Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 31
4-
MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003 DVSPORT 31
SAGAN AF DAVID BECKHAM
Nú þegar orðið er Ijóst að David
Beckham mun spila með Real
Madrid næstu fjögurtlmabilin er
ekki úr vegi að fara yfir forsögu
kaupanna sem teygir sig allt til
miðvikudagsins 26. mars.
• Miðvikudagur 26. mars: Jorge
Valdano, yfirmaður knattspyrnu-
mála hjá Real Madrid,hrindir af
stað vangaveltum með því að
segja að Beckham sé næsta stóra
verkefni liðsins.
• Þriðjudagur 22.apríl: David
Beckham neitar að útiloka að hann
gangi til liðs við Real Madrid með
orðunum. „Ég hef alltaf sagt að
maður eigi aldrei að segja aldrei."
• Miðvikudagur 23.apríl: Beck-
ham byrjar á bekknum í seinni leik
Manchester United og Real Madrid
(8-liða úrslitum meistaradeildar-
innar - flestum til mikillar furðu.
• Fimmtudagur 24.apríl: Flest
dagblöð í Englandi gera því skóna
að bekkjarseta Beckhams gegn
Real Madrid marki endann á ferli
hans hjá Manchester United.
• Miðvikudagur 30. apríl: Flor-
entin Perez,forseti Real Madrid,
neitar því staðfastlega að félagið
hafi rætt við Manchester United
um kaup á David Beckham.
• Laugardagur 7. júní:
Manchester United birtir opinbera
yfirlýsingu þar sem fram kemur að
spænsk og ítölsk stórlið hafi sýnt
David Beckham áhuga.
• Mánudagur 9.jún(: ACMilan
dregur sig út úr kapphlaupinu um
David Beckham með orðum eig-
anda liðsins, Silvio Berlusconi, um
að það sé hægt að eyða peningum
á snjallari hátt en að kaupa David
Beckham.
• Þriðjudagur lO.júní: David
Beckham,f fríi (Bandaríkjunum, lýs-
ir því yfir að hann vilji vera áfram
hjá Manchester United á meðan
félagið vilji hafa hann. Hann heldur
þó öllum dyrum opnum því hann
bætir við að hann hafi aldrei sagt
að hann myndi ekki yfirgefa félag-
ið einhvern tíma á ferlinum.Sama
dag tilkynnir Manchester United
að félagið hafi samþykkt tilboð
Barcelona í Beckham sem er reynd-
ar þeim skilyrðum háð að Joan
Laporta,einn af forsetaframbjóð-
endum félagsins, verði forseti, og
að Beckham semji við Barcelona.
David Beckham bregst illa við
þessum fréttum og segist vera peð
i forsetaslag Barcelona.
• Miðvikudagur 11. júní: Joan
Laporta staðfestir áhuga sinn á því
að fá David Beckham til Barcelona
og segir félagið þurfa leiðtoga á
borð við Beckham. Sama dag
gagnrýnir Gordon Taylor,formaður
ensku leikmannasamtakanna,
Manchester United fyrir meðferð
s(na á Beckham.
• Fimmtudagur 12. júní: The Sun
birtir frétt þess efnis að búið sé að
ákveða dag fyrir viðræður milli
Real Madrid og Manchester United
um kaup á David Beckham.
• SunnudagurlS.júnúJoan
Laporta er kosinn forseti Barcelona
og allt virðist vera klárt fýrir kaup
félagsins á David Beckham frá
Manchester United líkt og samið
var um lO.júní.
• Mánudagur 16.júní: The Sun
birtir mynd af David Gill, yfirmanni
knattspyrnumála hjá Manchester
United, ásamt Pedro Lopez, lög-
fræðingi Real Madrid,á Sardiníu en
Lopez þessi hefur séð um öll kaup
Real Madrid á stórstjörnunum Luis
Figo.Zinedine Zidane og Ronaldo,
á undanförnum árum. Fyrirsögn
fréttarinnar gefur til kynna að
Beckham sé orðinn leikmaður Real
Madrid. Sama dag segist Joan
Laporta, nýkjörinn forseti
Barcelona, aldrei hafa lofað því að
félagið myndi kaupa David Beck-
ham enda bendir flest til að hann
gangi til liðs við erkifjendurna (
Real Madrid.
• Þriðjudagur 17.júní: Daily
Mail birtir frétt þess efnis að David
Beckham hafi skrifað undir fjög-
urra ára samning við Real Madrid.
Seinna sama dag staðfesta Real
Madrid, Manchester United og
David Beckham þetta.
oskar@dv.is
David Beckham heldur á slóðir kónganna í Real Madrid
í gær varð Ijóst að David
Beckham mun leika með
spænska stórliðinu Real Ma-
drid næstu fjögur árin. Þar
með er lokið nokkurra mán-
aða farsa þar sem þessi snjalli
leikmaður hefur verið orðað-
ur við Barcelona og Real
Madrid til skiptis. Manchester
United ber ekki skarðan hlut
frá borði því Real Madrid þarf
að punga út þegar ailt kemur
til 25 milljónum punda, rúm-
lega þremur milljörðum ís-
lenskra króna, sem verður að
teljast bærilegt miðað við
stöðuna á ieikmannamark-
aðnum þessa stundina.
Eins og áður sagði skrifaði Beck-
ham undir íjögurra ára samning við
Real Madrid og herma heimildir á
Spáni að hann muni fá um 90 þús-
und pund á viku, rúmar 11 milljón-
ir. Hann mun gangast undir lækn-
isskoðun 1. júlí og ef allt gengur að
óskum skrifa undir samninginn
daginn eftir.
Manchester United birti yfirlýs-
ingu í gær þar sem kaupin á Beck-
ham voru staðfest en mikil leynd
hefur verið yfir samningaviðræð-
unum á milli félaganna tveggja.
„Það er búist við því að gengið
verði frá samningnum í júlí, svo
framarlega sem stjórnir Manchest-
er United og Real Madrid samþykki
samninginn og nægileg trygging fá-
ist fyrir greiðslunum.
David Beckham hefur náð sam-
komulagi um launakjör og mun
væntanlega skrifa undir samning-
inn þegar allt er klappað og klárt á
milli félaganna."
Úthugsuð kaup
jorge Valdano, yfírmaður knatt-
spyrnumála hjá Real Madrid, stað-
festi einnig kaupin á Beckham í
gær.
„Ég er ákaflega ánægður með
komu Davids til félagsins. Þetta
voru úthugsuð kaup hjá félaginu
sem munu gera Iiðið betra. Sam-
skipti félaganna voru góð en það
sem mestu máli skipti var að David
vildi spila fyrir Real Madrid.
Gat ekki sagt nei
David Beckham, sem flaug til
Asíu í gær í kynningarferð ásamt
konu sinni Victoriu, sagði við
blaðamenn að það hefði ekki verið
að hægt að segja nei við stórlið eins
og Real Madrid.
„Þetta er ótrúlegt tækifæri íyrir
mig og mína fjölskyldu og ég gat
hreinlega ekki sagt nei. Ég hefði ör-
„Þetta er ótrúlegt tæki-
færi fyrir mig og mína
fjölskyldu og ég gat
hreinlega ekki
sagt nei."
ugglega séð eftir því það sem eftir
Iifir ævinnar ef ég hefði neitað mér
um tækifæri til að spila fyrir jafn-
frægt félag og Real Madrid."
Beckham notaði einnig tækifær-
ið og þakkaði Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóra Manchester United,
fyrir að hafa gert hann að þeim
knattspyrnumanni sem hann væri í
dag og áréttaði að Manchester
United og leikmenn þess myndu ^
alltaf eiga sérstakan stað í hjarta
hans.
Óska honutn alls hins besta
Það hefur oft verið grunnt á því
góða á milli Alex Ferguson og Dav-
id Beckham á undanförnum árum
en gamli Skotinn hafði ekkert nema
gott um lærisveininn að segja í gær.
„Ég hef þekkt David síðan hann
var ellefu ára og það hefur verið af-
ar ánægjulegt að fylgjast með hon-
um vaxa og dafna í þann leikmann
sem hann er í dag.
David hefur verið stór hluti af ár-
angri Manchester United undan-
farin ár og ég óska honum og fjöl-
skyldu hans alls hins besta í ffam- '*
tíðinni."
oskar@dv.is
FERILL DAVIDS BECKHAMS í ENGLANDI FRÁ 1992-2003 ■ LANDSLEIKIR BECKHAMS
Manchester United
Tímabil Deildarl./mörk Bikarl./mörk Deildarbikarl./mörk Evrópui./mörk Samtals
1992-1993 0/0 0/0 1/0 0/0 1/0
1993-1994 0/0 1/0 3/0 1/1 5/1
1994-1995 4/0 1/0 0/0 0/0 5/0
1995-1996 33/8 3/1 2/0 2/0 40/9
1996-1997 37/8 2/1 0/0 10/2 49/11
1997-1998 37/9 4/2 0/0 8/0 49/11
1998-1999 34/6 7/1 1/0 12/2 54/9
1999-2000 31/6 0/0 0/0 12/2 43/8
2000-2001 31/9 2/0 0/0 12/0 45/9
2001-2002 28/8 1/0 0/0 12/4 41/12
2002-2003 31/6 3/1 5/1 13/3 52/11
Samtals 266/60 24/6 12/1 82/14 384/81
Preston North End (lán)
1994-1995 5/2 0/0 0/0 0/0 5/2
oskar@dv.is
• l.september 1996: Spilaði sinn
fýrsta leikfyrir enska landsliðið
gegn Moldavíu í undankeppni HM
(Moldavfu.
• 26.jún(1998:Skoraðisittfyrsta
mark fyrir enska landsliðið gegn
Kólombíu á HM (Frakklandi.
• 30. júní 1998: Fékk frægt rautt
spjald gegn Argentínu á HM 1998
og var hataður á eftir.
• 6. október 2001: Tryggði
Englendingum sæti á HM 2002
með marki úr aukaspyrnu gegn
Grikkjum þegar komið var fram yfir
venjulegan leiktíma.
• Landsleikir/mörk: 59/11
oskar@dv.is
*