveim
fyrrverandi ritstjórum blaðsins.
Jónasi Kristjánssyni upp á
9.392.140 krónur og frá Einari
Karli Haraldssyni upp á
1.023.165 krónur.Hæsta krafa
óbreytts blaðamanns nam
rúmum 2,6 milljónum króna.
Ofan á það komu kröfur vegna
lífeyrissjóðsgjalda og annarra
launatengdra gjalda og námu
forgangskröfur því samtals
tæpum 102 milljónum króna.
DÓMUR: Kona á sjötugsaldri
hefur verið dæmd í 50 þús-
und króna sekt og svipt öku-
réttindum í fjóra mánuði fyrir
að hafa ekið bíl sínum undir
áhrifum lyfja frá Ólafsfirði
áleiðis til Akureyrar. Hún hafði
ekið út af skammt frá Dalvík
en eftir að hafa verið dregin
upp á veginn aftur hélt hún
áfram og ók aftan á annan bíl.
Við það lenti hún út af vegin-
um en var dregin enn og aftur
upp á veginn. Hélt hún för
sinni áfram uns bíllinn drap á
sér vegna vélarbilunar. Konan
viðurkenndi háttsemi sína en
neitaði að hafa verið undir
áhrifum lyfja. Hins vegar leiddi
blóðrannsókn í Ijós að hún
hefði neytt lyfja skömmu fýrir
ferðalagið.
DEILUR UM HVALI: Svo virðist sem deilur innan Alþjóða hvalveiðiráðsins séu síst
minni. en undanfarin ár. Hvalveiðisinnar segja að tillögur verndunarsinna þýði í raun
hvalveiðibann.
Japanar hóta út-
göngu affundi
Hatrammar deilur eru lík-
legar á fundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins í Berlín. Japan-
ar hóta að ganga út af fundi
ráðsins ef tillögur verndun-
arsinna ná fram að ganga.
Þá má búast við hörðum
deilum um íslensku tillög-
urnar en viðbrögð í vísinda-
nefndinni hafa verið blend-
in.
Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði f Morgunblaðinu í
morgun að búast mætti við mót-
mælum við hugmyndum íslend-
inga um veiðar á 250 hvölum á
tveimur árum, jafnt á fundinum
sem utan hans.
Umræður um íslensku tillög-
urnar verða væntanlega á morg-
un eða miðvikudag. Aðildarþjóð-
ir ráðsins eru 49 og skiptast í tvo
Umræður um íslensku
tillögurnar verða
væntanlega á morg-
uneða miðvikudag.
flokkar; þá sem eru fylgjandi
hvalveiðum og hina sem em ein-
dregið andvígir. Átján þjóðir,
verndarsinnar - hafa boðað til-
lögur sem þeir kalla „Berlínar-
frumkvæðið". Hugmyndin er að
mynda nýja nefnd eða ráð sem
fjalli sérstaklega um friðun. Með-
al þjóða sem standa að tillögunni
eru Bandaríkin og mörg Evrópu-
ríki. Japanar hafa lýst eindreginni
andstöðu og hafa hótað að ganga
út ef tillagan nái fram að ganga.
Rune Frovik úr norsku sendi-
nefndinni segir að ef tillagan
verði samþykkt þýði hún í raun
hvalveiðibann.
Andstaða gegn hvalveiðum er
sterk í Þýskalandi. Fyrir helgi tók
Jón Egill Egilsson, sendiherra í
Þýskalandi, á móti þrjú þúsund
teikningum þýskra skólabarna
sem mótmæltu áformum Islend-
inga um að hefja hvalveiðar.
HVALVEIÐAR: Alþjóða hvalveiðiráðið skiptist i tvær fylkingar í afstöðunni til hvalveiða en 75% atkvæða þarf að baki öllum meiri
háttar ákvörðunum ráðsins. Myndin er af hvalskurði i Hvalfirði.
Bandaríkjamanna og Mexíkó-
manna.
Norðmenn og Japanar veiða
mest
Stærsti hluti hvalveiða heimsins
fer fram undir eftirliti Alþjóða hval-
veiðiráðsins (IWC). Eins og kunn-
ugt er er enn í gildi tímabundið
bann ráðsins við hvalveiðum í at-
vinnuskyni meðan unnið er að nýju
stjórnkerfi hvalveiða, en upphaf-
lega átti bannið einungis að taka til
áranna 1986-1990. Þær veiðar, sem
nú eru stundaðar af aðildarþjóðum
IWC, falla því undir einn þriggja
flokka, þ.e. atvinnuveiðar vegna
formlegs fyrirvara aðildarríkis við
hvalveiðibannið, hvalveiðar svo-
kallaðra frumbyggja eða veiðar í
vísindaskyni. gg&dv.is
Áætlun um vísindaveiðar íslendinga kynnt:
Ögur-
stund í
Berlín
Vísindaveiðar á 100 hrefnum,
100 langreyðum og 50 sand-
reyðum eru nefndar í áætlun
íslendinga sem hefur verið
kynnt vísindanefnd Alþjóða
hvalveiðiráðsins en fundur
ráðsins hefst í Berlín í dag.
Norðmenn hafa selt um 70 tonn
af hvalkjöti og rengi bæði til íslands
og Færeyja, en frekari veiðar Norð-
manna og íslendinga byggjast á því
að hægt verði að selja hvalkjöt til
Japans. Afstaða Alþjóða hvalveiði-
ráðsins skiptir þó ekki sköpum því
íslendingar hafa rétt til vísinda-
veiða. Þó er búist við snörpum
átökum og umræðum á fundinum
um fyrirætlanir Islendinga.
HVALVEIÐAR 1999*
Rússar
Norðmenn
Bandaríkin
Japanar
3.750
2.955
2.880
2.695
Norðmenn og Japanar veiða flesta
hvali ef hrefnan er meðtalin, en
Rússar og Bandaríkjamenn veiða
flest stórhveli.
Útreikningará þyngd eru á þeim
forsendum að hrefna sé 5 tonn,
sandlægja 30 tonn, hnúfubakur og
langreyður 40 tonn og norðhvalur
60 tonn.
* tölur eru í tonnum -Tölur IWC
Tvær fylkingar
Bretar álíta að ákvörðun Norð-
manna um að halda áfram veiðum
grafi undan Alþjóða hvalveiðiráð-
inu og ef íslendingar bætist í hóp-
inn halli enn undan fæti f ráðinu.
Ráðið skiptist í tvær fylkingar í af-
Bretar álíta að ákvörð-
un Norðmanna um að
halda áfram veiðum
grafi undan Hvalveiði-
ráðinu og ef íslending-
ar bætist í hópinn halli
enn undan fæti.
stöðunni til hvalveiða en 75% at-
kvæða þarf að baki öllum nteiri
háttar ákvörðunum ráðsins. Því
kann svo að fara að ráðið sé ófært
um að taka allar meiri háttar
ákvarðanir ef fylgi fylkinga er nokk-
uð jafnt.
1 ljósi andstöðu Bandaríkja-
manna gegn hvalveiðum er athygl-
isvert að skoða hvaða þjóðir veiða
mest af hvölum í dag. Er hér ein-
göngu átt við beinar veiðar en ekki
svokallaðar hjáveiðar, þegar hvalir
drepast í veiðarfærum flskiskipa,
en þar er hlutur Bandaríkjamanna
mjög stór. Slíkar hjáveiðar taka
einkum til hinna smærri tegunda,
s.s. höfrunga- og hnísutegunda, og
hafa gegnum árin verið mjög um-
fangsmiklar í samanburði við bein-
ar veiðar á vissum svæðum, til
dæmis í tengslum við túnfiskveiðar