Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 10
1 0 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003
Neytendur
Verðkannanir - Nýjungar ■ Tilboð
Netfang: hlh@dv.is
Sími: 550 5819
afsláttarnet
Verðlaun fyrir
VIÐURKENNING: FÍB hlotnaðist
nýlega viðurkenningin ARC
Europe Global Partnership
Award. Þetta er alþjóðleg við-
urkenning sem veitt er fyrir
framúrskarandi og árangursríka
markaðssetningu afsláttarnets-
insShow yourCard!
Við sama taekifæri afhenti Tom
Wilt, framkvæmdastjóri sam-
skiptasviðs AAA, samtaka bif-
reiðaeigenda í N-Ameríku, Ólaf-
íu sérstaka heiðursviðurkenn-
ingu fyrir frábært og farsælt
samstarf FlB og AAA.
Show your Card & Save afslátt-
arnetið er upphaflega stofnað
af AAA í Bandaríkjunum, en
ARC Europe Show your Card! er
stofnað af evrópskum bíla-
klúbbum. Með samvinnu þess-
ara tveggja klúbba er orðinn til
90 milljóna manna markhópur
beggja vegna Atlantshafsins,
stærsti afsláttarklúbbur í heimi.
Geta félagsmenn FlB nýtt sér
þau sérkjör sem í boði eru allt
árið um kring. Afslætti Show
your Card má kynna sér á vef-
síðunni www.fib.is.
FRAMÚRSKARANDIÁRANGUR:
Ólafía Ásgeirsdóttirmeð verð-
launagripina.
KLÁRIR í SAMKEPPNI: Forráðamenn Steinsteypunnar eru klárir í samkeppni á markaðnum fyrir hellur. BM Vallá hefur hingað til ráðið mestum hluta þessa markaðar en nú boða Hannes Sigurgeirsson og samstarfsmenn
hans breytingar þar á. Hafa þeir keypt afar fullkomnar hellusteypuvélar og reist um 2000 fermetra hús undir starfsemina. Byrjar hellusala þeirra á föstudag.
Steinsteypan að hefja hellusteypu með afar fullkomnum og afkastamiklum vélum
Boðar bullandi sam-
keppni í hellusölu
Steinsteypan ehf. í Hafnarfirði
er að hefja framleiðslu á
steyptum hellum með nýjum
og afar fullkomnum vélum.
Nýtt 2000 fermetra hús hefur
verið byggt um framleiðsluna
og boðar Hannes Sigurgeirs-
son framkvæmdastjóri bull-
andi samkeppni í hellusölu.
„Framleiðslan verður hagkvæm-
ari og betri og mun skapa okkur
svigrúm til að koma með ódýrari
hellur á markaðinn. Úrvalið verður
ekki minna en hjá aðalsamkeppn-
isaðilanum. BM Vallá hefur verið
með um og yfir 80 prósent af hellu-
markaðnum, hálfgerða einokun, en
við hyggjumst veita þeim alvöru-
samkeppni með sömu eða meiri
gæðum og hagstæðu verði. Tækni-
legar forsendur gefa okkur sannar-
lega meðbyr í þeirri samkeppni,"
sagði Hannes Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Steinsteypunnar, við
ÐV.
Steinsteypan er 8 ára gamalt fyr-
irtæki og hóf framleiðslu á steypu
1995. í dag er fyrirtækið, sem er til
húsa í Helluhrauni 2 í Hafnarfirði,
með um þriðjung af steypumark-
aðnum. Hellusteypa er hins vegar
nýjung í starfsemi fyrirtækisins og
binda menn miklar vonir við hana,
enda með einhvern fullkomnasta
vélakost sem völ er á. Nýtt 2000 fer-
metra hús hefur verið reist um
framleiðsluna. Þrjár nýjar hrærivél-
ar geta hrært allt að 4,5 rúmmetra
af steypu í einu en tvær þeirra eru
ætlaðar helluframleiðslunni. Mikil
vélvæðing minnkar þörf fyrir
mannskap. Samhliða hellusteyp-
unni er verið að setja upp nýja
steypustöð en ein nýju hrærivél-
„Þetta er fyrsta alvöru-
samkeppnin sem BM
Vallá fær og hún mun
leiða til betra verðs og
betri þjónustu."
anna er æduð fyrir blautsteypuna.
Fyrirtækið ætlar sér því mikla hluti
á steypu- og hellumarkaðnum.
Tveggja laga hellur
„Hellumarkaðurinn hefur verið í
örum vexti hér á landi og þetta er
eðlileg viðbót við okkar starfsemi.
Með nýjum og öflugum vélum
verður okkur t.d. kleift að frarhleiða
tveggja laga hellur en tæknilegar
forsendur fyrir slíku hafa ekki verið
hér á landi," sagði Hannes.
- Hvað vinnst með tveggja laga
hellum?
„Þá má t.d. hafa lit í efsta lagi
hellunnar í stað þess að þurfa að
lita hana alveg í gegn og eins má
hafa yfirborð hennar úr slitsterku
efni í stað þess að láta kostnað við
slíkt fara niður í gegnum alla hell-
una. Þessi tækni veitir okkur aukið
svigrúm í framleiðslunni."
Fyrsta alvörusamkeppnin
Hannes segir að strax frá fyrsta
degi verði ljóst að samkeppni verði
komin í hellubransann en auk þess
mun viðskiptavinum gefast kostur
á fjölda opnunartilboða.
- En þar sem svo fáir eru á þess-
um hellumarkaði, verður sam-
keppnin þá nógu öflug?
„Innkoma okkar skapar alvöru-
samkeppni og samkeppni hefur
alltaf leitt til betra verðs. Þetta er
fyrsta alvörusamkeppnin sem BM
Vallá fær og hún mun leiða til betra
verðs og betri þjónustu. Það segir
sig sjálft. BM Vallá mun örugglega
bregðast við þessu með einhverj-
um hætti,“ sagði Hannes.
BM Vallá hefur hingað til ráðið
hellumarkaðnum að miklum hluta
en auk þess fýrirtækis hafa nokkur
smærri fyrirtæki verið í hellusteypu
eins og Hellusteypa JVJ og Hellu-
steypan Stétt auk nokkurra hellu-
steypa úti á landi.
Hannes sagði að víðtæk þjónusta
yrði í boði hjá Seinsteypunni eins
og ráðgjöf arkitekta við skipulag
lóða og val á efnum. hth@dv.is