Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTtR ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003
Meirihluti vill
NETXÖNNUN: Meirihluti fólks
eða 61% vill að myndir af kyn-
ferðisbrotamönnum séu birtar.
Þetta kemur fram í nýrri net-
könnun DV.is. Spurt var „finnst
þér að birta eigi myndir af kyn-
ferðisafbrotamönnum?" Um
24% töldu rétt að birta mynd af
almannaheill vaeri í húfi. Mun
færri eða 10% töldu ekki rétt að
birta myndir og 5% voru óviss.
myndbirtingar
Myndbirtingar af kynferðisaf-
brotamönnum hafa verið í um-
ræðunni undanfarið eða síðan
upp komst um mann sem hafði
safnaði gríðarlegu magni
barnakláms. DV birti fyrir mörg-
um árum mynd af þekktum
kynferðisafbrotamanni en sú
myndbirting skilaði því að
barni var bjargað frá misnotk-
un.
Bakkavör selur
VIÐSKIPTl: Bakkavör hefur und-
irritað samning um sölu á allri
starfsemi sinni utan Bret-
landseyja. Dótturfélög í Sví-
þjóð, Frakklandi, íslandi, Dan-
mörku, Finnlandi og Þýska-
landi og starfsemin í Chile
verða seld sem ein heild til
Fram Foods hf. sem er að
mestu í eigu lykilstarfsmanna
félaganna. Bakkavör mun þó
eiga 19% í hinu nýja félagi. Fé-
lögin mynda sjávarútvegsstarf-
semi Bakkavararen samanlögð
velta þeirra nemur um 20% af
heildarveltu fyrirtækisins. Að
mati stjórnenda Bakkavarar er
fyrirsjáanlegt að starfsemi fé-
laganna muni ekki standa und-
ir kröfum um vöxt og arðsemi
til lengri tíma litið og var því
ákveðið að selja.
Forsvarsmenn KFUM og KFUK
vissu um fyrrí brot mannsins í barnaklámsmálinu:
Neitaði ítrekað að vita
um kynhneigðir mannsins
Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum síðustu daga varð
karlmaður, sem játað hefur að
eiga stærsta safn barnakláms
sem fundist hefur hér á landi,
uppvís að ósæmilegri kyn-
ferðislegri hegðun gagnvart
drengjum í einni af deildum
KFUM í Reykjavík veturinn
1988-89.
Þegar forsvarsmaður KFUM var
hins vegar spurðir út í störf manns-
ins hjá félaginu íyrir um tveimur
vikum var íjölmiðlum tjáð að mað-
urinn hefði ekki orðið uppvís að
ósæmilegri hegðun í Vatnaskógi
heldur hefði hann einfaldlega ekki
þótt nægilega öflugur starfskraftur
og þvf ekki verið endurráðinn sum-
arið eftir.
Takmörkuð svör
Maðurinn hafði sumarið 1988
starfað við sumarbúðir KFUM f
Vatnaskógi og var fjölmiðlum
kunnugt um það fyrir um tveimur
vikum. Ennfremur lá fyrir að mað-
urinn var ekki endurráðinn sumar-
ið eftir þótt hann hefði sóst eftir
því. Þegar þetta var gert opinbert í
Qölmiðlum sendi KFUM frá sér
fréttatilkynningu um málið þar
sem meðal annars sagði:
„Á þeim tíma varð hann ekki
uppvís að ósæmilegri kynferðis-
legri hegðun gagnvart börnum.
Hann var hins vegar ekki endur-
ráðinn sumarið eftir vegna þess að
hann þótti ekki fullnægja þeim
kröfum sem gerðar eru til starfs-
fólks sumarbúðanna."
Þegar DV hafði sam-
band við framkvæmda-
stjóra KFUM fyrír um
tveimur vikum aftók
hann með öllu að grun-
ur um áleitni við börn
hefði veríð ástæða þess
að maðurinn var ekki
endurráðinn.
Þegar DV spurði Kjartan Jóns-
son, framkvæmdastjóri samtak-
anna í Reykjavík, nánar út í það
fyrir tæpum tveimur vikum hvort
grunur um ósæmilega kynferðis-
lega hegðun við börn hefði verið
ástæða þess að maðurinn var ekki
endurráðinn sagði Kjartan að
maðurinn hefði „ekki þótt öflugur
starfsmaður". Kjartan vildi að öðru
leyti lítið tjá sig um annað starf
mannsins innan KFUM og aftók
með öllu að grunur um áleitni við
börn hefði verið ástæða fyrir því að
hann var ekki endurráðinn.
Kjartan var af þessu tilefni
spurður um aðra hluti sem tengd-
ust málinu, meðal annars hvort
einhverjar grunsemdir um kyn-
hneigð mannsins hefðu vaknað á
meðan hann var í starfi hjá KFUM.
Hann neitaði hins vegar alfarið að
tjá sig um önnur efnisatriði máls-
ins en þau sem áður höfðu komið
fram í fréttatilkynningu.
Aðeins var spurt um
brot mannsins í Vatna-
skógi og því var ekki
talin ástæða til að upp-
lýsa um önnur brot
mannsins sem for-
svarsmönnum KFUM
var aftur á móti vel
kunnugtum.
Hylmt yfir?
Nú hefur hins vegar komið á
daginn að maðurinn varð uppvís
að ósæmilgeri kynferðislegri hegð-
un gagnvart nokkrum drengjum í
einni af deildum KFUM í Reykjavík
veturinn 1988-89 og var forsvars-
mönnum KFUM vel kunnugt um
það. Af því tilefni sá Kjartan Jóns-
son, formaður KFUM, sér ekki
annað fært en að senda frá sér aðra
fréttatilkynningu. Vegna þessa
vaknar sú spurning af hverju sann-
leikurinn var ekki leiddur f Ijós
þegar f upphafi.
Ástæður þess segir Kjartan vera
þær að íjölmiðlamenn hafi aðeins
spurt hvort maðurinn hefði brotið
af sér í Vatnaskógi sem hann gerði
ekki og samtökin hefðu auk þess
ekki viljað rifja upp svo viðkvæmt
mál af tillitssemi við þá sem fyrir
áreitni mannsins hafa orðið. Kjart-
an hefur aftur á móti þvertekið fyr-
ir það að KFUM hafi verið að
hylma yfir þessi efnisatriði og
bendir auk þess á að 14 ár séu liðin
frá umræddum atburðum.
Þegar DV ræddi við sr. Ólaf Jó-
hannsson, sóknarprest í Grensás-
kirkju og formann KFUM og KFUK
á íslandi, í gær ítrekaði hann að
langt væri um liðið síðan að at-
burðirnir hefðu átt sér stað og tek-
ið hefði smátíma fyrir fólk innan
félaganna að átta sig á þvf um
hvern verið væri að ræða. Að öðru
leyti vildi hann lítið tjá sig um mál-
ið og benti á títtnefndan Kjartan.
DV hafði í gær samband við fleiri
aðila innan KFUM og KFUK vegna
málsins og vildi enginn þeirra tjá
sig um málið.
agu5t@dv.is
REKINN ÚR STARFI: Maðurinn, sem hefur gengist við að eiga stærsta safn barnakláms sem fundist hefur hér á landi, var árið 1989
rekinn frá KFUM eftir að upp komst um ósæmilega kynferðislega hegðun hans í starfi. Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri KFUM,
neitaði ítrekað í samtölum sínum við DV að vita nokkuð um kynhneigðir mannsins. Nú hefur annað hins vegar komið á daginn.
DV-mynd Hari