Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 Lýsa furðu á vali verslunarmanns VERSLUNARMENN: VR hefur lýst yfir furðu sinni á því að Rás 2 og Samtök verslunar og þjónustu skuli standa fyrir vali á verslunarmanni ársins um verslunarmannahelgina. Segir VR að tilurð frídags verslunar- manna megi rekja til þess að árið 1894 buðust kaupmenn og verslunarstjórar til að gefa starfsmönnum frídag til að þeir gætu skemmt sér og tók VR að sér að skipuleggja dag- inn með hátíðarhöldum. I þá daga hefði verið unnið nánast alla daga ársins, fyrir utan helgustu daga, og því megi e.t.v. kalla daginn fyrsta vísi að orlofi launafólks á (slandi. VR sá síðan um að skipuleggja dag- skrá nær óslitið á frídeginum frá þeim tíma og um verslunar- mannahelgarfrá 1931,erdag- urinn var fastsettur sem fyrsti mánudagur í ágúst fram til 1957, en þá var dagurinn orð- inn almennurfrídagur. Segir VR að val Ríkisútvarpsins og samtaka atvinnurekenda í verslun á verslunarmanni árs- ins út frá því hvernig menn vinna á frídegi verslunar- manna séu alger öfugmæli. Trukkur valt SLYS: Caterpillar-trukkurvaltá hliðina á Reykjanesbraut, miðja vegu milli Kúagerðis og afleggjar- ans að Vogum.Trukkurinn er geysistór, vegur um 40 tonn og farmurinn sennilega um 60 tonn. Bílstjórinn var að vinna að breikk- un Reykjanesbrautar á vegum Jarðvéla ehf. Mildi þykir að bílstjór- inn skyldi sleppa ósár úr veltunni. Okumaður bíls sem valt með þeim afleiðingum að kona og tvær dætur hennar létust: Sýknaður af mann- drápi af gáleysi Héraðsdómur Vestfjarða sýkn- aði í gær mann af ákæru um manndráp af gáleysi. Hann var ákærður fyrir að hafa ekið bíl sínum í Skutulsfirði í október á síðasta ári án nægilegrar tillits- semi og varúðar og of hratt miðað við aðstæður með þeim afleiðingum að þegar vind- hviða kom á tengivagninn, sem var í eftirdragi, missti hann stjórn á bílnum og hann valt nokkrar veltur. Við það köstuðust kona og tvær dætur hennar út úr bílnum og hlutu svo mikla áverka að þær lét- ust nokkrum dögum síðar. Auk mæðgnanna þriggja voru tvær dæt- ur mannsins í bflnum. Hann kvaðst hafa tekið eftir vindgárum á sjón- um og dregið úr ferð- inni niður í 70-80 kíló- metra. Maðurinn sagðist hafa aukið hraðann í um 90 kflómetra þegar hann kom út fyrir þéttbýlismörkin. Hann kvaðst hafa tekið eftir vind- gárum á sjónum og dregið úr ferð- inni niður í 70-80 kflómetra. Hann hefði síðan heyrt öflug vindhljóð og dregið enn úr ferðinni. Þá hefði hann tekið eftir því að kerran lyftist og færðist til hliðar. Hann hefði sveigt bflinn aðeins til vinstri inn á veginn en kerran hefði lyft honum að aftan og hann þá misst stjórn á honum þannig að hann valt. Stóðst ekki vindinn Bfltækniráðgjafi og umferðar- verkfræðingur voru dómkvaddir til að leggja mat á hugsanlegar orsakir slyssins. Sögðu þeir að það sem hefði átt afgerandi þátt í að valda slysinu væri að kerran stóðst ekki vindálagið og fauk til hliðar. Miðað við árstíma hefðu ekki ríkt óvenju- legar eða óeðlilegar veðurfarsað- stæður og aðstæður sem þessar gætu einnig komið upp að sumar- lagi í ákveðnum tilfellum. Þá töldu þeir að kerrur eins og þessi, sem væru ekki hannaðar til að minnka viðnám gegn vindi, gætu ekki talist hentugar hér á landi. Væri því æski- legt að vara við því að draga léttar Þá varð ekki annað séð en að skilyrði til aksturs hefðu verið góð að öllu öðru leyti en því sem varðaði veðrið. kerrur í hvassviðri og líma á þær viðvörunarmiða. Ók á leyfilegum hraða Dómurinn taldi ósannað með til- liti til óvissuþátta að maðurinn hefði ekið hraðar en hann kvaðst hafa gert. Samkvæmt því var talið að hann hefði verið innan lög- leyfðra hraðatakmarkana þegar slysið varð. Þá varð ekki annað séð en að skilyrði til aksturs hefðu verið góð að öllu öðru leyti en því sem varðaði veðrið. Þó var ekki talið að veðurskilyrði hefðu gefið mannin- um fyrir fram tilefni til sérstakrar aðgæslu þrátt fyrir að hánn drægi kerru sem væri illa hönnuð með til- liti til vindálags. Var það því ekki virt manninum til gáleysis að hafa ekki gert sér grein fyrir því er hann ók út með Skutulsfirði í þægilegum meðvindi að hann mætti vænta skyndilegrar vindhviðu sem dygði til að hliðra kerrunni til. -EKÁ Trúa skýringum borgarstjórans Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, fundaði í gær með borgarfulltrúum Reykjavíkur- listans um aðkomu sína að meintu samráði olíufélaganna. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að ekki sé ástæða til annars en að trúa skýringum hans um málið. „Þórólfur fór ítarlega í gegnum þetta mál með okkur á heiðarlegan og opinskáan hátt að mínu mati. Þetta er auðvitað stórt mál og grafalvarlegt, en miðað við þær upplýsingar sem við höfum og skýringar Þórólfs sjáum við ekki ástæðu til að aðhafast neitt frekar að svo stöddu,“ sagði Árni Þór í samtali við DV í morgun. Þórólfúr svar- aði í gær skrif- lega fyrirspurn sjálfstæðis- manna í borg- arstjórn um málið og neitaði þar að hafa tekið þátt í meintu ólögmætu útboði olíufélaganna. Að mati sjálfstæðismanna, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fararbroddi, var það svar hins vegar ekki trúverðugt og sögðu þeir eftir fundinn að Þórólfur hefði ekki sagt satt frá miðað við þær upplýs- ingar sem liggja fyrir úr frum- skýrslu Sam- keppnisstofn- unar um málið og birst hafa sfðustu vikur í fjölmiðlum. Telja þeir varla stætt á því að hann starfi áfram sem borgarstjóri. Plataði ekki Þórólfur segir í viðtali við Morg- unblaðið í morgun að hann hafi ekki platað Reykjavíkurborg með undirritun tilboðs vegna útboðs árið 1996. Þórólfur fór ítarlega í gegnum þetta mál með okkur á heiðarlegan og opinskáan hátt að mínu mati. Fulla yfirsýn yfir málið hafi hann ekki fengið fýrr en f viðtali hjá Sam- keppnisstofnun á síðasta ári, þó svo hann hafi gert sér grein fyrir því í starfi sfnu hjá Olíufélaginu að samráð væri milli olíufélaganna þriggja- Geir Magnússon, fyrrverand for- I ■ stjóri Olíufé- ^ lagsins, sendi ; J frá sér yfirlýs- ■! m 'ngu í gærkvöld I vegna málsins » |É| þar sem segir: I „Vegna um- I ræðu um tengsl Þórólfs Árna- Árni Þór Sigurðsson. sonar borgar. stjóra við mál- efni olíufélaganna undanfarið vil ég taka fram að Þórólfur hafði ekki ákvörðunarvald né ábyrgð á verð- lagningu á bensíni og olíu og við- skiptakjörum til stórnotenda í starfi sínu hjá Olíufélagiriu hf.“ kja@dv.is ÞórólfurÁrnason. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.