Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 14
14 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 LEIÐTOGA SKOLINN Unglingalandsmót UMFÍ sett á föstudagskvöld Unglingalandsmót UMFÍ verð- ur sett á íþróttasvæðinu á Torfnesi, ísafirði, næstkom- andi föstudagskvöld, klukkan 20.00. Meðal gesta á setning- arhátíðinni verða forseti ís- lands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra og settur menntamálaráðherra. Sjónvarpsmennirnir góð- kunnu, Sigmar Vilhjálmsson og Sverrir Þór, betur þekktir sem Simmi og Sveppi úr Popp tíví, verða kynnar og skemmtikraftar á kvöldvök- um unglingalandsmótsins á ísafirði um verslunarmanna- helgina. Félögunum tveim af Popp tíví fylgir jafnan mikið grín og mikið gaman og næsta víst að Simmi og Sveppi eiga eftir að bregða á leik með gestum mótsins. Þeir eru sannfærðir um að dag- skráin verði mjög skemmtileg. Sigmar segir að dagskrá mótsins sé fjölbreytt og nóg að gera fyrir utan íþróttakeppnina. „Við Sveppi ætíum til dæmis að nota tækifær- ið og skoða okkur um fyrir vestan, fara í siglingu og jafnvel á hestbak eða í fjallgöngu." Sveppi tekur undir með félaga sínum og er ánægður með að á unglingalands- mótinu sé lögð áhersla á fjölskyld- una og heilbrigð gildi. „Það er al- veg ofsalega mikið til af góðum krökkum að gera mjög skemmti- lega hluti og unglingalandsmótið er kjörinn vettvangur fyrir þá að koma saman með pabba og mömmu, sýna sig og sjá aðra - vfmuefnalaust að sjálfsögðu." Sveppi segir að þeir félagar hafi að undanförnu unnið að undir- búningi skemmtiatriða fyrir kvöldvökurnar. „Við verðum með atriði sem hafa aidrei sést áður á Islandi og við hiökkum mikið til mótsins og að hitta allt fólkið þar.‘‘ KÁTIR KRAKKAR: Iþróttasvæðið sem byggt hefur verið upp í kringum Unglingalandsmót UMFl á ísafirði á eftir að nýtast þessum krökkum vel (framtíðinni. Fjölbreytt dagskrá og mikil afþreying Samhliða íþróttakeppninni er boðið upp á fjölbreytta skemmtun og afþreyingu á unglingalandsmót- inu. Jón Pétur Róbertsson, fram- kvæmdastjóri ULM, segir að lögð hafi verið áhersla á að skapa um- gjörð fyrir alla fjölskylduna á mót- inu. „Það verða leikjabrautir og leiktæki fyrir yngstu börnin, hæfi- leikakeppni og foreldraþrautir. Þá mun hljómsveitin Á móti sól leika fyrir dansi og henni til aðstoðar hljómsveitin BMX frá fsafirði, sem er ein efnilegasta hljómsveit lands- ins.“ Að sögn Jóns Péturs getur fólk siglt á kajak, farið í gokart, hesta- feröir eða gönguferðir og á kvöld- vökur meðan á mótinu stendur, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu og dansleiki. „Það skemmir heldur ekki fyrir að kynn- ar og skemmtikraftar á kvöldvök- unum verða þeir Simmi og Sveppi sem flestir þekkja úr þáttunum Sjö- tíu mínútur." Setningarhátíðir landsmóta UMFÍ hafa löngum verið hátíðleg- ar. Fulltrúar þrjátíu og tveggja hér- aðssambanda ganga fylktu liði undir merkjum félaga og glæsilegri fánaborg. íþróttakeppnin hefst á föstudagsmorgun með golfi en keppni í öðrum íþróttagreinum hefst á laugardagsmorgni. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, segir að und- irbúningur fyrir mótið hafi gengið vel. „Það má sannarlega segja að mótshaldararnir HSV hafi staðið sig vel við undirbúning mótsins sem að þessu sinni er veglegasta unglingalandsmót sem haldið hef- ur verið hvað varðar afþreyingu og skemmtun. Keppendur verða um tólf hundruð sem er svipað og í Sfykkishólmi í fyrra." Sæmundur segir það sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að ísafjörður er ekki í al- faraleið. „Aðkoma ísafjarðarbæjar að mótinu sé sérlega glæsileg og nú hefúr verið byggð upp frábær að- staða til íþróttaiðkana á Torfnesi." Fjölbreytt keppni Á tólfta hundrað keppenda hafa skráð sig til leiks í átta íþróttagrein- SETNING UNGLINGALANDSMÓTSINS í FYRRA: Um tólf hundruð keppendur eru skráðir til leiks ráð fyrir milli sex og átta þúsund gestum á mótíð. um á unglingalandsmótinu. Keppt er í fótbolta, handbolta, körfubolta, frjálsíþróttum, golfi, sundi, skák og glímu. Einnig verður haldin sérstök hæfileikakeppni þar sem unglingar geta látið ljós sitt skína með leik- rænni tjáningu, dansi eða hverju því sem þeim dettur í hug. átta íþróttagreinum á Unglingalandsmóti UMFl á Isafirði um helgina. Gert er Simmi og Sveppi sjá um kvöldvökurnar m n ' > Alltaf ódýrast á www.fi u gfe I a g. i s ■ FLUGFÉLAG ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.