Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAOUR 24. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 9 HEITASTA PARfÐ: Ben Affleck og Jennifer Lopez þykja heitasta parið um þessar mundir enda eru þau í fimmta og sjöunda sæti á lista Forbes. komi oftast stórstjörnurm inn á listann. Leikstjórarnir launahæstir En þótt flestum hér heima, sem standa í brauðstritinu, virðist launaumslag Jennifer Anistoni ansi feitt, kemur það henni ein- ungis í 23. sæti á listanum yfir 100 áhrifamestu og launahæstu stjörn- urnar í skemmtana- og íþrótta- bransanum. Þar trónir leikstjórinn Steven Spielberg á toppnum með tæpa 15 milljarða króna í árslaun. Annar leikstjóri, George Lucas, er næstur með 13,7 milljarða, þannig að það er ljóst að einhverja pen- inga er að hafa í leikstjórabransan- um. Oprah Winfrey var með 13,3 milljarða, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, þénaði 9,7 milljarða og í fimmta sæti yfir tekjuhæstu einstaklingana á listan- um var svo Tiger Woods með 5,8 milljarða. Fjórar tekjuhæstu stjörnurnar hafa því úr umtalsvert meiru að moða en þeir sem á eftir koma. kja@dvJs KOMAST EKKi Á BLAÐ Nokkrar stjörnur, sem hafa verið áberandi á listanum yfir þá áhrifa- mestu af fræga fólkinu undanfarin ár, komast ekki á blað þetta árið. Hér er yfirlit yfir þær helstu. Nafn Sæti á síðasta ári: Bruce Willis 17 Cameron Diaz 20 Rosie O'Donnel 32 Madonna 4 Britney Spears 1 Sandra Bullock 42 Mel Gibson 16 Adam Sandler 26 Keanu Reeves 49 Bill Cosby 81 TEKJUHÆSTU STÓRSTJÖRNURNAR Sæti Nafn Árslaun Sæti á áhrifslista 1. Steven Spielberg 14,8 milljarðar kr. 4 2. George Lucas 13,7 milljarðar kr. 17 3. Oprah Winfrey 13,3 milljarðar kr. 8 4. J.K. Rowling 9,7 milljarðar kr. 15 5. Tiger Woods 5,8 milljarðar kr. 3 EFSTÁ BLAÐI ÁÐUR FYRR Athyglisvert er að skoða efstu menn á Forbes-listum fyrri ára því þá kemur ber- lega í Ijós að frægðin getur verið fallvölt.Til dæmis komast einungis tveir af efstu fimm ífyrra inn á topp 100 listann þetta árið og bara einn af efstu fimm árið 2001 nær inn á listann nú. Þau sem þóttu áhrifamest árið 2000 ná hins veg- ar öll inn á topp 25 í ár. 2002: Sæti: Nafn: Árangur í ár: 1 Britney Spears Ekki á lista 2 Tiger Woods 3 3 Steven Spielberg 4 4 Madonna Ekki á lista 5 U2 Ekki á lista 2001: 1 Tom Cruise Ekki á lista 2 Tiger Woods 3 3 Bítlarnir Ekki á lista 4 Britney Spears Ekki á lista 5 Bruce Willis Ekki á lista 2000: 1 Julia Roberts 21 2 George Lucas 17 3 Oprah Winfrey 8 4 Tom Hanks 9 5 Michael Jordan 13 1999: 1 Michael Jordan 13 2 Oprah Winfrey 8 3 Leonardo DiCaprio Ekki á lista 4 Jerry Seinfeld Ekki á lista 5 Steven Spielberg 4 ELLIBELGIR: Ekki nóg með að þeir séu krumpaðasta hljómsveit í heimi heldur eru þeir líka sú áhrifamesta, því þeir komast í tiunda sæti á lista Forbes. MADONNA: Ekki sama aðdráttaraflið. TIGER WOODS: Áhrifamesti íþróttamaðurinn. BRITNEY SPEARS: Númer eitt ifyrra en kemst ekki einu sinni á topp 100 þetta árið. I j Ferill Jennifer Aniston athyglisverður: Átti fyrst að leika Monicu Leiklistin er Jennifer Aniston í blóð borin því að faðir hennar, John Aniston, er ein stærsta stjarna sápuóperanna í Banda- ríkjunum. Þar leikur hann hlut- verk manns að nafni Victor Kiriakis í hinni vinsælu sápu, Days of Our Lives. Ekki er nóg með það því að guðfaðir henn- ar var enginn annar en hinn „hárprúði"Telly Savalas. Jennifer fæddist 11. febrúar 1969 í Sherman Oaks í Kaliforníu. Hún bjó eitt ár í Grikklandi en flutti síð- an til New York með fjölskyldu sinni þar sem foreldrar hennar skildu þegar hún var 9 ára. Aðeins 11 ára byrjaði hún að læra að leika og fór að endingu í hinn fræga skóla, High School of the Perform- ing Arts í New York. Eftir útskrift byrjaði hún leiklistarferilinn í smærri leikhúsum New York-borg- ar en fékk fyrsta hlutverkið í sjón- varpi árið 1989 þegar hún lék reglu- lega í þáttaröðinni Molloy sem varð þó skammlíf. Ferillinn hafði gengið brösuglega og árið 1993 virtist sem henni væru allar bjargir bannaðar. En þá var henni boðið að taka þátt í prufu- upptökum fyrir sjónvarpsþátt sem átti að heita „Friends like These“. Jennifer átti upphaflega að prófa að leika hlutverk Monicu, en hún neit- Hún byrjaði á róman- tískum gamanmyndum á borð við She's the One, The Objectofmy Affection og Picture Perfect sem þóttu inni- haldslitlar. aði því og vildi frekar spreyta sig sem Rachel Green. Hún fékk hlut- verkið og eftir það lá leiðin upp á við. Þátturinn sló í gegn undir heit- inu „Friends" og hefur nú gengið sleitulaust í 9 ár, þótt líklegt sé að næsta sería, sú tíunda, verði loka- sería þáttanna. Aniston hefur hlotið bæði Emmy og Golden Globe verð- laun fyrir leik sinn í þáttunum og vinsældir þeirra hafa aldrei verið meiri - 25,5 milljónir manna horfðu á lokaþátt síðustu seríu sem sendur var út í Bandaríkjunum í maí. Ágengir fjölmiðlar Aniston hefur leikið í nokkrum kvikmyndum síðustu árin. Hún byrjaði á rómantískum gaman- myndum á borð við She’s the One, The Object of my Affection og Pict- ure Perfect sem þóttu innihaldslitl- ar. Svo tók hún að sér hlutverk í ódýrri mynd sem hét The Good Girl og fékk frábæra dóma fyrir leik sinn sem kúguð afgreiðslukona í kjör- búð. Nýjasta mynd hennar er svo Bruce Almighty með Jim Carrey í aðalhlutverki. Skipst hafa á skin og skúrir í einkalífi Aniston. Svo virðist sem hjónaband hennar og Brads Pitts gangi eins og í sögu og hefur það orðið til þess að stjarna hennar hef- ur risið sífellt hærra. Hún hefur hins vegar átt í útistöðum við móð- ur sína eftir að sú síðarnefnda mætti í spjallþátt í sjónvarpi til að tala um dóttur sína. Jafnframt hafa blaðamenn orðið fullaðgangsharðir og meira að segja klifrað upp á veggi umhverfis heirriili hennar og náð myndum af henni hálfnakinni. Aniston og Pitt fóru þá í mál við papparazzana sem var að endingu leyst utan dómstóla. LEIKARAPAR: Jennifer Aniston og Brad Pitt hafa þurft að berjast við pappar- azzana, enda með frægari hjúum í heimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.