Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Síða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003
Aukinn stuðningur við börn fátækra foreldra
Annmarkar á ráðningu yfirflugumferðarstjóra
FJÁRHAGSAÐSTOÐ: Félags-
málaráð hefur samþykkt að
hækka viðmiðunarupphæðir
þeirra sem njóta fjárhagsað-
stoðar í Reykjavík og sérstakar
greiðslur til að bæta kjör fá-
tækra barna. Lögð verður
áhersla á að aðstoða börn sem
ekki geta tekið þátt í samfélag-
inu til jafns við önnur börn
vegna félagslegra og fjárhags-
legra aðstæðna. Þeir foreldrar,
sem hafa haft tekjur á eða und-
ir viðmiðunarmörkum Félags-
þjónustunnar undanfarna 9
mánuði samfleytt, geta sótt um
styrk að hámarki kr. 10.000 á
mánuði fyrir hvert barn til þess
að mæta kostnaði vegna leik-
skóla, heilsdagsskóla, daggæslu,
skólamáltíða eða tómstunda
barna. Kostnaður vegna þessa
er 15 milljónir á þessu ári. Þá
hefur verið lagt til að reglur um
fjárhagsaðstoð sæti endurskoð-
un á næstu mánuðum. Einnig
er lögð áhersla á að félagsmála-
ráð hafi frumkvæði að því að
taka upp viðræður við ríkisvald-
ið og aðra sem koma að þess-
um málum um sértækar að-
gerðir til þess að bæta kjör
hinna verst settu.
RÁÐNING: Umboðsmaður Al-
þingis telur að annmarkar hafi
verið á málsmeðferð flugvallar-
stjóra á Keflavíkurflugvelli við
ráðningu i starf yfirflugumferð-
arstjóra. I áliti hans kemur þó
fram að ólíklegt sé að annmark-
arnir geti leitt til ógildingar á
ákvörðuninni um ráðningu.
Maður sem sótti um starfið á
sínum tíma en fékk það ekki
kvartaði til umboðsmanns.
Kvörtunin beindist meðal ann-
ars að því að umsækjendum
hefði verið heitið því í að farið
yrði með umsóknir þeirra sem
trúnaðarmál.Taldi umþoðsmað-
ur leiða af lögum að veitingar-
valdshafi gæti ekki gefið um-
sækjendum um opinbert starf
slíkt loforð. Umboðsmaður taldi
að stjórnvöldum bæri almennt
að tryggja að þær upplýsingar
sem þau byggðu ákvarðanir sín-
ar á lægju áfram fyrir hjá þeim
eftir lok mála.Þá gerði maðurinn
athugasemdir við það að flug-
vallarstjóri hefði ekki skráð upp-
lýsingar um það sem fram hefði
komið í viðtölum við umsækj-
endur.Taldi umboðsmaðureðli-
legra að umræddar upplýsingar
hefðu verið skráðar.
Róleg nótt hjá lögreglu víðast hvar:
Þjóðhátíðin
fór vel fram
Þjóðhátíðardagurinn fór víð-
ast hvar vel fram að sögn lög-
reglunnar og engar fregnir
hafa borist um meiri háttar
óhöpp.
Þjóðhátíðardagurinn fór víðast
hvar vel fram að sögn lögreglunnar
og engar fregnir hafa borist um
meiri háttar óhöpp. Hátíðarhöldin
hófust á Austurvelli í gærmorgun
með því að Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti lagði blómsveig að
minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hélt hátíðarræðu og kom m.a. inn á
málefni varnarliðsins. Davíð gat
þess að viðræður um framtíð varn-
arliðsins hæfust innan skamms en
HÁTÍOARÁVARP: Davíð Oddsson for-
sætisru'herra ávarpaði þjóðina á Aust-
urvelli og bar varnarmálin þar hæst.Að
hans sögn munu viðræður við Banda-
ríkjamenn hefjast á næstunni og er
hann bjartsýnn á góðan árangur.
þá munu fulltrúar Bandaríkjanna
og Islands hittast hérlendis. Kvaðst
forsætisráðherra bjartsýnn á sann-
gjörn niðurstaða finnist í málinu.
Fyrir athöfnina fjarlægði lögregla
hóp fólks sem vildi mótmæla þátt-
töku þjóðarinnar í NATO. Fólkinu
var gert að standa utan hátíðar-
svæðisins. Fjallkona var Inga María
Valdimarsdóttir og flutti hún ljóð
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur.
Ekki varmikið um ölvun
í miðbæ Reykjavíkur og
engin ölvunarmál til-
kynnt til lögreglunnar.
Ein líkamsárás
Rigning setti ofurlítið strik í
reikninginn í höfuðborginni en
ekki var að sjá að fólk léti það mik-
ið á sig fá og er talið að mannijöld-
inn hafi náð um 30 þúsund þegar
mest var síðdegis. Fjölbreytt
skemmtidagskrá var frameftir degi
og í gærkvöld var efnt til tvennra
útitónleika f miðborginni. Fór
skemmtunin vel fram og voru flest-
ir farnir til síns heima um þrjúleyt-
ið. Ekki var mikið um ölvun í mið-
bæ Reykjavíkur og engin ölvunar-
mál tilkynnt til lögreglunnar. Ein
líkamsárás var þó tilkynnt í nótt en
ráðist var á konu í Hafnarstræti.
Hún var flutt á slysadeild en meiðsl
hennar reyndust þó ekki alvarleg.
Hún gaf lögreglunni lýsingu á árás-
armanninum en ekki hefur enn
verið haft uppi á honum.
Hátíðarhöldin fóru almennt vel
fram um allt land. Lögreglumenn
sem DV talaði við í morgun voru
BIRGITTA: Aðdáunin á Birgittu Haukdal
leynir sér ekki á þessari mynd. Birgitta
tróð upp á Arnarhóli í gær og tók þar
nokkur lög, m.a. evróvisjónlagið við
undirtektir hundraða barna.
sammála um að þjóðhátíðin hafi
verið róleg frá þeirra bæjardyrum
séð.
Tvennt á slysadeild
Þá var tilkynnt um Qórar líkams-
árásir aðfaranótt 17. júní. Stúlka og
piltur í kringum tvítugt voru flutt á
slysadeild eftir að ráðist hafði verið
á þau á Ingólfstorgi um klukkan
þrjú í nótt en þau hlutu beinbrot á
ökkla og handlegg. Meiðsl þeirra
voru þó ekki eins alvarleg og í upp-
hafl var talið. Tveir árásarmenn,
einnig í kringum tvítugt voru hand-
teknir í kjölfarið og yfírheyrðir.
Þeim var síðan sleppt að yfirheyrsl-
um loknum. Ekki er enn ljóst hver
tildrög árásarinnar voru. Þá fengu
tveir menn að gista fangageymslur
lögreglunnar á Akranesi aðfar-
arnótt 17. júní vegna ölvunar og
slagsmála. -ekA
FJALLKONAN: Inga María Valdimarsdóttir leikkona var fjallkonan að þessu sinni og
flutti hún Ijóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. DV-myndir Karl Petersson
Rífandi gangur
í bleikjuveiðinni
/ ~ ......................................\
BORGARLEIKHÚSIÐ
Leiktélag Reykjavíkur
LITLA SVIÐ
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare
í samstarfí við VESTURPORT
Lau. 21/6 kl. 20 - AUKAS., UPPSELT
Su, 22/6 kl, 20 - AUKAS., UPPSELT
ATH.: SÍÐUSTU SÝNINGAR
Leikfélag Reykjavíkur og íslenski
dansflokkurinn fara nú í sumarfrí. Við
þökkum ríflega 100.000 gestum fyrir korauna
í Borgarleikhúsið í vetur. Endurnýjun
áskriftarkorta hefst 25. ágúst. Sala nýrra
korta og afsláttarkorta hefst 1. september.
Við hlökkum til ángæjulegra samverustunda
í leikhúsinu á nýju leikári, 2003-2004.
Bleikjuveiði hefur byrjað
feiknavel víða um land og og
Ijóst að fiskurinn kemur vel
undan vetri.
„Við fengum fína veiði hérna f
Áramótahylnum, vænar bleikjur og
fiskurinn gaf sig vel," sögðu þeir Ás-
geir Ásgeirsson og Örn Þórhallsson
er við hitturn þá við Áramótahylinn
í Hvolsá \ Dölum, fyrir fáum dög-
um. Hvolsáin oglónið hafa gefið 68
bleikjur og þeir stærstu eru um
fjögur pund.
Svakalegt fjör
„Þetta var frábært. Við fengum 10
bleikjur í lóninu áðan og þær
stærstu voru kringum fjögur pund-
in,“ sagði Svavar Sölvason en hann
veiddi neðar í ánni, eða f lóninu, og
var mjög ánægður með stöðu mála.
„Þegar maður finnur fiskinn er
Þegar maður finnur
fiskinn þá er þetta
svakalegt fjör.
þetta fjör, svakalegt fjör,“ sagði
Svavar og hélt áfram að renna fyrir
fiska í lóninu - flskurinn var í töku-
stuði.
Mjög góð bleikjuveiði hefúr verið
víða um land og veiðimenn verið
að fá mjög góða veiði. Veiðimenn
sem voru í Hópinu í Húnavatssýslu
fyrir nokkrum dögum veiddu vel og
voru stærstu fiskamir um þrjú
pundin.
Sömu sögu er að segja af fleiri
veiðisvæðum núna. Bleikjan kemur
vel undan vetri enda tíðarfarið ver-
ið gott. Veiðimenn sem vom á sil-
ungasvæðinu í Vatnsdalsá veiddu
Bleikjan kemur vel
undan vetri og veiðist
væn víða um landið.
vel en fiskuririn var frekar smár.
Laxinn gæti farið að gefa sig á allra
næstu dögum.
G.Bender