Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 13
h
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 13
Tómhenturfrá Burma
BURMA: Japanskur ráðherra,
sem ætlaði að reyna að fá bar-
áttukonuna Aung San Suu Kyi
leysta úr haldi herforingja-
stjórnarinnar, fór tómhentur
frá Burma í gær. Hann sagði
að herforingjarnir hefðu að-
eins gefið óljós loforð um að
þeir myndu „leiðrétta málið".
Vaxandi reiði gætir í garð her-
foringjastjórnarinnarfrá því
hún ákvað að hneppa Suu Kyi,
sem hlautfriðarverðlaun
Nóbels á sínum tíma, í varð-
hald í maílok, eftir átök stuðn-
ingsmanna hennar og þorp-
ara á snærum stjórnvalda.
Tetsuro Yano, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Japans, sagði að
lítill árangur hefði orðið af
fundi sínum með yfirmanni
burmnesku leyniþjónustunn-
ar, þriða valdamesta manni
herforingjastjórnarinnar.
Japanar veita Burma meiri að-
stoð en nokkur önnur þjóð. I
síðustu viku sögðu stjórnvöld
íTokyo að þau ætluðu að
íhuga að draga úr aðstoðinni
ef Suu Kyi yrði ekki sleppt.
Suu Kyi er haldið í einhverju
illræmdasta fangelsi Burma,
skammtfrá höfuðborginni.
Skip á leið til Súdans
SPRENGJUSKIP: Grísk yfirvöld
tilkynntu í gær að skip með
680 tonn af sprengiefni innan-
borðs, sem var stöðvað undan
Grikklandsströndum í vikunni,
hefði verið á leið til Austur-Afr-
íkuríkisins Súdans.
Að sögn grísks ráðherra jafnað-
ist sprengiefnið um borð í skip-
inu á við litla kjarnorku-
sprengju.
Það voru grískir sérsveitar-
menn sem fóru um borð í skip-
ið í grískri landhelgi.
Skipið lestaði farminn ÍTúnis
og var hann ætlaður efnaverk-
smiðju sem síðan reyndist ekki
vera til. Grísk yfirvöld geta enn
ekki sagt hvort nota hafi átt
sprengiefnið til að fremja
hryðjuverk. Áhöfn skipsins hef-
ur verið handtekin.
uEíHItTrHfAR
MÓTMÆLI f NEW YORK: John O'Neill var í hópi manna sem mótmæltu í gær
fullyrðingum Georges W. Bush Bandaríkjaforseta um meinta gjöreyðingarvopnaeign
íraka. Engin vopn hafa fundist þrátt fyrir ákafa leit og velta ýmsir því fyrir sér hvort
Bush og fleiri hafi sagt ósatt til að fá þingheim til að fallast á innrásina í (rak.
Árásin á meinta bílalestSaddams:
Sýrlenskir landamæra-
verðir særðust í látunum
Allmargir sýrlenskir landa-
mæraverðir særðust þegar
bandarískar sérsveitir í írak
réðust á bílalest þar sem talið
var að háttsettir menn úr fyrr-
um stjórn Saddams Husseins
væru saman komnir.
„Ekki er enn ljóst hvernig þeir
særðust, hvort þeir urðu milli
tveggja elda. En ég held að við sé-
um enn að gera að sárum þriggja
þeirra," sagði bandarískur embætt-
ismaður í gær.
Þá hefur embættismaður í land-
varnaráðuneytinu Pentagon viður-
kennt að bflalestin kunni að hafa
verið komin yflr landamærin til
Sýrlands þegar árásin á hana var
gerð í síðustu viku.
Sýrlensk stjórnvöld hafa ekki enn
viljað tjá sig um aðgerðir banda-
rísku sérsveitarmannanna og
bandarískur embættismaður gaf í
skyn að engin formleg boð hefðu
farið á milli landanna vegna þessa.
Lengi hefur verið stirt á milli Sýr-
lands og Bandaríkjanna vegna
ásakana ráðamanna í Washington
um að Sýrlendingar styddu við
bakið á hryðjuverkamönnum.
Embættismenn vestra
segja engar vísbend-
ingar um að Saddam
og synir hans tveir,
Uday og Qusay, hafi
verið drepnir í árásinni.
Embættismenn vestra segja eng-
ar vísbendingar um að Saddam og
synir hans tveir, Uday og Qusay,
hafi verið drepnir í árásinni. Verið
er að rannsaka lffsýni úr þeim sem
týndu lífi en niðurstaðan liggur
ekki enn fyrir.
Bandarískir öldungadeildarþing-
menn sögðu í gær að svo kynni að
fara að bandarískir hermenn yrðu í
írak í að minnsta kosti fimm ár.
Þingmennirnir, sem allir sitja í
hinni áhrifamiklu utanríkismála-
nefnd öldungadeildarinnar, hvöttu
George W. Bush forseta eftir heim-
sókn til íraks, til að vera hrein-
skiptnari um þátt Bandaríkjanna
og kostnaðinn við uppbyggingu
íraks.
George Tenet, forstjóri leyni-
þjónustunnar CIA, mun sitja fyrir
svörum leyniþjónustunefndar öld-
ungadeildarinnar á fimmtudag og
er ekki búist við öðru en að hann
standi við skýrslu CIA um gjöreyð-
ingarvopnaeign íraka. Sem kunn-
ugt er hafa engin slík vopn fundist
frá því stjórn Saddams féll fyrir
tveimur mánuðum, þrátt fýrir
ákafa leit bandarískra hermanna.
Spurningar hafa vaknað um
hvort upplýsingar hafi vísvitandi
verið rangtúlkaðar í stríðs þágu.
Ferðaviðvörunum
aflétt í Peking
Fjölmiðlar í Hong Kong full-
yrtu í morgun að Alþjóða heil-
brigðisstofnunin, WHO, myndi
í dag draga til baka viðvaranir
um ferðalög til Peking, höfuð-
borgar Kína, vegna SARS-far-
aldursins sem herjað hefur á
borgarbúa á undanförnum
mánuðum, en boðað hefur
verið til blaðamannafundar í
dag með fulltrúum WHO og
Gao Qiang, aðstoðarheilbrigð-
isráðherra Kína, þar sem búist
er við yfirlýsingu þess efnis.
Peking er sú borg í heiminum
þar sem flest SARS-tilfelli hafa
greinst til þessa en á megin-
landi Kína létust um 350 manns
úr veikinni og þar af meira en
helmingur í höfuðborginni.
Talið er að WHO muni draga
viðvörun sína til baka þar sem
ekkert SARS-smit hefúr greinst í
Peking í tólf daga en á mánu-
daginn var Hong Kong lýst
smitíaust svæði eftir að ekkert
tilfelli hafði greinst þar í tuttugu
daga.
Ibúar Peking er þó ekki alveg
lausir við veikina því um það bil
fjörutíu manns er enn haldið í
einangrun eftir að hafa greinst
með smit fyrr í vor.
Talsmenn WHO hafa ekkert
viljað staðfesta um málið ann-
að en að boðað hafi verið til
blaðamannafundar í dag með
Gao Qiang aðstoðarheilbrigðis-
ráðherra Kína og dr. Shigeru
Umi fulltrúa WHO.
Það mætti halda að
hann hafi verið að
Jói útherji
VINNA
1X2
leiknum
á dv.is