Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNI2003 Drengur féll ofan í hver SLYS: Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti í gærkvöld 14 ára dreng sem hafði fallið ofan í hver í Reykjadal ofan Hvera- gerðis og hlaut hann brunasár á höndum og fótum. Drengurinn var í hópi fólks sem hóf gönguferð efst í Kömbunum og stefndi þaðan inn í Reykjadal. Dreng- urinn féll ofan í gamla borholu sem dælir upp um 80-90 gráða heitu vatni innst inni í Klambragili. Gert var að sárum drengsins í nótt en ekki er enn vitað hversu alvarlega hann slasað- ist. Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði var einnig kölluð út og voru átta björgunarsveitar- menn sendir til móts við hóp- inn til að aðstoða hann. ' Framsókn í R-lista BORGIN: Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gær um samstarfið innan R-listans. Fundinn sátu borgarfulltrúar flokksins og formenn kjör- dæmissambanda og flokksfé- laganna í borginni. Guðjón Ólafur Jónsson, formaður kjör- dæmissambands flokksins í Reykjavík suður, segir að á fundinum, sem stóð í tæpa klukkustund, hafi komið fram að framsóknarmenn myndu vinna af heilindum í R-listan- um hér eftir sem hingað til. Upphlaupið á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar á dögunum breytti því ekki. Fíkniefnabrot aldrei fleiri en í fyrra Aldrei hefur meira af fíkniefn- um verið gert upptækt en árið 2002, samkvæmt upplýsing- um frá ríkislögregiustjóra. Fíkniefnabrotum fjölgaði úr 911 árið 2001 í 994 árið 2002 og er það 9,1 prósentuaukning á milli ára. Flest brotanna komu upp í Reykja- vflc en þó verður að hafa í huga að hluti þeirra kemur til vegna mála sem eiga upphaf sitt hjá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og tollstjóranum í Reykjavík. 67 prósent fíkniefnabrotanna komu upp á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í umdæmum lögreglustjóranna í Hafnarfírði, Kópavogi og Reykjavík. Færri einstaklingar voru kærðir í fyrra en árið 2001, eða alls 1039 manns, þar af 917 karlar og 122 konur, og er það um það bil hund- rað færri einstaklingar en árið áður. Lagt var hald á meira af hassi en áður eða ríflega 57 kfló og það sama má segja um kókaín en lagt var „Við hjá SÁÁ höfum orð- ið vör við mikla aukn- ingu á neyslu fíkniefna síðustu ár og hingað kemur sífellt fleira fólk sem á við fíkniefna- vanda að etja." hald á ríflega 1,8 kfló af efninu. Alls var lagt hald á tæp 7,2 kfló af am- fetamíni en aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á meira af efninu sem var árið 2000, þegar lagt var hald á ríflega 10 kfló. Mun minna I Yfirlit landamæra þar sem fíkniefni voru haldlögð Efnistegundir Keflav- flugv. Norræna Reykjav- flugv. Tollpóst- stofan Skipahöfn/ Rvík Samtals Hass (g) 24.378,4 3,95 821,0 29.809,8 55.013,1 Kannabisfræ (g) 3,2 i 0,13 3,4 Kannabisfræ (stk.) 5,0 ! 30,0 35,0 Kannabislauf (g) 28,7 ; 399,2 427,9 Maríhúana (g) 15,0 94,8 12,0 121,8 Tóbaksbl. hass (g) 7,9 2,4 10,3 Amfetamín (g) 1.100,0 12,5 1.112,6 Amfetamín (stk) 2,0 2,0 Kókaín (g) 1.512,0 60,7 : 1.572,7 E-pillur stk. 28,5 I 28,5 AMFETAMlN: Aldrei hefur jafn mikið verið tekið af fíkniefnum og í fyrra, meira af hassi en áður og aðeins einu sinni verið tekið meira af amfetamíni. var haldlagt af e-töflum árið 2002 en áður eða 814 stykki. „Við hjá SÁÁ höfum orðið vör við mikla aukningu á neyslu fíkniefna síðustu ár og hingað kemur sífellt fleira fólk sem á við fíkniefnavanda að etja,“ segir Einar Axelsson lækn- ir á Vogi um aukna fíkniefnaneyslu. „Flestir sem hingað leggjast inn eiga fyrst og fremst í vandræðum með áfengisneyslu sínu og það er enn langalgengasti vfmugjafmn Þjóðerni og kyn þeirra sem kæröir voru Ríkisfang Karl Kona Samtals Bandaríkln 2 2 Belgía 1 1 Bretland 2 2 Danmörk 7 1 8 Dómlníska lýöveldið 1 1 Frakkland 2 2 Holland 1 1 Hondúras 1 1 írland 1 1 íslartd 38 01 ; 49 Pólland 1 1 Þýskaland 3 1 4 Samtals 56 17 73 sem fólk notar hér á landi. Hins vegar finnum við að fíkniefnin eru sífellt að sækja meira á og það er áhyggjuefni." erlakristin@dv.is Utanríkisráðherra um upphaf viðræðna við Bandaríkin: Segir leyndina nauðsynlega Engar upplýsingar fást um efni viðræðnanna við Banda- ríkjamenn, hvorki frá samn- inganefndum né stjórnvöld- um. Utanríkisráðherra segir leyndina nauðsynlega. „Þessi fundur var gagnlegur og vinsamlegur," segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra um fyrsta samningafundinn um fram- tíð varnarsamstarfsins, sem stóð í hálfa fjórðu klukkustund í gær. Bandaríska sendinefndin fór af landinu síðdegis í gær og hefur næsti fundur ekki verið ákveðinn. Halldór hitti sendinefndina ekki. Ljóst er að tilgangur þessa fyrsta fundar var ekki að komast að beinni niðurstöðu heldur að við- ræðunefndirnar gerðu grein fyrir afstöðu sinni. Halldór segir að eng- in ástæða sé til að tala um það á þessu stigi hvort mikið beri í milli. „Þetta fór fram í vinsamlegu and- rúmslofti og ég tel að það sé vilji til að ftnna ásættanlega lausn á þessu máli. Það skiptir miklu." Spurt er hvort ekki væri eðlilegt að upplýsa þjóðina um hvað Bandaríkjamenn leggja til í þessum efnum, ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem fjölmargir hafa af EKKERT AÐ FRÉTTA: Þau Gunnar Snorri Gunnarsson og Marisa Lino, formenn samninganefndanna, voru á einu máli um það eftir fundinn í gær að hann hefði verið á vinsam- legum nótum. Hvorugt vildi hins vegar víkja orði að efnisatriðum viðræðnanna. DV-myndir GVA veru varnarliðsins. Hvers vegna þessa leynd? „Það er alltaf þannig í vandasömum málum og viðkvæm- um að það er ekki hægt að greina frá öllu sem fer á milli aðila," segir Halldór. „Þannig er það f öllum samningaviðræðum og hefur alltaf verið. Það gagnast engum að rjúfa trúnað með þá hluti. Þetta er ekki einkamál okkar og ekki heldur einkamál Bandaríkjamanna. Við- ræður sem þessar þurfa ávallt að fara fram í trúnaði, þannig var það í viðræðum um sfðustu bókun sem lauk 1996 og þannig verður það að vera áfram." olafur@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.