Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003 Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í slma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattirtil að senda mynd af sér til birtingar. Ognsterkur lyfjageiri Móðurást og kynjafræði Kristjan Gunnarsson skrifar: Vandræði eru við að fá leyfi til innflutnings á jurtum eins og kamillu, myntu o.fl. Ég hefði ekki trúað því að lyfjageirinn væri orðinn svo sterkur að einstak- lingar gætu ekki flutt inn grös og nytjajurtir án aðkomu eða samþykkis þessara ógnsterku samtaka. Það er nú nokkuð langt gengið ef menn mega ekki laga sér te til hressingar og heilsubótar án þess að lyfjafram- leiðendur komi að málinu. Stað- reyndin er að grasalækningar eru eldri en þær hefðbundnu. Lögverndun starfsstétta er að verða óþolandi hér á landi og ekki í neinum takti við það sem í lýðfrjálsu ríki er talið eðlilegt og raunar æskilegt - frelsi til sjálfs- bjargar á heilsusviði. Heiöveig skrifar: (umræðuþætti Arnþrúðar Karls- dótturá Útvarpi Sögu mætti karlmaður einn, áhugamaður um gott heimilislíf, er reyndi eftir bestu getu að verja dyggðir heimilisins og hlutverk mæðra innan þess og átti í höggi við konu eina, lektor í kynjafræðum. Sú var „jafnréttissinnuð" mjög og gerði lítið úr hugtökum eins og „móðurást". Hún vitnaði til þjóðfiokka þar sem konur ælu börn sín úti á víðavangi og gengju til starfa stuttu síðar! Er þetta kannski eitthvað til að stefna að hér á landi? - Hvar er þessi íslenska þjóð eiginlega stödd? Keflavíkurvöllur í nýju hlutverki Guöjón Jónsson bifrstj. skrifar: Nú þegar Bandaríkin hyggjast leggja niður herstöðina í Keflavík gefst kjörið tækifæri fyrir ferskar nýjar hugmyndir. Þarna eru t.d. margar voldugar byggingar, sem hægt er að nýta til margra hluta. Nefna má sem dæmi allar nýju íbúðablokkirnar sem skapa mögu- leika á útleigu til ferðamanna til lengri eða skemmri tíma sem íbúðahótel við alþjóðaflugvöll. Hluta svæðisins mætti taka und- ir tollfrítt athafnasvæði, þar sem gæti verið hátækniiðnaður fyrir „transit" vörur, þ.e. vöruhótel (Bonded warehouse) með mögu- leika á afgreiðslu fyrir fleiri aðila. Einnig í ferðaþjónustu, t.d. auka- flugstöð fyrir lágfargjaldaflugfélög eins og Iceland Express og fleiri slíka aðila. Svo gætu þar fengið inni fiskvinnslufyrirtæki sem sérhæfa sig í útflutningi á ferskum fiski og unnum ferskum fiskafurðum. Þar með sparaðist verulegur kostnaður við flutning og afurðir fengju betri meðhöndlun fyrir flugið. Við eigum að nota tækifærið og byggja upp nýjar atvinnu- og/eða þjónustugreinar á Keflavíkurflug- velli þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi. Það er ekki eftir neinu að bíða, varnarlið í núverandi formi fer hvort sem er innan tíðar. Spurningin er einungis sú hvort það verður í ár eða innan 5 ára. íslensk stjórnvöld verða að líta til baka svo sem um hálfa öld til þess tíma þegar Bandaríkjamenn fengu að setja upp herstöð hér til þess m.a. að dreifa áhættu sinni vítt og breitt um heiminn frá eigin landi. Þá voru það íslendingar sem tóku áhættu sem var veruleg. Ef til „Við eigum að nota tækifærið og byggja upp nýjar atvinnu- og/ eða þjónustugreinar á Keflavíkurflugvelli, þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi." átaka hefði komið á kaldastríðs- tímunum hefði sú áhætta verið afar mikil. Við höfum ekki fengið neina áhættuþóknun en hún gæti verið allveruleg, t.d. nokkrar stórar björgunarþyrlur og rekstur þeirra í ca. hálfa öld, með íslenskum flug- mönnum. Þetta gæti verið ásætt- anlegt fyrir okkur og Bandaríkja- menn einnig. - Síðan kemur að þeim þætti sem snýr að hreinsun. NATO þarf að hreinsa svæðið eftir sig, það sem við viljum að fjarlægt verði og eytt. Ég hef ekki verið á móti aðild að NATO en í dag hefur NATO tak- markað gildi, þjónar t.d. ekki til- gangi sem varnarbandalag en er fyrst og fremst útvörður fyrir Bandaríkin. Ekki okkur. Viljum við hins vegar endilega hafa flugsveit- ina hér áfram, þá væri eflaust hægt að semja við Rússa um að fljúga stíft hér inn á okkar svæði, (útsýn- isflug rússneska flughersins til fs- lands) og þá myndi NATO eflaust verða um kyrrt með sinn flugflota. Það verður eitthvert atvinnuleysi á þessu svæði um tíma sem mun þó leita jafnvægis með öðrum störfum sem gefa meira en þau gera í dag. Við eigum því ekki að hafa á móti því að Bandaríkjamenn fari, svo fremi að þeir gjaldi okkur fyrir greiðann síðustu 50 árin. Burt með móðurmyndina! Glæsilegur búningur. Æpir á móðurhlutverkið? Svipar meira til útkjálkabyggðar. Gangstéttir í gamla bænum Bergþóra Jónsdóttir skrifar: Skömm er að sjá hvernig út- gangurinn er orðinn á gang- stéttum og yfirleitt allri umhirðu gatna í gamla vesturbænum í Reykjavík. Gangstéttar skældar og skakkar og göturæsi oft yfir- full af sorpi eða illgresi. Það er eins og þessi borgarhluti sé lát- inn sitja á hakanum fyrir gatna- og gangstéttagerð f nýjum hverfum sem borgin er að flenna út til allra átta. Það er ekki nóg að skipuleggja Slipp- svæði og Örfirisey og sjá fyrir sér glæsibyggingar í þessum borg- arhluta sem þó er nánast að verða eins og útkjálkabyggð. Vonandi fær nýi bogarstjórinn sér göngutúr um svæðið og finnur hjá sér þörf til að bæta úr útliti gamla bæjarins, þar sem lengst af öllu hafa verið greidd gatnagerðargjöld og önnur út- gjöld til sameiginlegrar neyslu borgarbúa. Björn Sigurösson skrifar: Flest er breytingur undirorpið, segir einhvers staðar. Og flestu vilj- um við fslendingar breyta. Ekld endilega í takt við tíðarandann, sem auðvitað er ekki alltaf æskilegt, heldur bara breytinganna vegna. Til að hafa bara eitthvað að fást við sýnist manni stundum. Fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd að auglýsa eftir hug- myndum um sérstakan íslenskan þjóðbúning karla. Hann varð að raunveruleika og eru einhverjir sem treysta sér til að nota slíkan búning á hátíðis- og tyllidögum. Þetta er að mínu mati afskaplega afkáralegur sýndarmennskuklæðn- aður, eins konar kjólföt en þó ekki, og fer fáum vel öðrum en háum og spengilegum körlum. Hinn íslenski viðtekni þjóðbún- ingur kvenna hefur verið f heiðri hafður að mestu leyti, hjá þeim konum sem á annað borð vilja halda honum við. Sumar segjast ekki hafa efni á að afla sér þessa búnings, hann sé allt of dýr með öllu því sem honum fylgir. Nú hefur komið fram ný hug- mynd (var viðruð í sjónvarpsfrétt- um um helgina) um nýjan íslensk- an þjóðbúning kvenna. Skýring- una, að hinn gamli viðtekni bún- ingur sé dýr, er hægt að kaupa. Hitt, sem ung kona setti fram, að sá hefðbundni búningur sem hingað til hefur þótt til sóma minni um of á „móður", „húsmóður", er satt að segja fáránlegur og illskiljanlegur, a.m.k. mörgum okkar sem komnir eru á miðjan aldur og meira. Er þá meiningin kannski að afmá hugtakið „húsmóðir" eða „móðir" í leiðinni? Eru margar konur af yngri gerðinni sem telja óþolandi að „Erþá meiningin kannski að afmá hug- takið „húsmóðir" eða „móðir"í leiðinni? Eru margar konur afyngri gerðinni sem þola illa að gagnast í hlutverki móður og húsmóður. Hvað skyldu þær þá segja um orðið „eigin- kona"?" gagnast í hlutverki móður og hús- móður. Hvað skyldu þær þá segja um orðið „eiginkona"? Mér finnst satt best að segja svo komið fyrir okkur íslendingum að við vitum ekki hvar við stöndum í tilverunni. Og alls ekki f tíðarand- anum sem ætti að vera sá sami hér og í flestum löndum sem við þekkj- um best til. Mér finnst vera miklu meiri festa og skipulag hjá flestum nágrannaþjóðum okkar og stíf til- hneiging til að halda gömlum sið- um og venjum, þ.m.t. þjóðbúning- um. Ég held að leitun sé á nýjunga- gjarnari þjóð en hér býr og jafn- ósjálfstæðri í raun, þrátt fyrir allt tal um hið gagnstæða. Ég fullyrði (auðvitað bara fyrir mitt leyti) að það gangi næst þjóðníði að gera lít- ið úr gömlum gildum, og stappa nærri brjálæði að koma því inn hjá okkur íslendingum að orðið „móð- ir“ eða „húsmóðir" sé orðið svo úr- elt að það skuli víkja í íslenskum tíðaranda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.