Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Blaðsíða 12
12 MENNING MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNI2003 Menning Leikhús • Bókmenntir • Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Tónlist á sólstöðum VIÐ DJÚPIÐ.Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður á ísafirði og í Bolungarvík frá 19.-23. júní.Þar koma fram Jónas Ingimundarson píanóleikari.Ólafur Kjartan Sig- urðarson barítónsöngvari, Guð- rún Birgisdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari. Þau munu halda námskeið og ferna tónleika. Fleiri tónleikar verða á dagskrá,göngu- og bátsferðirog fleira skemmtilegt.Skráning á námskeiðin stenduryfir,heima- síðan er www.viddjupid.is. „Menningin og tónlistarhefðin er rótgróin fyrir vestan en við ákváð- um að bjóða fram krafta okkar og undirtektir hafa verið góðar," seg- ir Guðrún Birgisdóttir og bætir við. „En þetta er sólstöðuhelgi og fólk verður l(ka að njóta útiveru og fegurðar (slands." íslensk skrímsli og ævintýri BRÚÐULEIKHÚSHÁTÍÐ. Heil- mikil brúðuleikhúshátíð fer fram á Akureyri 19.-23. þessa mánaðar. Setningin verður í Ketilhúsinu kl. 17 á morgun og markar hún einnig upphaf Listasumars. Næstu daga á eftir verða námskeið í leikbrúðu- gerð, götuleikhús, dúkkusýning og brúðuleikhússýningaraf ýmsum toga. Djörf og skemmtileg blanda TÓNLISTARGAGNRÝNI Sigfríður Björnsdóttir Bjartar sumarnætur er yfirskrift há- tíðar sem stofnað hefur verið til á Sel- tjarnarnesi. Stefnan er víst að helga hátíðina hverju sinni einni listgrein og var tónlistin efst á baugi að þessu sinni. Haldnir voru þrennir tónleikar um helgina og segir hér af þeim fyrstu sem fóru fram síðastliðið föstudags- kvöld í Seltjarnarneskirkju. Formaður Menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, setti hátíðina með nokkrum vel völdum orðum. Kynnti hún meðal annars listræna stjórnend- ur hátíðarinnar en það eru þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Tónsmíðar eftir hátt í tug tónsmiða voru fluttar þetta kvöld. Rómantísk tónlist 19. ald- ar var þar fyrirferðarmest en forvitnileg ný- breytni fólst f flutningi á nýjum útsetningum nokkurra laga eftir Bubba Morthens. Tónleikarnir hófust á ílutningi Tríós Reykjavíkur á útsetningu á ungverskum dansi nr. 5 eftir Brahms, Það tók nokkurn tíma að venjast hljómi flygilsins í þessu rými en í dansinum leyndist dágóður kraftur þó fiðlutónn væri ögn neðarlega í tóninum. Eftir fiðluvirtuósinn Sarasate var fluttur spánskur dans fyrir tvær fiðlur. Þær Guðný og Pálína Árnadóttir fiðluleikari reyndust frábærlega vel samstilltar að stærstum hluta og Peter Maté skilaði óspennandi píanópartinum eins vel og kostur var. Gunnar Kvaran flutti Svan- inn eftir Saint-Saens af þeirri einbeitingu sem gefur þessu mikið notaða efni nýtt lff. Hörpuleikur Moniku Abendroth var hins vegar of hrynbundinn og flatur. 1 Meditation úr óperu eftir Massanet var harpan of sterk en strengjaraddir hljómuðu vel. Að þessari konfektsyrpu lokinni var svo komið að útsetningum Hrafnkels Orra Egils- sonar fyrir rödd, strengjakvartett og hörpu á fjórum sönglögum Bubba Morthens. Höf- undur söng. Klettur í hafí afhjúpaði strax veikleika í útsetningu þar sem harpan hamr- aði einfaldan þrískiptan takt eins og gítar- FLYTJENDUR: Taliðfrá vinstri:Bubbi Morthens.Gunnar Kvaran, Hrafnkell Orri Egilsson, Unnur Sveinbjarnardóttir,Guðný Guðmundsdóttir,Gerrit Schuil.Monika Abendroth, Pálína Árnadóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir og Peter Máté. byrjandi væri að æfa sig á sviðinu. Stutt milli- spil milli erinda geymdu betra efni og fiðlu- strófur í lokin önduðu ögn af því frelsi og flugi sem fylgilínur hefðu þurft að hafa allan tím- ann. Höfundurinn söng einfalt og oft fallegt lagið á sérlega hljómfallegan hátt og hljóð- blöndun með mögnurum tókst með ágætum. Talrödd Bubba setti þó hroll niður bakið því hásari söngvari hefur ekki sést á sviði lengi. En eins og öðrum atvinnumönnum á þessu sviði þá tókst honum að syngja fram hjá allri hæsi. Vel þekkt lög hans, s.s. Það er gott að elska, hljómuðu um margt vel í þessum bún- ingi en nokkuð víst að form laganna hefði orðið fjölbreytilegra ef hann hefði skrifað fyr- ir þennan flutningsmáta í upphafi. Þau Gerrit Schuil píanóleikari og Unnur Sveinbjarnardóttir lágfiðluleikari fluttu eftir hlé Vocalise op. 34 nr. 14 eftir Rachmaninoff hrífandi vel. Flygillinn var beygður inn í rým- ið og túlkun fiðluleikarans á tregafullu efninu svo hrein og hógvær að það lyfti andanum til íhugunar í stað lágflugs nautnarinnar. Tónsmíðar eftir hátt í tug tónsmiða voru fluttar þetta kvöld. Rómantísk tónlist 19. aldar var þar fyrirferðarmest en forvitnileg nýbreytni fólst í flutningi á nýjum útsetning- um nokkurra laga eftir Bubba Morthens Gerrit sýndi svo frábæran leik í flutningi þeirra Rannveigar Frfðu Bragadóttur messósópransöngkonu á Átta Sígaunaljóð- um op.103 eftir Brahms. Rödd Rannveigar er fögur þrátt fyrir mikið vibrató og saman náðu þau flugi í fjórða, sjötta og ekki síst sjöunda lagi ljóðasveigsins þar sem þau sköpuðu eina af þessum ógleymanlegu stundum þegar tíminn stöðvast og allt heldur í sér andanum. Zigaunerweisen op. 20 eftir Sarasate er skrifað sem syrpa af efni þar sem höfundur- inn gat sýnt leikni sína og sætan tón. Guðný notaði tækifærið til hins ýtrasta og fór af stað í fantastuði og hefði getað grætt grjótið með tóninum í stefinu sem hér er þekkt sem Til eru fræ og Haukur heitinn Morthens söng ógleymanlega. Rannveig og Gerrit settu svo lokasvipinn á tónleikana með stórgóðum aríuflutningi. Rannveig flutti Carmen-aríur eftir Bizet af ástríðu og Stride la vampa úr II Trovatore eftir Verdi var viðeigandi endir á þessari tilfinningaríku og oft eldfimu efnis- skrá. Nú bíðum við bara spennt eftir augljós- lega metnaðarfullu og djörfu framhaldi Bjartra sumarnátta næsta vor. Krefjandi lestur BÓKMENNTAGAGNRÝNI Katrín Jakobsdóttir Stafrænar fjaðrir. GISP2: Bjarni Hinriksson Stafrænar fjaðrir er ný íslensk mynda- sögubók eftir Bjarna Hinriksson og er GISP! skráð fyrir útgáfu hennar. Hér á landi var gefið út myndasögutímarit- ið GISP! í byrjun 10. áratugar 20. aldar en íslenskar teiknimyndasögur hafa annars verið ótrúlega fáar. Stafrænar fjaðrir er einkum ætluð eldri les- endum en íslendingum hefur hætt við þvf að tengja myndasögur við börn og fullorðnir les- endur hafa oft veitt þeim litla athygli. Skemmst er að minnast Simpsons-þáttanna sem margir fullorðnir fóru ekki að horfa á fyrr en um sfðir og þá með mikilli tregðu á þeim forsendum að teiknimyndir væru ekki fyrir fullorðna. Eigi að síður alast mörg börn enn upp við teiknimyndasögur þó að þær séu ekki jafnal- gengar óg hjá börnum fyrir 20 árum sem gleyptu í sig Tinna, Ástrík, Lukku-Láka og fTeiri. Myndasagan hefur þróast mikið síðan og hefir þróunin verið hvað hröðust í upp- runalöndum myndasögunnar. f Stafrænum fjöðrum birtast nokkrar stutt- ar myndasögur sem flestar hafa birst áður á ólflcum vettvangi. Bjarni fer um vfðan völl, meðal annars má finna áhugaverða sögu um Jónas Hallgrímsson og Pál Gaimard, Guð- dómleg innri spenna og pfna, þar sem per- sónurnar Tinna og Tobbi finna „fyrstu ís- lensku teiknimyndasöguna" og reynist hún vera eftir Jónas Hallgrímsson. Þar leikur Bjarni sér að því að nota gamlar myndir af Jónasi og Páli og setja þær inn í teiknimyndasöguumhverfið auk þess sem hann notar rómantískt letur. Þessi saga ásamt fleirum fellur undir seríu sem kallast listflug Tinnu og Tobba en þau eru ungskáld sem fljúga um og virðast aldrei fá úthlutun úr launasjóði rithöfunda. Nöfnin Tinna og Tobbi vísa að sjálfsögðu í hinn eina sanna Tinna og hundinn hans Tobba en um leið virðast þau vera einkonar málpípur höf- undar en þau velta mikið fyrir sér skáldgáf- unni, vængjum andagiftarinnar (en þau fljúga um á bókavængjum) og hverfandi litl- um tekjum af ritstörfunum. Að mörgu leyti er heimur Bjarna spennandi og framtak- ið gott. Hann fæst við spenn- andi spurningar sem lesendur eru vanari að lesa um íprósa og því er lestur Stafrænna fjaðra um margt krefjandi og spennandi. Á listfluginu finna Tinna og Tobbi meðal annars fyrstu íslensku teiknimyndasöguna en rekast líka á ýmsa þekkta einstaklinga úr íslensku .þjóðlífl, s.s. Kára Stefánsson sem þau afhenda gróðagenið til að komast hjá vandræðum. Þá lenda þau í samskiptum við heilaga þrenningu í sögunni Cielo Palace en hún fjallar um ástina og lostann og hvort ást feðga getur verið sterkari en losti sá sem amor skýtur manni í brjóst. Sögurnar um Tinnu og Tobba eru hefð- bundnar myndasögur þar sem texti og .myndir fara saman en að auki birtir Bjarni sögur þar sem myndimar tala einar, t.a.m. Bókaeyjuna þar sem uppmni íslendinga sem sagnaþjóðar er skýrður. Að mörgu leyti er heimur Bjarna spenn- andi og framtaldð gott. Hann fæst við spenn- andi spurningar sem lesendur em vanari að lesa um í prósa og því er lestur Staffænna fjaðra um margt krefjandi og spennandi. Hins vegar er bókin nokkuð óaðgengileg og tormelt; myndirnar krefjast mikillar eftirtekt- ar og erfitt getur verið að skilja samhengið í sögunum. Segja má að herslumuninn vanti á ýmsum sviðum en bókin er samt sem áður Iofsvert framtak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.