Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Síða 20
20 FÓKUS MIÐVIKUDAGUR 30. JÚU2003
-«
Ifókus
Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk
Kristjánsdóttir.
Netföng:fokus@fokus.is, hdm@fokus.is,sigrun@fokus.is
Sími: 550 5894 ■ 550 5897
www.fokus.is
erjir \oru hvar?
Það er ekki á hverjum degi sem Reykvíkingar geta skellt
sér á sveitaball inni í miðri borg. Sú hefur þó verið raunin
í sumar því á Nasa hafa verið haldin slík böll á tveggja
vikna fresti og hefur það framtak fallið í mjög góðan jarð-
veg. Sfðasta föstudagskvöld var það Sálin hans Jóns míns
sem steig á stokk og var góð mæting eins og jaínan þegar
Stefán Hilmarsson, Guðmundur
Jónsson og hinar kempumar efna
til dansleiks.
Þarna mátti meðal annars sjá
Valtý Björn Valtýsson, fþróttaf-
réttamann hjá Norðurljósum, og
Hans Steinar Bjarnason, útsend-
ingarstjóra á Utvarpi Sögu. Þórdís
Brynjólfsdóttir handboltakona
tók sig einstaklega vel út að vanda
og fylgdist karlpeningurinn með
hverri hreyfingu hennar. Ragnar
Már Gunnarsson og Drífa mega-
beib voru að sama skapi glæsileg og
Apple-bræðumir Bjarni Áka og Ólafur skemmtu sér hið
besta. Gulli Helga, byggingameistari Norðurljósa, var með
stuðborinn í hægri hendinni og Guðjón, markaðsstjóri
Kók, naut sín vel. Pálmi Guðmundsson, markaðsstjóri á
Stöð 2, sást rifja upp gömul spor og Þórhallur Gunnars-
son nýtti sér nýfengið frelsi að
þurfa ekki lengur að vakna fyrir ís-
land í bítið. Ragnheiður Guðfinna
Guðnadóttir fegurðardrottning
hafði engu glatað f þokka sfnum
þetta kvöld, Birgitta Haukdai,
söngkona írafárs, fylgdist með
keppi-
nautunum
og að sjálf-
sögðu var
Jóhann
Bach-
mann, eða
bara Hanni hennar Birgittu, ekki
mjög langt undan. Friðjón frá Eg-
ils var hress, rétt eins og Guffi
bílasali og Viðar Þórarinsson sem
eitt sinn átti Glaumbar. Að síðustu
ber svo að geta hennar Manúelu
Óskar Flarðardóttur fegurðar-
drottningar sem ku vera nýjasti stuðningsmaður Þróttar í
knattspyrnu.
Á Sóloni var Popptívímaðurinn Auðunn Blöndal í góð-
um félagsskap á föstudagskvöldið.
Þar var einnig útvarpsmaðurinn
Siffi á FM 95,7 ásamt Robba vini
sínum og fleirum.
Steini í Quarashi, plötusnúður-
inn Jói B og Maja Bee, fyrrver-
andi Harrods-starfsmaður, voru í
kveðjupartíi Allýjar, plötusnúðs á
Sirkusi, á laugardagskvöldið. Þar
voru líka Arna frá Eskimó, Andr-
ea og Hörður Kristbjörnsson,
uppsetjari á Grapevine.
Á Grand Rokk var hljómsveit-
in Rúnk að spila á laugardags-
kvöldið. Meðal gesta voru Haukur
Þórðarson úr Kanada, Tinna Ólafsdóttir, sem er víst dótt-
ir Völu Matt og var í Stundinni okkar, og dagskrárgerðar-
parið af Rás 2, Freyr Eyjólfsson og Hólmfríður Anna
Baldursdóttir.
Fyrsta heimsmeistarakeppnin í
karókí var haldin á Prikinu á
laugardagskvöldið og voru það fé-
lagarnir Jón Mýrdal og Hemmi
feiti sem stððu að þeim viðburði.
Sindri Kjartansson sjónvarpsmað-
ur og Heiðar Örn Kristjánsson í
Botnleðju þóttu fara á kostum í
keppninni eins og Steini Sharq
sem tók Suspicious Minds. Elísa-
bet Ólafsdóttir, Beta rokk, var að
sjálfsögðu á svæðinu og þá tóku
bræðumir Kristinn Gunnar úr
Ensími og Jörundur plötusnúður
lagið.. Eins sást til Steina í Quarashi. Önnur karókíkeppni
verður á Prikinu nú á laugardagskvöldið.
Hljómsveitin Rúnk er ein þeirra sem sveita sem koma fram á Innipúkanum í Iðnó á laugardaginn kemur.
Á laugardag verður haldin sannkölluð innihátíð í Iðnó annað árið í
röð. Hátíðin ber nafnið Innipúkinn og er að sögn Björns Kristjánsson-
ar, eins skipuleggjenda hátíðarinnar, fyrir „alla þá sem vilja hafa
gott stuð og nenna ekki að liggja í blautu tjaldi, ælandi úti í móa“.
Þeir skemmtilegu
halda sig heima
Bjöm er orgelleikari hljómsveitarinnar Rúnk en hún
stendur fyrir hátíðinni ásamt Dr. Gunna. Hann segist ekki
gráta það að komast ekki út úr bænum um helgina. „Nei, al-
deilis ekki. Ég er himinlifandi, þetta gæti ekki verið betra.
Ég hef aldrei farið út úr bænum um verslunarmannahelgi,
eða að minnsta kosti ekki síðan ég fór í Galtalæk, 13 ára
gamall.“
Ástæðuna segir hann þó ekki vera að Galtalækur hafi
valdið vonbrigðum. „Það var ágætt þar en miklu skemmti-
legra árið eftir héma í bænum. Síðan þá hef ég eytt versl-
unarmannahelgunum drekkandi í góðra vina hópi. Það er
eins og skemmtilegasta fólkið verði eftir í bænum, þeir
minna skemmtilegu fara eitthvað annað.“
Ætla að crilla ef veður leyfir
í fyrra var uppselt á Innipúkann og komust færri að en
vildu. Bjöm segir samt ekki hafa komið til greina að flytja
hátíðina f stærra húsnæði. „Okkur fannst þetta mjög pass-
leg stærð og það er erfitt að finna stærra húsnæði sem er líka
þægilegt."
Iðnó verður opið eins og það leggur sig á laugardag. „Það
verður hægt að sitja uppi á annarri og þriðju hæð og ef veð-
ur leyfir ætlum við að grilla. Annars verða seldar léttar veit-
ingar og það er öllum leyfilegt að rápa inn og út að vild.“
Verður ricninc á þjóðhátíð
Þrír plötusnúðar koma ffam á hátíðinni: DJ Talnapúki, DJ
Ostur og DJ Bibbi. Auk þeirra spila hljómsveitimar Lovers,
Hudson Wayne, Innvortis, Mugison, Rúnk, Dr. Gunni,
Botnleðja og Trabant, auk Egils Sæbjömssonar.
Bjöm segist vona að veðurspáin gangi eftir og að veðrið
verði best á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður alla vega rign-
ing á þjóðhátíð, það er alltaf hægt að bóka það.“
En ef einhver myndi neyða þig til þess að fara á útihátfð:
Hvert myndirðu fara?
„Úff, ég veit það ekki. Ætli ég myndi ekki fara aftur í
Galtalæk, ég hef góða reynslu af því.“
Forsala aðgöngumiða á Innipúkann hefst f dag, miðviku-
dag, f 12 tónum á Skólavörðustíg.
.j&vmrwláMfí
fi®raLMfW*nttesS mp
Tfíkfi MtiBVNA
Að kyssa grænmetisætu er eins og að sleikja öskubakka.