Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 SKOÐUN 33 * Nafnbirtingar í fjölmiðlum MÆTTIR FYRIR RÉTT - OG [ FJÖLMIÐLA: Skeljagrandabræður mæta i Héraðsdóm Reykjavíkur, en þeir Stefán Logi og Kristján Markús Sívarssynir fengu tveggja og þriggja og hálfs árs dóm fyrir fólskulegar líkamsárásir. „Fjölmiðlar greina ekki frá sakamálum til þess að svala forvitni lesenda, áheyrenda eða áhorfenda, né heldur til að skemmta þeim. Þetta eru fréttir vegna þess að um er að ræða samfélagsmein og það er nauðsynlegt fyrir almenning að vita hvernig opinberar stofnanir bregð- ast við þeim. Þetta eru enda okkar stofnanir, til þess samansettar að þjóna okkur og okkar hagsmunum." SNÍ KJALLARI •"'V’ Róbert Marshall K, t formaður Blaðamannafélags íslands Athyglisverð umræða er nú í gangi á vefsíðu Blaðamanna- félagsins, press.is, um nafn- birtingar grunaðra í sakamál- um. Tvö nýleg fréttamál eru þar í brennidepli. Annars veg- ar fjárdrátturinn í Landssím- anum og Barnaklámsmálið hins vegar. Það er eðlilegt og til góðs að blaðamenn velti vöngum yfir þess- um álitamálum. Slík umræða ber vitni um faglegan metnað íslenskra blaðamanna, vilja til að vanda til verka, vilja til að forðast að valda saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu eins og það er svo ágæt- lega orðað í siðareglum íslenskra blaðamanna. Það er full ástæða til að hvetja fjölmiðlafólk til að taka þátt í þessari umræðu á netinu. Vinnureglur fjölmiðla eru ólíkar í þessum efnum. Sumir hafa þá reglu að birta ávallt nöfn, aðrir aldrei og enn aðrir meta hvert mál fyrir sig. Slíkur stigsmunur er fullkomlega eðlilegur og sjálfsagður. Hann er fylgifiskur tjáningarfrelsisins sem er einn af hornsteinum lýðræðissam- félagsins. Þessi munur gerir al- menningi líka kleift að velja þá teg- und fréttaflutnings sem hann kýs. Sumum er illa við nafn- og mynd- birtingar og telja að í þeim felist sak- felling á meðan aðrir kjósa að vita sem allra, allra mest. Glæpir ekki einkamál Það er hins vegar áhyggjuefni að skilningur almennings á þeim grundvallarreglum, sem blaðamenn starfa eftir, virðist á köflum tak- markaður. Fjölmiðlar greina ekki frá saka- málum til þess að svala forvitni les- enda, áheyrenda eða áhorfenda, né heldur til að skemmta þeim. Þetta eru fréttir vegna þess að um er að ræða samfélagsmein og það er nauðsynlegt fyrir almenning að vita hvernig opinberar stofnanir bregð'- ast við þeim. Þetta eru enda okkar stofnanir, til þess samansettar að þjóna okkur og okkar hagsmunum. Fréttaflutningur af sakamálum get- ur þannig aukið skilning á aðgerð- um og ákvörðunum stofnana sam- félagsins og hann getur jafnframt orðið til þess að auka samstarf al- mennings við stofnanirnar og þannig stuðlað að lausn vandans. Glæpir eru þannig ekki einkamál glæpamanna og fórnarlamba þeirra. Þeir varða okkur öll. Mynd af barnaníðingi Síðustu daga hefur sú krafa heyrst að nauðsynlegt sé að birta nöfn barnaníðinga og á það bent að iðulega sé nafngreint þegar um fjársvikamál sé að ræða. Þetta er hins vegar rangt. Það er ekki alltaf nafngreint í fjársvikamálum. Stór- felldur fjárdráttur í Landssíma var stórfrétt en það var ekki síður frétt hverjir höfðu staðið að honum. Þannig þarf það m.a. að þjóna fréttinni, bæta einhverju við hana, þegar menn ákveða að birta nöfn. Þess eru dæmi að fslenskir fjöl- miðlar hafi birt myndir af barna- níðingum. DV birti fyrir all- nokkrum árum mynd af marg- dæmdum kynferðisbrotamanni og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Seinna kom í ljós að þetta var rétt ákvörðun. Sú staðreynd að maður- inn þekktist kom í veg fyrir að hann fremdi enn einn glæpinn. í fjórðu grein siðareglna íslenskra blaðamanna segir: „Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær al- mennt öryggi borgaranna, sérstak- ir hagsmunir almennings eða al- mannaheill krefst nafnbirtingar. í frásögnum af dóms- og refsimál- um skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hef- ur verið sönnuð.“ I þessu dæmi varðaði það klárlega hagsmuni almennings að birta mynd af manninum. Aukinn skilningur Siðareglur Blaðamannafélagsins má lesa á heimasíðu félagsins, press.is, undir tenglinum: siðanefnd. Aukinn skilningur almennings á vinnureglum blaðamanna er til mik- illa bóta og því væri óskandi að sem flestir kynntu sér þær. Það hlýtur að vera vilji fréttaneytenda að vandað sé til fréttaflutnings og skilningur á þeim grundvallarreglum, sem við blaðamenn störfum eftir, hjálpar fólki að skilja á milli þess sem vel er ^ gert og hins þar sem kastað er til höndum. Skilningur á starfi okkar og mikilvægi þess í lýðræðissamfélagi auðveldar okkur vinnuna og stuðlar að upplýstari almenningi. Upplýstur almenningur myndar sér rökstuddar og upplýstar skoðanir og tekur upp- lýstar ákvarðanir. Beðið eftirtexta Manngæska útsending- arstjóra sjónvarpsstöðv- anna birtist jafnan með undarlegum hætti á nokk- O urra vikna fresti þegar frétt- JÉí ir eru sagðar af málefnum ■Q heymarskertra. Þessar g fréttir eru nefnilega ávallt (0 sendar út textaðar. Eins og (/j heymarskertir hafi ekki áhuga á öðmm fréttum en um sjálfa sig. Og eins og þeir bíði límdir við skjáinn vikum saman í þeirri veiku von að nú sé komið að næstu frétt um heymar- skerta sem þeir fái að lesa af skjánum. Magnað. Of eða van f fréttum helgarinnar af fyrstu heyrnarskertu nem- endunum, sem útskrifuðust úr námi á háskólastigi, birt- ist sú skrýtna vinnuregla að texta allar fréttir sem varða heyrnarskerta, með óvenju- lega undarlegum hætti. í fréttum Stöðvar 2 var á ein- um stað í viðtalinu allt sent út í senn: ummæli útskrift- arnemanna flutt á táknmáli, rödd sem túlkaði ummæli þeirra jafnóðum og textinn góði neðst á skjánum. Ekki er gott að segja hverjum textinn var ætlaður! í frétt- um Sjónvarpsins var hins vegar farin önnur leið: þar var skrúfað niður í rödd túlksins á meðan nemend- umir tjáðu sig á táknmáli en textinn góði látinn duga þeim sem ekki skilja tákn- mál. Hvílík gargandi snilld! Hvað með þá sjóndöpru? Skyldu þeir hafa tekið því vel að skyndilega brast á óskiljanleg grafarþögn í miðjum fféttatíma Sjón- varpsins? Hentugt fjárnám Til þess að kóróna snilld- ina brá prentvillupúkinn á leik á annarri sjónvarps- stöðinni þegar einn út- skriftamemanna sagði að fjarnám hentaði heyrnar- skertum einstaklega vel. Textavélin bar þjóðinni nefnilega þau skilboð að fjámám hentaði heymar- skertum einstaklega vel. 8 E E Að mála sig út í horn „Hemaðaraðgerðir okkar í Afganistan og I’rak hafa sýnt að það borgar sig ekki að vera óvinur Bandaríkjamanna. Að- gerðir okkar á Islandi sýna að ef til vill borgar það sig ekki heldur að vera vinur Banda- ríkjamanna." Dr. Michael T. Corgan, aBstoðarprófessor viB alþjóðastjómmáladeild Boston Uni- versity, í grein i Morgunblaöinu. Leitum annað „Nauðsynlegt er að landið hafi sýnilegar varnir með ein- hverjum hætti og ef að Banda- ríkin em ekki tilbúin til þess að viðhalda tvíhliða vamarsamn- ingi við fsland er ljóst að stjórnvöld þurfa að leita eitt- hvað annað eftir vamarsam- starfi innan ramma Nato. I þessu felst engin hótun heldur einungis viðurkenning á þeirri staðreynd að hér þurfi að vera ákveðnar vamir." örn Arnarson á Deiglunni.com. Þófyrr hefði verið „Ef nerinn vill fara þá fari hann - og farið hefur fé betra. Verkefni okkar er að skapa at- vinnu fyrir þá sem hafa unnið hjá hernum eða í störfúm sem hafa orðið til hans vegna. Ef menn hefðu verið raunsæir hefðu menn hafið það verk- efni fyrir löngu því það hefur öllum mátt vera ljóst að breyt- ingar hafa verið f aðsigi." Hreinn Hreinsson á Kreml.is. Ekki sleppa „|Það herurj verið vitað lengi að varnarliðið myndi íyrr eða síðar hverfa á brott af landinu. Menn hafa ekki viljað ræða það mikið upphátt, en undirritaður hefur margsinnis orðið þess var f samtölum við fulltrúa bandarískra stjóm- valda. Auðvitað hafa stjóm- völd verið að fá sömu skilaboð um árabil. En það er ástæðu- laust að leggja árar í bát, held- ur ber að halda f vamarliðið á Keflavíkurflugvelli svo lengi sem nokkur kostur er og það em stjórnvöld einmitt að gera.“ Einar Skúlason á Maddömunni.is. Skandall „Atvinnuleikhús á fslandi hefur aldrei tekið annan eins afturkipp." Jón Hjartarson leikari og félagi ILRI grein í Morgunblaðinu, um versnandi hag Leikfélags Reykjavíkur í tíð núver- andi leikhússtjóra. +■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.