Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Blaðsíða 18
18 TILVERA MIÐVIKUDACUR 18.JÚNI2003_
Ræktun lýðs og lands
Umsjón: Páll Guðmundsson
Netfang: palli@umfi.is
Sími: 568 2929
, Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFI:
Á móti sól leggur í hringferð
DANSINN DUNAR: Hljómsveitin Á móti sól mun halda uppi fjörinu á Unglingalandsmótinu á Isafirði. Myndin er tekin á ULM á Tálknafirði þar sem eftir annasama daga var
tjúttað og trallað langt fram eftir kvöldi.
ISAFJÖRÐUR: Rómuð náttúrufegurð og stórfengleiki Vestfjarða munu leika stórt
hlutverk á Unglingalandsmótinu á (safirði. í samvinnu við ferðaþjónustuyfirvöld
munu mótshaldarar bjóða upp á gönguferðir og siglingar í nágrenni Isafjarðar.
VALA FLOSADÓTTIR: Á ULM árið 2000.Á Unglingalandsmótið á (safirði mæta
margir landsfrægir iþróttamenn úr öllum íþróttagreinum og taka þátt (fjölbreyttri
dagskrá mótsins.
Hljómsveitin Á móti sól, sem
mun leika fyrir dansi á Ung-
lingalandsmóti UMFÍ, stend-
ur í ströngu þessa dagana.
Sumarplata sveitarinnar,
Fiðrildi, kemur út í lok júní og
hljómsveitin verður mikið á
ferðinni í sumar og spilar á
sveitaböllum og víðar. Há-
punktur sumarsins hjá Á móti
sól verður um verslunar-
mannahelgina þar sem
hljómsveitin verður aðal-
númerið á Unglingalands-
móti UMFÍ á ísafirði.
Sannir ungmennafélagar í sól
„Þetta verður heilmikil törn. Við
verðum á ferð og flugi um allt land
meira og minna í allt sumar og eig-
um von á miklu fjöri. Nýja platan
kemur út í lok júní, það er aðeins á
eftir áædun en lítið við því að gera,"
segir hljómborðsleikarinn Heimir
Eyvindarson sem jafnframt gegnir
hlutverki umboðsmanns hljóm-
sveitarinnar.
Heimir æfði á sínum tíma fót-
bolta, var í marki og þótti góður.
„Ja, ég veit það nú ekki," segir
Heimir, „en það skemmtilega við
þetta samstarf við UMFÍ er að við f
sveitinni erum allir sannir og gaml-
ir ungmennafélagar og höfum
svona með einhverjum hætti
stundað íþróttir eða tekið þátt í
ungmennafélagsstarfinu." Magni
söngvari er frá Borgarfirði eystra og
kemur úr UMFB. Hann var ákaflega
efnilegur hlaupari og stökkvari,
Þórir var í Umf. Selfoss og HSK og
tók þátt í Grýlupottahlaupinu,
Heimir var í marki í fótbolta hjá
yngri flokkum Umf. Selfoss og Sæv-
ar gítarleikari var stormsenter m.a.
í Hveragerði og Umf. Selfoss. Þess
má geta að í fótboltakeppni hljóm-
sveita á íslandi var Heimir valinn
besti leikmaður mótsins og Sævar
var markahæstur. „Við ætlum svo
sannarlega að nota tækifærið og
taka þátt f dagskrá Unglingalands-
mótsins, sérstaklega allri afþrey-
ingunni sem verður í boði og hugs-
anlega í foreldraþautunum," segir
Heimir. Nýja platan, Fiðrildi, inni-
heldur 11 ný lög og eitt þeirra, Allt
rólegt, er þegar komið í spilun.
Fjölbreytt dagskrá
Á Unglingalandsmótinu verður
keppt í átta íþróttagreinum; fót-
bolta, handbolta, körfubolta,
sundi, frjálsum íþróttum, skák og
glímu. f fótboltanum hefur verið
tekin upp sú nýjung að nú geta ein-
staklingar skráð sig til leiks og
myndað lið með einstaklingum
hvaðanæva af landinu. Eins hafa
orðið þær breytingar á Unglinga-
landsmótum UMFI að nú geta allir
tekið þátt í mótinu og íþrótta-
keppninni, óháð því hvort viðkom-
andi er í hreyfingunni eða ekki.
Sérstök hæfileikakeppni f sam-
starfi UMFÍ og Samfés verður í
gangi á Unglingalandsmótinu og
geta allir á aldrinum þrettán til
átján ára tekið þátt í keppninni og
látið ljós sitt skína.
Á ísafirði verður fjölbreytt af-
þreying í boði fyrir gesti mótsins.
Má þar nefna ýmsa leiki, þrautir,
leiktæki, kajakleigu, siglingar,
hestaferðir, veiði, gönguferðir,
sund, flugeldasýningu, dans,
kvöldvökur og margt fleira.
Mikil þátttaka
Á Unglingalandsmót UMFÍ
koma alla jafna erlendir gestir og
taka þátt í mótinu og sýna listir sín-
ar. Að þessu sinni hafa glímumenn
frá Svíþjóð boðað komu sína á
mótið og munu þeir kynna grísk-
rómverska glímu og bjóða þeim
sem þora að taka við sig nokkur
spor. Þá er aldrei að vita nema að
íslenskir glímukappar reyni sig við
hina grísk-rómversku glímumenn
líkt og Jóhannes á Borg gerði forð-
um daga og hafði betur.
Ferðaþjónustuaðilar fyrir vestan
bjóða upp á fjölmarga möguleika til
gönguferða um rómaða náttúru
Vestfjarða.
Undirbúningur héraðssam-
banda fyrir Unglingalandsmótið er
nú víða vel á veg kominn. Á mótinu
í fyrra voru um 1200 keppendur og
Unglingalandsmótsnefnd stefnir
að því að þeir verði fleiri í ár. Gestir
á mótinu í fyrra voru úm 6000 og
vonast er til að þeir verði enn fleiri í
ár
Á heimasíðu Unglingalands-
móts, www.umfi.is/ulm2003, eða
www.ulm.is, er hægt að nálgast all-
ar upplýsingar um mótið og jafn-
framt skrá sig til þátttöku.
Unglingalandsmót UMFI er
ókeypis fjölskylduhátíð. Aðgangs-
eyrir er enginn og öll afþreying og
skemmtun ókeypis. Sérstakt þátt-
tökugjald fyrir keppendur á mótinu
er 4.500 krónur og innifalið í því er
öll afþreying og skemmtun, auk
bakpoka með ýmsum glaðningi.
Velkomin
UNGLINGA
LANDSMÓT
UMFÍ
Unglingalandsmót UAAFÍ
Isafirði verslunarmannahelgina
1.-3. ágúst
Frábær fjölskyldhátíð þar sem gleði,
ánægja og heilbrigði ráða ríkjum.