Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 7 7
Egils á nýjum flöskum
DRYKKJARVÖRUR: Ölgerðin Egill
Skallagrímsson hefurtekið í notkun
endurvinnanlegar umbúðir í stað
margnota glers. Talsmenn Ölgerðar-
innar segja endurvinnslu lykilinn að
vistvænni og nútímalegri framleiðslu
og þess vegna hafi verið ákveðið að
taka í notkun endurvinnanlegt gler
fyrir drykkjarvörur fyrirtækisins. Skila-
gjald þess verður 9 krónur í stað 15
króna fyrir margnota glerið.
Hellulögn
Til þess að hellulögn takist vel
þarf að vanda allan undirbún-
ing og gæta vel að undirvinn-
unni. Fjarlægja verður allt líf-
rænt efni sem getur frosið og
setja í staðinn ólífrænt efni,
sand og grús, sem ekki verður
fyrir rúmmálsbreytingum við
það að frjósa.
Þetta er gert til þess að hellurnar
fari ekki af stað í næsta frosti. Jarð-
vegsskipti eru bæði erfið og sein-
unnin og ætti fólk því ávallt að nota
vinnuvélar sé þess nokkur kostur.
Á undanförnum árum hefur
framboð á hellum aukist gríðarlega
og garðeigendur geta valið á milli
stærða, þykkta og lita. Ráðlegt er að
hafa minni og þykkari hellur í bíla-
stæði en í göngustíga þar sem litlar
og þykkar hellur þola betur þunga
en stórar.
Undirlag fyrir hellur þarf að
minnsta kosti að vera 70 til 80
sentímetrar, nema komið sé niður
á fast, og gæta verður þess að
breiddin sé nokkru meiri en
breiddin á hellulögninni. Þegar
búið er að moka burt öllu lífrænu
efni eru settir 60 til 70 sentímetrar
af góðri grús í staðinn. Kornastærð
grúsarinnar á að vera misjöfn því
þá fæst góð þjöppun. Þá er bleytt
vel í og þjappað með jarðvegs-
pressu. Til að þjöppunin verði sem
best er ráðlegt að þjappa grúsina í
lögum.
Ofan á grúsina er síðan sett um
það bil 10 sentímetra lag af fínum
sandi og ef setja á snjóbræðslurör
undir lögnina skal hafa sandlagið
ríflegt. Sandurinn er notaður til að
slétta undirlagið og hellurnar eru
lagðar á hann. Þegar sandurinn er
jafnaður skal gera ráð fyrir þykkt
hellnanna. Ef hellurnar eru 5 sentí-
metra þykkar þarf yfirborðið á
sandinum að vera 4 sentímetra fyr-
ir neðan e/idanlegt yflrborð þeirra.
Undirlag fyrir hellur
þarfað vera 70 til 80
sentímetrar, nema
komið sé niður á fast.
Þegar búið er að ákvarða hæð
hellnanna eru járnrör sett samsíða í
sandinn með 1 til 1,5 metra milli-
bili, svokallaðir leiðarar. Hæð
leiðaranna er stillt þannig að efri
brún þeirra sé í sömu hæð og neðri
hliðin á hellunum. Síðan er rétt-
skeið dregin eftir þeim og þegar
búið er að slétta út sandinn eru
leiðararnir fjarlægðir, sandur settur
í raufarnar og hellurnar lagðar ofan
á. Til að fá beinar línur í lögnina er
gott að strengja hornréttar snúrur
út frá húsinu og leggja eftir þeim.
Að lokum er svo ffnum pússningar-
sandi sópað í rifurnar milli helln-
anna.
HELLUR í RÖÐUM: Vel lagðar hellur eru augnayndi. Öllu skiptir þó að undirvinnan
sé í lagi því annars getur þessi fallega helluröð riðlast í næstu frostum.
ÚT FYRIR LÖG: Mikilvægt er að undirlagið sé breiðara en hellulögnin svo ekki verði
frostlyfting frá hlið.
TTffTsTSTtTsftgflilfsT?
Skráðu þig á www.dv.is
ÉHyte
h.A
TERRA
NOVA
Vv.
JSO
IUVM JSOL
is Ara oc traustsihs vcro
r
-§<
Sammngur til
n
‘Égy undirrituð/aður
iheftekið ákmirðmt cfjusutn Q&fijálsimv mlja að
fiættu að reykjct þamr________________________
figy þiggy átuðuingyfiú jjálsJQjJdu, mnumy ogy ráðgjöf
fráy stuðmngsaðilay mínum.
ilndir&kriji____________________________________
StuðningsaðUi
'Vottur
Guðbjörg Pétursdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
í dag ætlum við að gera
samning við okkur sjálf,
“samning til reykleysis”.
Það er ekki eftir neinu að
bíða! Þið, sem eruð ekki
þegar hætt, eða búin að velja
ykkur H-dag ("hættu að
reykja dag”), ættu að spá
Skoðum þetta aðeins nánar.
Ef þú reykir 20 sígarettur á dag reykir þú
7.300 sígarettur á ári. Hversu margra af
þessum sígarettum nýtur þú raunverulega?
Ert þú raunverulega að njóta reykinganna eða
ert þú hræddur um að geta ekki notið lífsins
reyklaus? Ef reykingarnar eru helsta leiðin til
að geta notið lífsins, held ég að þú ættir að
alvarlega í Einn |esandj minnist á að endurskoða hvaða merkingu
að fara 3Ö hætta! reykingarnar séu eitt af því fáa ^ ^ur a^ nJe^a ^sms- ^ru
Við hin, sem erum hætt eða ánægjulega, sem hann leyfir ^ &ara var|inn °9 fíknin al|s‘
búin að taka ákvörðun, ættum sár og að njotj þess ráðandi í þínu Iffi? Hindranir,
að nota tækifærið og undirrita virkilega að reykja. sem mö9ule9f er a& yfirstíga!
samninginn hér að ofan. Það-------—-——------------------ Líttu í kringum þig og reyndu
staðfestir að okkur er alvara í því að vilja hætta
að reykja! Þú getur líka farið á heimasíðu dv
og prentað samninginn út. Það er upplagt að
setja hann á áberandi stað, t.d. á ísskápinn
þar sem þú sérð hann daglega!
Mér hafa borist kveðjur og fyrirspurnir gegnum
heimasíðuna. Mér finnst afar vænt um það
og hvet ykkur til að halda áfram að senda
mér línur. Einn lesandi minnist á að
reykingarnar séu eitt af því fáa ánægjulega,
sem hann leyfir sér og að hann njóti þess
virkilega að reykja.
IMicotinell
að koma auga á allt það jákvæða, sem getur
hjálpað þér til að njóta lífsins - reyklaus!
Á morgun held ég áfram að fjalla um
fyrirspurnir frá lesendum!
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar
tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega
til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tygpja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyTið
lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri
en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynniö ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.