Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Blaðsíða 22
22 MENNING MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003
Menning
Leikhús ■ Bókmenntir • Myndlist • Tónlist ■ Dans
Verk Andys Warhols í Fold
Sýning á nokkrum verkum
popplistamannsins Andys War-
hols verður opnuð í Gallerí
Fold við Rauðarárstíg á menn-
ingarnótt í Reykjavík, þann 16.
ágúst. Um er að ræða mynda-
röð sem Warhol gerði af fræg-
um íþróttahetjum á árunum
1977-1978 og að auki eitt
stakt verk. Andy Warhol var
fæddur 1928 og lést 1987.
Hann var meðal þekktustu
myndlistarmanna Bandaríkj-
anna og vekja sýningar á verk-
um hans hvarvetna athygli.
Þær myndir sem verða sýndar í
Gallerí Fold eru í eigu banda-
rísks listaverkasafnara, Richards
Weisman sem var einkavinur
Warhols. Weisman mun sjálfur
opnar sýninguna í Fold sem
ráðgert er að standi í viku.
MYNDUSTARGAGNRÝNI
Aðalsteinn Ingólfsson
í þeirri umræðu sem geisað hefur á síð-
um dagblaðanna, einkum Morgunblaðs-
ins, um nauðsyn þess að opna íslenskum
listamönnum leið út á heimsmarkaðinn,
virðist það hafa farið fram hjá áköfustu
skríbentum að þessir listamenn kunni
líka að eiga erindi við samlanda sína hér
uppi á skerinu.
Höfum í huga að hér vantar allt sem við á að
eta: kaupendur, aðstöðu, umræður og fagþekk-
ingu. Úr þeirri ávöntun má bæta með litlum til-
kostnaði; síðan má ráða mann í hálft starf uppi
í menntamálaráðuneyti til að annast fyrir-
greiðslu í útlöndum fyrir þá myndlistarmenn
sem hafa sannað sig, svo og aðkomumenn í
upplýsingaleit.
Gallerí Skuggi á Hverfisgötu 39 er eitt af örfá-
um athvörfum ungs listafólks á höfuðborgar-
svæðinu. Við kjöraðstæður væri fimm eða sex
sýningarstaði þessarar stærðar að finna á svæð-
iniLl.Skngga.er nii að.fjnna.samsýningii þriggja.
ungra listamanna sem allir eru að fóta sig að
loknu listnámi í Reykjavík, á Akureyri eða úti í
heimi. Þetta em þau Jóhannes Dagsson (f.
1975), Auður Sturludóttir (f. 1975) og Ragnhild-
ur Magnúsdóttir (f. 1973).
Við það gera augnabliksljós-
myndir tilkall til eilífðarinnar
og verða að eins konar „helgi-
myndum hversdagsins.
Út af fyrir sig er ástæðulaust að gera þeim
upp keimlík viðhorf til listsköpunar en þó eiga
þau sitt hvað sammerkt. Öll eru þau lágmælt í
myndlist sinni. Það sem þau hafa til málanna að
leggja gera þau af hófstillingu. Á móti krefja þau
áhorfendur sína um skynsamlega íhugun frem-
ur en tilfinningalegt uppnám eða hugljómun.
Ljósmyndir og myndir
Verk þeirra allra eru gegnsæ að því leyti að
þau vísa, eða vilja vísa, út fyrir sig í stað þess að
beina athygli að því sem gerist á þeim myndfleti
eða í því myndrými sem þau eru með undir. Og
öll virðast þau vera upptekin af því hvemig við
látum okkur sjást yfir raunverulegt eðli hlut-
anna með því að einblfna sýknt og heilagt á þær
eigindir þeirra sem henta skaphöfn og hags-
munum okkar best.
Ljósmyndir Jóhannesar Dagssonar í Gallerí Skugga
Að vísu eru þau misjafnlega í stakk búin til að
takast á við alvarlegar raunvemleikapælingar;
þær útheimta töluverðan þroska og tæknilegt
öryggi. Til dæmis er ljóst að Ragnhildur hefur
tæplega forsendur til að mála nákvæmnis-
myndir af skýjum, en með þeim vill hún m.a. fá
áhorfandann til að skynja „tímann í listaverk-
inu“ - ef ég skil listakonuna rétt. í staðinn bein-
ist athygli okkar að hrárri meðhöndlun máln-
ingarinnar í myndunum, hvemig hún beinh'nis
Þessar teikningar hafa til að
bera sérkennUegan þokka
vinnur gegn þeim „raunvemleika" sem lista-
konan virðist vera á höttunum eftir.
f verkum Auðar Sturludóttur ganga hiuúrnir
betur upp. Úr gömlu myndaalbúmi velur hún
nokkrar ljósmyndir af handahófi og málar eftir-
myndir þeirra; stillir svo saman málverkum og
stækkuðum ljósmyndum. Markmið hennar er
ekki að upphefja ákveðnar ljósmyndir eða
augnablik úr veruleikanum heldur að sýna fram
á það hvemig eðlisþættir og andrúmsloft ljós-
mynda breytast þegar þær hafa verið yfirfærðar
á striga, fyrst og fremst vegna tímans sem fer í
yfirfærsluna og verður órjúfanlegur hluti af
henni. Við það gera augnabliksljósmyndir tilkall
til eilífðarinnar og verða að eins konar „helgi-
myndum hversdagsins". Þetta tekst Auði sem
sagt að gefa til kynna, ekki síst vegna þess að
hún hefur gott vald á raunsæismálverkinu.
Listrænt hugarhvarfl
Jóhannes Dagsson er meira ólíkindatól en
þær stöllur, en um leið er meira um að vera í
fjölbreyttum verkum hans. í stómm dráttum
vinnur hann þó út frá því sem „er“ og rekur á
fjörur hans: úrklippum af bosmamiklum feg-
urðardísum („Calender"), ýmiss konar tækni-
teikningum úr leiðarvísum eða kennslubókum
og loks úr ýmsum persónulegum föggum sín-
um og pappírum: fatnaði, uppsöfnuðum kvitt-
unum, útkrotuðum pappírsrifrildum o.fl. Af-
greiðsla hans á því síðastnefnda hefur á sér yfir-
bragð evrópsks nýraunsæis á sjöunda áratugn-
um, uppsaihaðra og innrammaðra hversdags-
hluta þeirra Spoerris, Armans og fleiri spá-
manna. í tilbrigðum hans um tækniteikningar
örlar á háðslegri tvíræðni Picabias, nema hvað
þessar teikningar hafa til að bera sérkennilegan
þokka - elegans. Sama er uppi á teningnum í
„popplegum" myndum hans af bijóstgóðu
konunum.
Sem sagt, á þessu stigi blasir ekld við á hvaða
leið Jóhannes er. En það er verulega gaman að
fylgjast með því hvemig hann ber sig að í list-
rænu hugarhvarfli sínu. f öllu sem hann tekur
sér fyrir hendur er ævinlega að finna eitthvað
sem heldur áhorfandanum fongnum. ai
Teflum saman tveimurtímum
- segir Magnús Geir, leikstjóri Sumaróperunnar
Æfingar á óperunni Krýning Poppeu
standa sem hæst, enda á að frumsýna
15. ágúst. DV lelt inn í Borgarleikhúsið
ígær.
Krýning Poppeu er eftir Claudio
Monteverdi og rekur sögu Nerós Rómar-
keisara og ástkonu hans, Poppeu. Þar eru
svik, morð, ástir, hatur og örlög - sem sagt
allt sem prýða má eina góða óperu, að sögn
leikstjórans, Magnúsar Geirs Þórðarsonar.
Upphafleg sýning á Krýningu Poppeu var í
Feneyjum árið 1643 og hún var fyrsta óper-
an sem hafði sögulegar persónur í aðalhlut-
verki. En hefur hún aldrei verið flutt hér á
íslandi áður? „Nei, ekki í heild sinni en samt
er hún ein af perlum óperubókmennt-
anna," svarar Magnús Geir. Hann segir sýn-
ingu Sumaróperunnar færða til nútíma-
horfs f útliti og stílbrögðum. „Þetta verður
ekki stíf uppfærsla þar sem öllum siðaregl-
um barrokktfmans er fylgt út í gegn. Við
erum að tefla saman tveimur tfmum - nú-
tíminn kallast á við sögusvið óperunnar,
Rómaveldi á fyrstu öld eftir Krist. Sumar-
óperan lagði upp með það markmið að
vera óhrædd við að leika sér með formið,
fara ekki endilega beinustu leiðina heldur
tala til nútíma-áheyrenda og ég get fullyrt
að sýningin er sjónræn og leikandi."
Þrettán söngvarar fara með samtals 17
hlutverk í Krýningu Poppeu. Þar af eru sex
aðalsöngvarar og stærstu hlutverk eru í
höndum Hrólfs Sæmundssonar, sem leikur
Neró, og Valgerðar Guðnadóttur, sem fer
með hlutverk Poppeu. Sex manna sveit sér
svo um hljóðfæraleik á sembal, lútu og
strokliljóðfæri og hljómsveitarstjóri er hinn
breski Edward Jones.
„Það er mikið í þetta lagt og byggt á þeim
grunni sem lagður var í fyrra, þegar við
sýndum Dídó og Eneas við góðan orðstír,"
segir Magnús Geir og tekur fram að Hrólfur
Sæmundsson sé forsprakkinn að Sumaróp-
erunni. „Hrólfur kom þessu á koppinn og
ÆFING: Eitt af leiðarljósum Sumaróperunnar er að
kynna skærustu söngstjörnur ungu kynslóöarinnar.
DV-mynd E.ÓI.
hreif hóp listafólks með sér," segirhann.
í fyrra var uppselt á allar sýningar
Sumaróperunnar og nú er miðasalan hafin
bæði í Borgarleikhúsinu og 12 tónum á
Skólavörðustíg. gun@dv.