Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 17 Berlusconi rannsakaður Blair talar við fjölmiðla fTALÍA: Dómsmálaráð- herra ftalíu, Roberto Castelli, þurfti að játa sig sigraðan á ítalska þinginu í gær og leyfa saksóknara að kalla eftir gögnum um meint svindl Silvios Berlusconis forsætisráð- herra. Áður hafði hann neitað því á grundvelli laga um friðhelgi Berlusconis. Vantrauststil- laga kom fram á dóms- málaráðherrann og hótaði einn fjögurra stjórnar- flokka að draga sig út úr ríkisstjórninni ef ráðherr- ann breytti ekki afstöðu sinni. Hann gerði það á endanum og því má halda áfram rannsókninni á Berlusconi. ÍRAKSSTRfÐHD: Tony Blair heldur mánaðarlegan fund með fjölmiðlamönnum í dag og er búist við því að hart verði sótt að honum vegna sjálfsmorðs Davids Kelly. Kelly framdi sem kunnugt er sjálfsmorð eftir að menn fór að gruna að hann hefði verið heimild- armaður BBC um vafasamt framferði ríkisstjórnarinnar í aðdraganda (raksstríðs- ins. Talið er að Blair reyni að beina sjónum að öðr- um málum á borð við heil- brigðismál og jafnvel verj- ast spurningum um dauða Kellys með því að segja að rannsókn málsins sé í gangi og því lítið hægt að segja að svo stöddu. Hætt við umdeilda áætlun um að setja upp netmarkaðstorg Bandaríska varnarmálaráðu- neytið í Pentagon hefur ákveð- ið að hætta við umdeilda áætl- un um að setja upp netmark- aðstorg sem ætlað var til þess hjálpa til við spár um hugs- anlegar hryðjuverkaárásir. Mikill andstaða var gegn áætl- uninni og þá sérstaklega meðal þingmanna demókrata en þeir gagnrýndu áætlunina harkalega og sögðu hana í alia staði fáránlega og hreint út sagt hlægilega. Samkvæmt áætluninni átti að vera hægt að veðja um hugsam- legar hryðjuverkaárásir, ýmis átök og morðtilræði og hafði Tom Daschle, fyrrum leiðtogi demó- krata í þinginu, áður líkt fram kominni tillögu um áætlunina, við PAUL WOLFOWITZ: Wolfowitz, aðstoðar- varnarmálráðherra Bandarlkjanna, til- kynnti (gær að hætt væri við að setja upp netmarkaðstorg til þess að veðja um hugsanleg hryðjuverk og morðtilræði. tilraun til þess að versla með dauðann. „Áætlunin gæti þvert á móti virkað sem hvati til hryðjuverka frekar en að vinna gegn þeim,“ sagði Daschle og bætti við að þetta slægi öll met í ábyrgðarleysi. Ron Wyden, þingmaður demó- krata ffá Oregon, var annar tveggja þingmanna sem skrifúðu varnar- málaráðneytinu bréf þar sem eindregið var hvatt til þess að hætt yrði við áætlunina. „Hugmyndin um að ætla að láta ríkið standa fyrir veðmálum um ódæði og hryðjuverk er fáránleg. Það er með ólíkindum að nokkur skuli láta sér detta annað eins í hug,“ sagði Ron. Til sölu Oldsmobile Branada árg. 1997. 4WD Smart Track. Einstakt eintak, lýtalaus lúxusútgáfa m. rafmagni í öllu og glæsilegri leöurinnréttingu. Verö 1.980 þús.kr. staðgr. Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 564-1245 og 699-2017. Opnanlegir að neðan Öryggisgler Valin Pine viður Stillanleg öndun Tvöföld vatnsvörn Þakgluggar Alvak Stórhöfði 33 • Sími: 577 4100 Fax: 577 4101* www.aKak.is BONUSVIDEO Leigm i þinu hvcrfl ÞARFASTI ÞJÓNNINN!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.