Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 14
14 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 Merkur skólamaður kveður A þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var Mennta- skólanum á Akureyri slitið samkvæmt venju. Alls voru 130 nemendur brautskráðir frá skól- anum að þessu sinni og í þeirra hópi var sex þúsundasti stúdentinn. Fyrstu stúdentarnir voru útskrifaðir frá þessari merku mennta- stofnun fyrir 75 árum. Á þessum tímamótum hefur Tryggvi Gíslason skólameistari ákveðið að kveðja skólann en hann varð skólameistari árið 1972. Á engan er hallað þegar því er haldið fram að Tryggvi Gíslason hafi átt mestan þátt í því að hefja Menntaskólann á Akureyri til vegs og virð- ingar innan íslenska menntakerfisins. Fyrir menntastofnun eins og Menntaskólann á Akur- eyri er fátt mikilvægara en að þeir sem þar velj- ast til forystustarfa séu hugsjónamenn - búi yfir eldmóði athafnamannsins sem tekur vanda- málin föstum tökum en skynjar og nýtir tæki- færin. í liðlega 30 ár hefur Tryggvi Gíslason ver- ið í senn hugsjónamaður og athafnamaður. í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag sagði Tryggvi Gíslason meðal annars um þær breytingar sem orðið hafa frá því hann tók við starfi skólameistara fyrir liðlega 30 árum: „Það hefur allt breyst. Ytri aðstæður hafa allar breyst, viðhorf, afkoma, menntun og kröf- ur, en ungt fólk er samt við sig engu að síður og þó svo að það séu margar blikur á lofti, að mér finnst, höfum við aldrei átt betra og mannvæn- legra ungt fólk en einmitt nú. Það er betra vegna þess að það er víðsýnna, skilningur þess Á engan er hallað þegar því er haldið fram að Tryggvi Gíslason hafi átt mestan þátt í því að hefja Mennta- skólann á Akureyri til vegs og virð- ingar innan íslenska menntakerfis- ins. Fyrir menntastofnun eins og Menntaskólann á Akureyri er fátt mikilvægara en að þeir sem þar velj- ast til forystustarfa séu hugsjóna- menn - búi yfir eldmóði athafna- mannsins sem tekur vandamáiin föstum tökum en skynjar og nýtir tækifærin. og þekking er meiri, og það er mannvænlegt vegna þess að það hefur alist upp við betri kjör en nokkurt ungt fólk í þessu landi í þúsund ár.“ í sinni síðustu skólaslitaræðu gerði Tryggvi Gíslason nýsköpun í skólastarfi að umtalsefni. Skilaboðin voru skýr: Nýsköpun í skólastarfi er nauðsynleg. Krafa tímans er aukin afköst - betri nýting íjármuna. pannig á að stytta nám til stúdentsprófs og lengja skólaárið í tíu mánuði. Auka þarf ábyrgð nemenda á námi sínu en Tryggvi Gíslason heldur því fram að á undan- förnum árum hafi það færst í vöxt að fram- haldsskólar séu orðnir geymslustofnanir fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill. Afleiðingin er námsleiði og óeðlilega mikið brottfali nemenda úr námi. Tryggvi Gíslason telur nauðsynlegt að auka hlut starfsmenntunar. En til þess þarf at- vinnulífið að móta starfsnámið og taka beinan þátt í kostnaði. í skólaslitaræðu sinni benti Tryggvi Gíslason á að með nýsköpun skólastarfsins væru mögu- leikar á að hækka laun kennara og binda laun þeirra við árangur - árangurstengja laun og gera kennara ábyrga fyrir árangri í starfi sínu. Og í huga skólameistara Menntaskólans á Akur- eyri er sjálfsagt að taka upp skólagjöld í fram- haldsskólum. Það sem kostar ekkert er einkis virði. Með aukinni kostnaðarvitund munu nemendur og foreldrar hafa frekar vakandi auka með námi og kennslu. Skólaslitaræða Tryggva Gíslasonar er gott innlegg í þá umræðu sem verður að fara fram um nýskipan skólamála hér á landi. En eins og hann sagði sjálfur í ræðu sinni: „Þessi nýsköpun í skólakerfinu kostar vilja, bæði pólitískan vilja og vilja af hálfu almennings og Samtaka at- vinnulífsins. Nýsköpun af þessu tagi er hvorki einföld né auðveld og getur kostað blóð, tár og svita og hugsanlega getur eitthvað tapast, en að mínum dómi vinnst miklu fleira en það sem tapast og nú er þörf breytinga. Þetta er að- kallandi verkefni og vona ég að stjórnvöld, Samtök atvinnulífsins, kennarar, nemendur og foreldrar beri gæfu til að skiptast á skoðunum um þetta mikilsverða mál á heiðarlegan hátt.“ Varnar- og öryggismál íslands: Skilgreining lágmarksvarna e Hergögn samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna 2002 Orrustuþotur Orrustuþyrlur Skriðdrekar Herskip Bandarikin 3592 2405 8087 315 Grikkland 505 20 1723 39 Þýskaland 503 242 2398 67 Japan 499 89 1041 95 Tyrkland 448 42 4058 59 Svíþjóð 303 0 280 17 Pólland 203 111 947 27 Kanada 180 29 114 33 Holland 162 30 300 22 Ástralía 156 24 90 20 Brasilla 141 141 407 27 Sviss 138 0 556 0 Rúmenía 71 19 271 0 Danmörk 68 12 248 9 Nýja-Sjáland 25 3 0 4 Georgla 7 3 87 1 Armenfa 6 8 110 0 Eistland 0 0 0 1 frland 0 0 0 0 k FRÉTTAUÓS ■ Ólafur Teitur Guðnason olafur@dv.is Stjórnvöld líta svo á að núver- andi viðbúnaður varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli sé lágmarksviðbúnaður. í kjölfar umræðunnar undanfarna daga hafa vaknað spurningar um hve miklar varnir séu nauðsynlegar. Er til nákvæm skilgreining á því hverjar séu lágmarksvarnir íslands? Svar- ið er nei. Sturla Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, segir í viðtali við DV að nákvæm, tæknileg skilgrein- ing á því hverjar séu nauðsynlegar lágmarksvarnir landsins hafi hvergi verið sett á blað. „Það er ekki þar með sagt að menn hafi ekki ákveðnar hug- myndir um það,“ segir Sturla og bendir til dæmis á tvær greinar- gerðir um varnar- og öryggismál landsins sem unnar voru fyrir stjórnvöld 1993 og 1999. Eins og fram kom í DV í síðustu viku er í síðari skýrslunni hvorki útskýrt hvað skuli teljast lágmarksvarnir fyrir ísland né er þar heldur fjallað um hvernig bregðast skuii við ef Bandaríkjamenn dragi úr viðbún- aði sínum á íslandi umfram það sem íslendingar geti sætt sig við með tilliti til öryggis landsins. Blað- ið hefur ekki aflað sér eintaks af fyrri skýrslunni. Vélum má ekki fækka En eins og Sturla bendir á hafa stjórnvöld ákveðna hugmynd um hvar mörkin liggja. „Hvað varðar loftvarnir sem slíkar teljum við að þær skipti miklu máli með hliðsjón af legu landsins og okkar stóra flug- umsjónarsvæði og þess að við erum eina aðildarrtki NATO sem hefur ekki eigin loftvamir en Lúx- emborg nýtur í því sambandi ná- lægðar sinnar við Þýskaland, Belgíu og Frakkland," segir Sturla. „Orrustuþotum á Kefla- víkurflugvelli hefur fækkað mikið, fyrst úr 18 í 12 og svo úr 12 í 4 og við teljum að það að fækka þeim frekar væri orðin markleysa." „Orrustuþotum á Keflavíkurflug- velli hefur fækkað mikið, fyrst úr 18 í 12 og svo úr 12 í 4, og við teljum að það að fækka þeim frekar væri orð- in markleysa. Þetta er það lágmark sem þarf til að geta sett vélar í loft- ið án mikils fyrirvara því að gera má ráð fyrir að á hverjum tíma sé hluti vélanna í viðhaldi eða ekki til taks af einhverjum völdum.“ Spurt er hvort til sé áætlun um hvort og þá hvernig Island gæti tryggt landvarnir án þess að stóla á erlent herlið. Sturla segir að engin niðurstaða liggi fyrir um það. Eitt skref í einu Einar K. Guðfinnsson, einn full- trúa Sjálfstæðisflokksins í utanrík- ismálanefnd Alþingis, tekur undir það mat stjórnvalda að núverandi viðbúnaður feli í sér lágmarksvarn- ir. „Ég tel að þær varnir sem við búum við núna séu þær varnir sem við eigum að gera kröfu til. Þó að menn hafi út af fyrir sig ekki fest slíkt á blað - sem mér er ekki kunn- ugt um á hvorn veginn sem er - þá tel ég að það sem við höfum búið við undanfarin ár séu varnir sem við höfum getað treyst á. Ég vona að við getum búið við sambærileg- ar varnir áfram." - En hefði verið eðlilegt að eiga fullbúnar tillögur um viðbrögð við því að þær varnir yrðu hugsanlega ekki lengur fyrir hendi? „Við tökum eitt skref í einu,“ segir Einar K. „Við verðum að láta á það reyna hvað kemur út úr viðræðunum við Bandaríkjamenn. Aðalatriðið er að varnarsamningurinn er gagn- kvæmur samningur sem byggir á þeim skilningi að hann sé báðum aðilum í hag. Við vorum að sækjast eftir tryggingu á vörnum fyrir okkar land og um leið að leggja af mörk- um land til þess að treysta varnir vestrænna þjóða. Ég tel að þótt margt hafi breyst í heimsmyndinni þá megi þessi keðja, sém menn mynduðu gegn kommúnismanum um miðja síðustu öld, ekki rofna - auk þess sem það er auðvitað fá- sinna að nokkurt land geti verið óvarið." Fáir varnarlausir Sameinuðu þjóðirnar hafa und- anfarin ár óskað eftir því við aðild- arríkin að þau skili árlega inn skýrslu um hergögn sem þau hafa yfir að ráða. Sautján lönd hafa skil- að gögnum fyrir árið 2002 og sýnir meðfylgjandi skýringarmynd hvað þau ráða yfir mörgum orrustuþot- um. Upplýsingum um írland og Gríman og„tvö stóru" Stóru atvinnuleikhúsin tvö riðu ekki mjög feitum hesti frá Grímunni. Aðeins £ fimm af þrettán möguleg- U um verðlaunum féllum o þeim óskipt í skaut: verð- JS^ laun fyrir bestu leikmynd, 73 tónlist, leikskáld, leikkonu í aukahlutverki og leikara í flj aðalhlutverki. Frjálsir leik- hópar stálu senunni og hirtu m.a. verðlaun fýrir bestu barnasýningu, bún- inga og leikstjórn og vitan- lega aðalverðlaunin: bestu sýningu ársins. Sumir telja þetta til marks um að einkaframtakið hafi tekið fram úr hinu opinbera í leiklistarlífinu. Ekki alveg svo gott, því flestir sem fengu verðlaun frá frjálsu leikhópum eru jafnframt á föstum launum hjá öðru hvoru stóru leikhúsanna, sem auk þess veittu afnot af húsakynnum sínum. Nóg boðið Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið er sem kunnugt er við Hlemm í heldur óglæsilegu húsnæði, en til stendur að flytja það annað. Sagan segir að á dögunum hafi Jón Krist- jánsson ráðherra verið að mæta til vinnu í ráðuneyt- inu þegar tveir drykkju- menn undu sér að honum og sögðu ákveðnir að þetta gengi ekki lengur; aðkoman að ráðuneytinú væri orðin alveg skelfilega sóðaleg! Mun lón þá ekki lengur hafa velkst í vafa um rétt- mæti fyrirhugaðra flutn- inga, fyrst rónunum þótti ástandið orðið óbærilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.