Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTtR ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003
í
Heimurínn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is / erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Pútín í heimsókn til Blairs
RÚSSLAND: Vladimír Pútín
Rússlandi heldur í sögulega
heimsókn til Bretlands í dag og
eru vonir bundnar að honum
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, takist að bæta sam-
skipti ríkjanna. Heldur hefur
andað köldu á milli þeirra frá
því Bretar og Bandaríkjamenn
ákváðu að ráðast inn í írak.
Pútín er fyrsti rússneski þjóð-
höfðinginn til að koma í opin-
bera heimsókn til Bretlands
síðan Alexander 2. keisari
heiðraði Breta með nærveru
sinni 1874. Svo merkileg þykir
heimsókn Pútíns að hann mun
dvelja í Buckinghamhöll, í boði
Elísabetar drottningar.
Blair sagði í viðtali við rúss-
neska fréttastofu að heimsókn-
in væri merkilegur atburður í
samskiptum þjóðanna.
„Ég lít á hann sem sterkan
stjórnmálamenn sem talar
hreint út," sagði Blair.
Nú er bara spurningin hvort
Pútín takist að sefa Breta sem
margir hverjir móðguðust þeg-
ar hann skensaði Blair opinber-
lega á fundi með fréttamönn-
um í apríl vegna meintra gjör-
eyðingarvopna í (rak.
f
ísraelar halda áfram aðgerðum á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna:
Hundrað Hamas-
liðar handteknir
HEFNDUM HÓTAÐ: Á sama tíma og viðræður fara fram við Hamas-samtökin um tímbundið vopnahlé hótar Hamas-leiðtoginn
Abdel-Aziz al-Rantissi grimmilegum hefndum fyrir morð (sraelsmanna á Hamas-foringjanum Abdullah Qawasmeh í Hebron á
laugardaginn.Tveir stuðningsmenn hefndaraðgerða sýna hér stuðing sinn í mótmælaaðgerðum gegn morðinu í gær.
ísraelskar hersveitir héldu í
morgun áfram aðgerðum á
heimastjórnarsvæðum Palest-
ínumanna og var aðgeðum nú
beint að bænum Hebron á
Vesturbakkanum þar sem
meira en hundrað liðsmenn
Hamas-samtakanna voru
handteknir eftir að ísraelskir
hermenn höfðu gengið hús úr
húsi í leit að meintum liðs-
mönnum Izzedine al-Qassem-
hreyfingarinnar, vopnaðs
arms Hamas-samtakanna.
I yfirlýsingu frá ísraelska hernum
segir að sérsveitir hersins hafi tekið
þátt í aðgerðunum, sem búist var
við að stæðu fram eftir morgni, en
gripið var til þeirra þrátt fyrir góðar
líkur á því að samkomulag væri að
nást um tímabundið vopnahlé við
herská samtök Palestínumanna og
þar með Hamas-samtökin, sem
þykir kraftaverk, eftir að ísraelskir
hermenn höfðu á laugardagskvöld
skotið einn helsta foringja þeirra,
Abdullah Qawasmeh, til bana í
Hebron.
Qawasmeh var sakaður um að
hafa borið ábyrgð á þremur sjálfs-
morðsárásum fyrr í vor og þar á
meðal árásinni í Jerúsalem þann
11. júní, þar sem sautján mann létu
lífið þegar palestínskur sjáffs-
morðsliði lét til skarar skríða í þétt-
setnum strætisvagni á Jaffa-stræti í
Jerúsalem.
fsraelar halda því fram að
ætiunin hafi aðeins verið að
handtaka Qawasmeh en hann hafi
verið skotinn til bana eftir að hafa
dregið upp byssu. Sjónarvottar
segja aftur á móti að Qawasmeh
hafi verið skotinn til bana þar sem
hann stóð fyrir utan bænahús í
Hebron og hótaði Hams-leiðtoginn
Abdel-Aziz al-Rantissi, sem slapp
naumlega undan útsendurum
fsraelsmanna fyrr í mánuðinum, að
morðsins yrði grimmilega hefnt.
Talsmaður ísraelshers sagði í
morgun að liðsmenn Hamas-sam-
takanna í Hebron bæru ábyrgð á
fjölda árása á ísraelska borgara á
undanförnum vikum þar sem að
minnsta kosti 52 hefðu látist og
þess vegna hefðu aðgerðirnar verið
nauðsynlegar, en eftir áðurnefnda
sjálfsmorðsárás í Jerúsalem hótuðu
ísraelar að „þurrka út" öll herská
samtök Palestínumanna.
Síðustu fréttir herma
að viðræður Abbas við
leiðtoga Hamas-sam-
takanna séu að skila
árangri og að jafnvel sé
von á yfirlýsingu frá
samtökunum um tíma-
bundið vopnahlé.
Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herra Palestínu, hefur að undan-
förnu reynt að fá palestínska öfga-
hópa til þess að hætta árásum á
ísraelska borgara og stöðva blóð-
baðið en að kröfu ísraelsmanna er
það forsendan fyrir því að friðar-
viðræður á grundvelli „Vegvísisins"
geti hafist.
Síðustu fréttir herma að viðræð-
ur Abbas við leiðtoga Hamas-sam-
takanna séu að skila árangri og að
jafnvel sé von á yfirlýsingu frá sam-
tökunum á næstunni um tíma-
bundið vopnahlé sem feli í sér að
allar árásir á ísraelska borgara á
heimastjórnarsvæðunum á Gaza
og Vesturbakkanum og einnig inn-
an fsraels verði tafarlaust stöðvað-
ar.
Ekld er víst að það dugi til til þess
að friðarviðræður geti hafist þar
sem ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað
öllum samningum um vopnahlé
við palestínska öfgahópa.
„Það er óásættanlegt fyrir pafest-
ínsk stjórnvöld, ísraela og Banda-
rfkjamenn að einstakir foringjar
Hamas-samtakanna stjórni þvf
hvort árangur náist í friðarsamn-
ingum," sagði Amos Giland, yfir-
maður í fsraelska hernum, eftir
fund með Mohammed Dahlan,
öryggismálaráðherra Palestínu, í
gær en þar mun Dahlan hafa
ítrekað kröfu Palestínumanna um
að Israelar dragi herlið sitt strax frá
Gaza-svæðinu og Betlehem á
Vesturbakkanum.
BOÐINN íVEISLUNA: Harrý prins á Englandi kemurtil 21 árs afmælisveislu stóra
bróður sins, Vilhjálms prins. Harrý var boðið til veislunnar, öfugt við grínistann Aaron
Barschak sem gerði allt vitlaust með uppátækjum sínum.
Prakkari setur allt á annan endann í konungsfjölskyldunni:
Tókst að kyssa Villa prins
Breska grínistanum og prakk-
aranum Aaron Barschak tókst
að kyssa Vilhjálm prins Karls-
son á báðar kinnar í 21 árs af-
mælisveislu prinsins í
Windsorkastala um helgina
áður en öryggisverðir tóku
hann og leiddu á brott.
Bretar hugsa til þess með hryll-
ingi hvað kynni að hafa gerst ef
Barschak hefði reynst hryðjuverka-
maður en ekki grínisti sem vildi
vekja athygli á sjálfum sér.
Barschak komst inn á kastalalóðina
með því að klifra yfi vegg og fór síð-
an óboðinn í afmælisveisluna.
Yfirvöld fengu hland fyrir hjartað
þegar atvikið spurðist út og David
Blunkett innanríkisráðherra ávarp-
aði þingið um hádegisbil þar sem
hann greindi frá þvf sem ríkis-
stjórnin og lögreglan ætla að gera
til að koma í veg fyrir að svona
nokkuð endurtaki sig.
Barschak var með gerviskegg á
andlitinu og klæddur í bleikan kjól
þegar hann gerðist boðflenna í
veislu prinsins. Hann sagði í viðtali
við blaðið Daily Mail að hann hefði
hrifsað hljóðnemann af Vilhjálmi
prinsi þegar hann var að þakka
ömmu sinni og föður fyrir veisluna.
Það var svo ekki fyrr en Barschak
var kominn út úr veislusalnum og
fram á barinn, þar sem hann bað
um að fá kampavín, að hann var
tekinn og færður á lögreglustöð.