Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDACUR 24. JÚNÍ2003 DV SPORT 29 Rekinn daginn eftir að titill vannst Vicente Del Bosque, þjálfari spaensku knattspyrnustórliðs- ins Real Madrid, var látinn fara í gær, daginn eftir að hann gerði liðið að spænskum meisturum í 29. sinn. Auk þess var þjónustu fyrirlið- ans, Fernando Hierro, ekki ósk- að lengur. Jorge Valdano, yfir- maður knattspyrnumála hjá Madrídarliðinu, þoðaði jafnframt þreytingar en eins og kunnugt er var David Beck- ham keyptur til liðsins á dög- unum. Á tæpum fjórum árum undir stjórn Del Bosque vann Real Madrid meðal annars Meistara- deild Evrópu tvisvarsinnum og spænsku deildina tvisvar auk annarra minni titla. Tyrkir siógu út Brasilíumenn Brasilíumenn eru úr leik í Álfu- keppninni í knattspyrnu eftir að 2-2 jafntefli við Tyrki í gær dugðiTyrkjum til að komast áfram á fleiri mörkum skor- uðum á kostnað heimsmeist- arnna. Brasilíumaðurinn Ronaldinho var rekinn útaf á lokasekúnd- unum en mörk liðsins gerðu þeir Adriano og Alex en fyrir Tyrki skoruðu Gokdeniz Kara- deniz og Okan Yilmaz. Sigurvegarar riðilsins, Kamer- únar, gerðu 0-0 jafntefli við Bandaríkjamenn og mæta Kól- umbíu í undanúrslitunum en Tyrkir mæta heimamönnum í v Frakklandi en báðir leikirnir fara fram á fimmtudaginn en öll keppnin er sýnd beint á sjónvarpstöðinni Sýn. KR-ÍBV 3-0 1- 0 Edda Garðarsdóttir........29. Skot utan teigs ... Ásthildur Helgadóttir 2- 0 Hólmfríður Magnúsdóttir .... 66. Skalli úr markt. .. frákast af skalla Hrefnu 3- 0 Hrefna Jóhannesdóttir.....69. Skot úr teig.....Ásthildur Helgadóttir @@ Ásthildur Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir (KR). @ Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Hólmfrlður Magnúsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir (KR), Rachel Brown, Margrét Lára Viðarsdóttir, Karen Burke, Elena Einisdóttir, Michelle Barr (IBV). Skot (á mark): 25 (15) -11 (5) Horn: 8-1 Aukaspyrnur: 16-17 Rangstöður: 2-4 Varin skot: Þóra Björg 5 - Rachel Brown 10 Besta frammistaðan á vellinum: Ásthildur Helgadóttir, KR Staðan: KR 7 6 1 0 32-3 19 Valur 7 5 1 1 21-9 16 IBV 7 5 0 2 31-10 12 Breiðablik 6 4 0 2 18-13 12 Stjarnan 6 2 0 4 9-13 6 FH 7 2 0 5 3-21 6 Þór/KA/KS 7 1 0 6 5-23 3 Þrótt/Hauk 7 1 0 6 6-33 3 Markahæstu konur: Hrefna Jóhannesdóttir, KR 13 Ásthildur Helgadóttir, KR 9 Olga Færseth, ÍBV 9 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 8 LaufeyÓlafsdóttir.Val 6 Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðabíiki 6 Mhairi Gilmour, IBV 6 Næstu leikir: Breiðablik-Stjarnan í kvöld kl. 20.00 Stjarnan-lBV 9. júlí kl. 20.00 KR-Þróttur/Haukar 9. júlí kl. 20.00 FH-Valur 9. júlí kl. 20.00 Þór/KA/KS-Breiðablik 9. júll kl. 20.00 Átta liða úrslit bikarsins fara fram á föstudagskvöldið. HLAUPABRÆÐUR Á GÓÐRISTUND: Þeir Björn (til vinstri) og Sveinn Margeirssynir voru báðir í íslenska hópnum sem tók þátt í Evrópubikarmótinu í Árósum um helgina og er þetta í fjórða skiptið sem þeir eru báðir í landsliðinu á sama tíma á Evrópubikarmóti. DV-mynd Vignir Bræður munu berjast ► Sveinn og Björn Margeirssynir voru í fjórða skiptið saman í landsliðinu á Evrópubikarmóti DV, Árósum: Bræðurnir Sveinn og Björn Margeirssynir voru báðir í ís- lenska hópnum sem tók þátt í Evrópubikarmótinu í Árósum um helgina og er þetta í alls fjórða skiptið sem þeir eru báðir í landsliðinu á sama tíma á Evrópubikarmóti. Það er þó ekki í fyrsta skiptið sem systkini eru í landsliðinu; Örn og bróðir hans Hauk Clausen þarf vart að kynna mikið, Lára og Sigrún Sveinsdætur voru báðar í liðinu á sjöunda ára- tugnum og svo mætti örugg- lega áfram telja. Einu sinni hefur það þó gerst að þrír bræður voru í liðinu á sama tíma; það var árið 1997 þegar Ólafur, Björn og Bjarni Traustasynir voru allir á sama tíma í landsliðshópnum. Sá síðastnefndi er enn í lands- liðshópnum og náði ágætis- árangri um helgina. Aðspurðir hvort það væri frekar kostur eða galli að vera við hlið bróður síns í svona keppni var það Björn sem varð fyrri til svars. „Það skiptir mun-meira máli þegar þú ert yngri. Það er annað að vera 17 ára og 25 ára í svona ferðalagi," sagði Björn og af svari hans að dæma hefði verið gott að hafa stóra bróður sér við hlið árið 1997 þegar hann var fyrst valinn, þá 17 ára gamall. Sveinn er árinu eldri og var ekki fyrr en árið á eftir valinn í liðið fyrst. Hann býr nú í Danmörku og segir það vissu- lega vera skemmtilegt að hitta og geta átt stundir með bróður sínum yfir heila helgi á svona móti þar sem þeir hafi varla hist frá áramót- um. Eins og áður segir eru þeir bræður báðir hlauparar en þótt ekki megi miklu muna eru þeir ekki að hlaupa sömu vegalengd- irnar. Aðalgreinar Sveins eru 3.000 m hindrunarhlaup og 5.000 m hlaup og Björn hleypur helst 800 og 1.500 m hlaup. Sveinn er í feiknaformi um þessar mundir eftir að hafa verið við æfingar í Kaupmannahöfn og stórbætti m.a. íslandsmetið í hindrunar- hlaupinu nú fyrir skemmstu þegar hann hljóp á 8:46,20 mfn. á móti í Svíþjóð. Báðir stóðu þeir sig með mikl- um ágætum á mótinu um helgina og voru t.a.m. valdir leikmenn dagsins af íslenska liðinu sinn hvorn keppnisdaginn. Báðir sögð- ust þeir hins vegar eiga meira inni og var Björn sérlega óánægður með 800 m hlaupið. „Taktískt séð hljóp ég það vit- laust," sagði Björn. Það merkilega við að þessir bræður eru í fremstu röð íslenskra hlaupara er að þeir byrjuðu hvor- ugir að æfa frjálsar af fullum krafti fyrr en komið var á menntaskóla- „Taktískt séð hljóp ég það vitlaust." aldur. Þeir ólust upp í Skagafirði og kepptu á sínu fyrsta frjáls- íþróttamóti um níu ára gamlir. „Við kepptum fyrir LJMSS í frjáls- um en vorum líka alltaf í hinum ýmsu íþróttagreinum. Við erum og höfum alltaf verið mikið fyrir að hreyfa okkur," segja þeir. „Við fórum síðan báðir í menntaskóla hér í Reykjavík því við vildum fara suður til að æfa,“ segir Sveinn og bætir við að þá hefðu skór annarra íþróttagreina en frjálsra fþrótta verið lagðir á hilluna. Það gæti hins vegar vel farið svo að þriðji bróðirinn bætist í hópinn á næstu árum. Yngsta bróðurinn Ólaf vantar eilítið upp á til að vera í landsliðsklassa en svo óheppi- lega vill til að hann hleypur sömu vegalengdir og bræður hans. Þannig verður annar bróðir að detta út úr hópnum til að hinn komist inn. Ef eitthvað má marka orð Sveins og Björns eru þeir ekk- ert á því að sleppa sínu sæti og segja töluverða samkeppni vera á milii þeirra. „Hann hefur venjulega flúið upp um grein þegar ég nálgast hann,“ segir Björn og glottir. „En efvið tölum af alvöru þá mætumst við nokkurn veginn í 1.500 m hlaupi ef litið er á getu. Ég er fljót- ari en Sveinn en hann er betri í lengri hlaupunum," bætir hann við. Sveinn segir mesta muninn á því að æfa í Danmörku eða heima liggja í æfingafélögunúm. „Þetta snýst mjög mikið um á hvaða stigi þeir sem þú æflr með eru. Það skiptir ekki síður máli en aðstað- an. Þótt þú sért með toppaðstöðu en lélegan hóp þér við hlið þá áttu erfitt. Auðvitað skiptir aðstaðan líka máli en þetta verður að hald- ast í hendur," segir Sveinn og rétt nær að klára áður en litli bróðir tekur til máls. „Auðvitað verður maður Iflca að vilja þetta sjálfur. Ef maður gerir það ekki kemst maður ekki langt," segir Björn. Þeir bræður segjast ætla að halda áfram að stunda frjálsar af fullum krafti næstu ár og sjái hvergi fyrir endann á ferlinum. „Nei, nei. Svo verður komin keppnis- og æflngcihöll eftir tvö ár heima og má segja hún verði for- senda til byltingar,“ segir Sveinn og bróðir hans tekur undir. „Þetta skiptir mestu fyrir milli- vegalengdahlaupara og lang- hlaupara þvi það hefur hreinlega ekki verið hægt að keppa í þessum greinum. Það hefur þó verið hægt ^ að skella dúk í Laugardalshöllina og keppa í spretthlaupum," segir Björn með réttu. Þeir segja báðir Evrópubikar- „Þetta skiptir mestu fyrir millivegalengda- hlaupara og lang- hlaupara því það hefur hreinlega ekki verið hægt að keppa." keppnina vera eina af þeim stærstu ef ekki þá allra stærstu keppni sem íslendingar taka þátt í á ári hverju. „Ég held að ég geti al- veg sagt að þetta sé mikilvægasta frjálsíþróttakeppnin sem íslenskt frjálsíþróttalið fer í. Þetta er liða- keppni og við keppum sem slík, ekki sem einstaldingar," segir Sveinn. „Mikilvægi þessarar keppni, sérstaklega fyrir fólk sem er ekki í þeim styrkleika sem Jón Arnar, Vala og Þórey Edda eru í, er gríðar- legt. Þessi keppni er sú sem heldur frjálsíþróttafólki við efnið frá nóv- ember og fram á vor. Þrátt fyrir að þetta sé bara ein keppni,“ segir Björn að lokum en það sást vel í f keppninni um helgina að þama eru á ferð bræður með óbilandi sigurvilja og metnað sem fáir geta státað sig af að hafa. vignlr@dv.is S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.