Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 16
16 TILVBRA ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003
+
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003 TILVERA 17
Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5813 -550 5810
Schiffer kallar
DRAUGAGANGUR: Þýska ofur-
fyrirsætan Claudia Schiffer
fékk þekktan draugabana til
að heimsækja herragarð sinn í
Suffolksýslu á Englandi um
daginn.
Sögursagnir herma að aftur-
gengin nunna, Penelope að
nafni, ráfi um ganga og sali
Coldham Hall sem fýrirsætan
og eiginmaður hennar, leik-
á draugabana
arasonurinn Matthew Vaughn,
eiga saman. Claudia hafði ver-
ið vöruð við draugagangi á
herrasetrinu en lét viðvaran-
irnar í fýrstu sem vind um eyr-
un þjóta. Það var ekki fyrr en
eftir að vinur hennar hafði
róið í henni að hún féllst á að
kalla til sín Elizabeth
Bridgeman. Sú ku vera þekkt-
ur draugabani og djöflaútrek-
andi á Englandi. Claudia er
hjátrúarfull kona að eðlisfari
og segja vinir hennar að henni
líði miklu betur eftir heim-
sóknina. „Andrúmsloftið í hús-
inu er allt annað og Claudia er
virkilega ánægð með árangur-
inn," segir ónafngreindur vin-
ur fyrirsætunnar við breska
blaðið Sunday Mirror.
Claudia Schiffer.
Fær stórfé fyrir að lána andlitið
CHANEL: Hollywoodleikkonan
Nicole Kidman stendur í samn-
ingaviðræðum við snyrtivöru-
og hátískufyrirtækið Chanel
um að lána fallegt andlit sitt í
auglýsingar. Fyrir vikið fær
leikkonan rúman hálfan millj-
arð íslenskra króna ef samn-
ingar nást, að því er breska
æsiblaðiðThe Sun greinirfrá.
Forstjórar Chanel eru á því að
Nicole, eða öllu heldur postu-
línslétt húð hennar, sé ákjós-
anlegur fulltrúi fyrirtækisins.
Leggja þeir allt kapp á að ná
henni til sín. Enda þótt samn-
ingar hafi ekki verið undirrit-
aðir enn staðhæfa heimilda-
menn að Chanel muni kynna
Nicole sem fyrirsætu sína eftir
aðeins tvær vikur eða svo.
Nicole Kidman.
Brad Pitt í fínu formi
LEIKARAR: Það hefur vakið at-
hygli þeirra sem nýlega hafa séð
Brad Pitt hversu hann er orðinn
vöðvastæltur. Hefur það gefið
þeim sögum byr undir báða
vængi að hann sé á töflum og
hormónalyfjum. Þessum sögu-
sögnum hefur Brad Pitt reiðst
ákaflega og sagði talsmaður
hans um helgina að Pitt hefði í
margar vikur æft í líkamsræktar-
stöð á hverjum degi og væri
það hluti af undirbúningi hans
fyrir kvikmyndina Troy sem
byggð er á Hómerskviðum og
hann myndi ekki undir neinum
kringumstæðum nota töflur eða
lyf til að flýta fyrir vöðvabygg-
ingunni. (Troy leikur Brad Pitt
hetjuna Akkiles sem þótti
fremstur meðal stríðsmanna í
Trójustríðinu.
Brad Pitt.
KVIKMYNDIR HELGiN 20.- 22.JÚNÍ
Sætl Fyrir Titill Innkoma, Innkoma Fjöldi
viku helgin alls biósala
1. _ THE HULK 62.128 62.128 3660
2. 1 FINDING NEMO 21.138 228.549 3404
3. 2 2 FAST 2 FURIOUS 11.099 102.889 3140
4. 3 BRUCE ALMIGHTY 9.806 210.542 3074
5. 7 THEITAUAN JOB 7.165 67.635 2095
6. 4 RUGRATS GO WILD 6.942 23.800 3041
7. ALEX AND EMMA 6.111 6.111 2310
8. 5 HOLLYWOOD HOMICIDE 5.930 21.562 2840
9. 6 DUMBAND DUMBERER 4.357 20.016 2609
10. 8 THE MATRIX: RELOADED 3.942 264.401 1850
11. FROM JUSTIN TO KELLY 2.715 2.715 2001
12. 10 X2: X-MEN UNITED 1.350 209.628 1301
13. 9 DADDY DAY CARE 1.060 94.778 1040
14. 12 BEND IT LIKE BECKHAM 740 22.960 315
15. _ WHALE RIDER 602 1.048 78
16. 11 WRONGTURN 509 13.636 437
17. 17 WINGED MIGRATION 370 3.519 77
18. 16 SPELLBOUND 330 2.127 93
19. 19 L AUBERGE ESPAGNOLE 240 2.693 99
20. 15 HOLES 231 64.299 249
Allar upphæðir I þúsundum Bandaríkjadollara
Græni risinn gnæfði yfir aðra
í Bandaríkjunum átti engin kvik-
mynd möguleika gegn Hulk um
helgina. Þessi rándýra ævintýrakvik-
mynd fékk tvöfalt meiri aðsókn en
næsta kvikmynd sem var Finding
Nemo og er á leiðinni með að verða
allra vinsælasta teiknimynd sem
gerð hefur verið. Aðsóknin á hana er
komin í 230 milljónir dollara og er
lítið lát á henni.
Hulk, sem trónir á toppnum, er
gerð eftir vinsælli teiknimyndasögu
sem einnig var vinsæl sjónvarpssería
fyrir mörgum árum. í myndinni
verður genabreyting á ungum manni
með þeim afleiðingum að hann
breytist í stóra græna ófreskju.
Myndin hefur ekki aðeins fengið
góða aðsókn heldur eru gagn-
rýnendur hrifnir og þakka þeir gæði
myndarinnar leikstjóranum Ang Lee
(Grouching Tiger, Hidden Dragon)
MYNDBÖND VIKAN 16,-22. JÚNÍ
Sæti Fyrir Titill Vikurá lista
1. 8MILE 1
2. _ ABOUT SCHMIDT 1
3. 1 TRANSPORTER 2
4. 2 SWEET HOME ALABAMA 6
5. 3 RED DRAGON 5
6. BLOODWORK 1
7 4 THETUXEDO 4
8. _ EQULIBRIUM 1
9 5 FEMME FATALE 3
10. 6 BALLISTIC 4
11. 8 STEALING HARVARD 2
12. 10 CHANGING LANES 10
13. 15 CRUSH 2
14. 7 SUPER TROOPERS 3
15. 9 THE GOODGIRL 4
16. 12 THE MASTER OF DISGUISE 7
17. 11 THE SALTON SEA 7
18. 20 DIE ANOTHER DAY 9
19. 14 ENOUGH 11
20. 13 FRIDAY AFTER NEXT 5
HULK: Eins og sjá má þarf heilan her
gegn Hulk
sem er ekki aðeins að hugsa um útlit-
ið heldur einnig innviði persónanna
sem hann er að fást við.
Ein önnur ný kvikmynd er ofarlega
þessa vikuna, Alex and Emma sem
Rob Reiner leikstýrir, og er með Kate
Hudson og Luke Wilson í aðalhlut-
verkum. Hún þykir ekki eiga framtið
fyrir sér að mati gagnrýnenda sem
gefa henni slæma dóma.
Eminem og fleiri rapparar
Það kom engum á óvart að 8 Mile
skyldi skella sér beint í efsta sæti
myndbandalistans. Mynd þessi varð
vinsæl meðal ungs fólks og víst er að
margir vilja sjá Eminem aftur í því
sem hann kann best. Ekki er það
verra að hann þykir sýna góðan leik (
fyrstu kvikmynd sinni.
Söguhetja myndarinnar er Jimmy
Smith, ungur tónlistarmaður í bfla-
borginni Detroit. Hann er fullur af
heift og hatri út í samborgarana.
Hann býr ásamt móður sinni í nið-
urníddu og varasömu fátækrahverfi
og vill komast burtu úr borginni.
Hann telur sig aðeins eiga eina
flóttaleið, tónlistina. Innst inni elur
hann með sér draum um að hún eigi
eftir að gera hann ffægan og ríkan.
Hann hefur ásamt félögum sínum
stofnað hljómsveit og kemur hún
8 MILE: Eminem þykir hafa sýnt stjörnu-
leik í fyrstu kvikmynd sinni.
fram í hip-hop klúbbum í Detroit.
Arðurinn er ekki mikill en þrátt fyrir
mótlætí sjá þeir félagar skimu hand-
an við svartnættið.
Mótleikarar Eminems eru Kim
Basinger, sem leikur móður hans,
Mekhi Phifer, Omar Benson Miller,
De’Angelo Wilson og Evan Jones
sem leika vini Smiths í rappinu.
Brittany Murphy leikur kærustu
hans.
Ævintýralegur sólstöðuleiðangur á hæsta fjall Vestfjarða:
Kaldbakur klifinn
Sungið á toppnum: Kátur hópur tekur lagið undir gítarleik Guðrúnar Snæbjargar Sigþórsdóttur frá Þingeyri.
Tindurinn blasti við okkur þegar
við horfðum inn Fossdal sem gengur
inn af Arnarfirði norðanverðum.
Þangað vorum við komin, 120
manns, (sólstöðuferð JC-félagsins á
ísafirði. Hefð er orðin fyrir því að fé-
lagið standi fýrir fjallaferð á sumar-
sólstöðum þegar vart sér mun dags
og nætur. Að þessu sinni lá leiðin á
Kaldbak sem er hæsta fjall Vest-
fjarða. Það gnæfir yfir önnur á skag-
anum sem er milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar. Útsýni þaðan er afar
gott og leiðin næsta greið. Að
minnsta kosti komust flestir úr
hópnum á tindinn og þó voru sumir
allt annað en vanir fjallgöngumenn.
Hitnað og svitnað
Kaldbakur er 998 metra hár og er
hæsta fjall Vestfjarða, þessa lands-
hluta sem er ögrum skorinn og á ótal
fjöll. Kaldbakur blasti við okkur þeg-
ar komið var af Gemlufallsheiði og
niður í Dýrafjörð. Viðfangsefnið
varð strax spennandi.
En við héldum lengra, yfir Hrafns-
eyrarheiðina og nálguðumst tindinn
með því að ekið var út með Arnar-
firði norðanverðum. Fjallarúta sel-
flutti fólk inn Fossdal en fólk gekk
áleiðis inn eftir honum.
Um 120 manna hópur
gekk á Kaldbak við Arn-
arfjörð um helgina. Mið-
nætursól var og ævin-
týralegt útsýni. Þreyta
að ferðalokum var í
fylgd með lífsgleðinni.
Hver og einn gekk á sínum hraða
og þegar sumir voru enn í miðjum
dalnum voru aðrir komnir upp á
fjallsöxlina sem er geng alveg upp á
topp. Þetta var svolítið á fótinn.
Strax niðri í dal var maður farinn að
hitna og svitna. Þá stakk maður flís-
peysunni í bakpokann og var á
skyrtunni. Þegar geislar miðnætur-
sólarinnar hurfu var hins vegar gott
að bregða sér í hana aftur.
Leiðin að Gullna hliðinu
Eftir þvi sem ofar dró varð útsýnið
meira. Kannski var þetta eins og hjá
kerlingunni forðum í Gullna hliði
Davíðs; að fegurðin jókst því hærra
sem hún komst með sálina í pokan-
um.
Þegar hátt var komið var horft nið-
ur á öll hin fjöllin. Sandafellið við
Dýrafjörð, sem Þingeyrarkauptún
stendur undir, blasti við okkur, sem
og Arnarfjörður og botnlangarnir
tveir sem inn af honum ganga; firð-
irnir tveir sem kenndir eru við
Trostan og Geirþjóf. Þannig sáust í
senn söguslóðir hinnar frægu sögu
um Gísla Súrsson. Er hermt að öli
vötn falli til Dýrafjarðar og í Arnar-
firði voru forðum galdramenn og
særingameistarar á hverju strái.
Gangan var almennt nokkuð auð-
veld og mesta brattanum mættí
maður með því að þræða brekkurn-
ar skáhallt. Þannig varð gangan auð-
veldari. Þegar við nálguðumst tind-
inn mættu okkur klettabjallar sem
þurfti að ldífa og prfla. Hífa sig upp
frá einum steini til annars. „Klífa
skriður, skríða kletta," kvað Tómas
forðum.
Togast í þúsund metrana
Lagt var upp úr minni Fossdals
klukkan rúmlega tíu um kvöldið og á
tindinn var fólk að ná milli klukkan
tvö og þrjú um nóttina. Eins og ein-
kennandi er með fjöll á Vestfjörðum
þá er toppur Kaldbaks rennisléttur,
eftir að hafa þannig flast út forðum
þegar landið var í mótun og undir
jökli fyrir þúsundum ára.
Jarðfræði og raunvísindi öll urðu
hins vegar að aukaatriði á þessu
hæsta fjalli Vestfjarða. Að meginmáli
varð kátínan yfír að hafa náð á topp-
inn.
Fólk prflaði upp í vörðuna góðu
sem er á fjallinu og er tæpir tveir
FJÖLL LANDSINS
Hvannadalshnjúkur 2.119 m.
Snæfell 1.833 m.
Herðubreið 1.682 m.
Eiriksjökull 1.675 m.
Hekla 1.491 m.
Mælifellshnjúkur 1.138 m.
Skjaldbreiður 1.060 m.
Kaldbakur á Vestfjörðum 998 m.
Esja 914 m.
Lómagnúpur 767 m
metrar á hæð - og togar Kaldbak
þannig upp í þúsund metrana.
Sumir tóku lagið á fjallinu, enda er
söngur í sumarnóttinni alltaf seið-
andi. Aðrir tók svo myndir af mið-
nætursólinni þar sem hún var í
fjarskanum úti við sjóndeildarhring,
aftur farin að hækka á lofti.
Þreytan og lífsgleðin
Klukkan var milli fjögur og fimm
þegar hópurinn kom niður af fjall-
inu. Fólk fetaði slóðina niður
fjallsöxlina og auðvitað var sýnu
auðveldara að fara niður í móti en
upp.
Leiðin lá niður í Haukadal sem
gengur inn af Dýrafirði en þangað
kom fjallarútan góða og selflutti fólk
að fremstu bæjum í dalnum, þaðan
sem aðrar rútur ferjuðu okkur svo til
Þingeyrar. Þar komumst við í sund-
laug. Potturinn var snarpheitur og
dásemd var líkast fyrir göngugarpa
að geta þar tekið sárustu verki úr
vöðvum þótt sú þreyta, sem farin var
að herja á fólk, væri öðru fremur
skyld lífsgleðinni og þeim fögnuði
sem því fylgir ævinlega að ná á
hæstu tinda.
sigbogi@dv.is
+
Kvittað fyrin Skrifað í gestabókina sem
geymd er í vörðunni sem er á toppi Kald-
baks. DV-myndir sbs
íbygginn á fjallinu: Karl Eskil Pálsson
fréttamaður var meðal þeirra sem gekk á
fjallið. (baksýn sést út yfir Arnarfjörð og
botnlangafirði hans.
Langt á brattann: Rúturnar fluttu fólkið í minni Fossadals en inn eftir honum og síðan
eftir fjallsöxlinni og alveg upp á topp Kaldbaks þurfti fólk að ganga.
Aning: [ miðjum hlíðum Kaldbaks kastaði fólk mæðinni og fyrir suma var þar ekki van-
þörf á.