Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið • Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 5810 Robbie í báðum hlutverkum ÖÐLINGSPOPPARI: Robbie Williams mun fara fyrir stórum hópi tónlistar- og tískufólks á samkomu sem haldin verður í Royal Albert Hall í Lundúnum þann 18. október til að afla fjár í sérstakan góðgerðasjóð Kalla prins af Wales. Meðal þeirra sem koma fram á samkomunni ásamt Robbie eru þau Victoría krydd Beckham, sir Elton John, Bryan Ferry og David Bowie. Hollywood-skutlan Liz Hurley mun stýra samkomunni, sem gengur undir nafninu Fashion Rocks, en þar munu átján af heimsins þekktustu tískuhúsum leggjast á eitt með poppstjörnum og öðru glam- úrliði. Að sögn skipuleggjenda sam- komunnar verður tísku- og söng fléttað saman og lofa þeir því að Robbie bregði sér í bæði hlutverkin en ekki er vitað hvort Kryddpían fyrrverandi sýnir eða syngur. Legally Blonde 2 frumsýnd í dag: Lögfræði- Ijóskan snýr aftur fdag veröur frumsýnd í Regnbogan- um, Smárabíói, Borgarbíói Akureyri og iaugarásbíói myndin Legally Blonde 2. Eins og nafnið gefur til kynna er þar á ferð framhald kvik- myndarinnar Legally Blonde sem sló í gegnfyrirtveimurárum. f fyrri myndinni leikur Reese Witherspoon ljóskuna Elle Woods sem er sparkað af kærastanum en ákveður að elta hann í lögfræðinám til Harvard í því skyni að ná aftur ástum hans. Þar kemst hún að því að lögfræðin á mun betur við hana en nokkum hefði gmnað. Þegar Legally Blonde 2 hefst er Það er ekki heiglum hent að átta sig á því hvernig heimur stjórnmálanna virkar, sérstaklega ef maður stingur í stúf, í bleikum kjól innan um alla grásprengdu jakka- lakkana. Woods útskrifuð úr Harvard og orðin ungur og upprennandi lög- fræðingur og undirbýr nú brúð- kaup sitt og draumaprinsins. En þegar hún kemst að því að einn viðskiptavinur lögfræðistofunnar hennar hyggst nota fjölskyldumeð- limi hundsins hennar sem til- raunadýr berst hún fyrir rétti þeirra og missir samstundis vinnuna. Woods er miður sín en það er ekki hægt að buga óbilandi bjartsýni hennar; hún skellir sér til Washington og tekur málin í sínar vel snyrtu hendur. Það er ekki heiglum hent að átta sig á þvf hvernig heimur stjórnmál- anna virkar, sérstaklega ef maður stingur í stúf, í bleikum kjól innan um alla grásprengdu jakkalakkana. En með ákveðni og gáfum í senn tekst Elle Woods að láta finna vel fyrir sér í kerfinu og tala máii hundsins síns og fjölskyldu hans. Leikur og framleiðir Reese Witherspoon skaust upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni í fyrri myndinni sem varð gríðarlega vinsæl þegar hún kom í kvikmyndahús árið 2001. Mátti því vel búast við að ekki yrði langt í að framhaldsmynd kæmi í bíó. En það er ekki nóg með að Witherspoon hafi leikið aðalhlutverkið í nýju myndinni heldur átti hún líka þátt í framleiðslu hennar þannig að leik- konan vann frá upphafi að gerð framhaldsmyndarinnar. „Hún elskar skóna sína, neglurnar og hárið. En hún hefur líka mikinn metnað, orku og gáfur." Witherspoon hefur sagt að þeir eiginleikar sem henni líki hvað best í fari Elle Woods séu að þessi lög- lærða ljóska njóti þess svo vel að vera kona. „Hún elskar skóna sína, neglumar og hárið. En hún hefur líka mikinn metnað, orku og gáfur. Fólk skildi hvemig persónan var hugsuð og því var það verkefni okk- ar nú að finna handa henni um- hverfi þar sem reyndi jafnvel enn meira á hana en í fyrri myndinni." Óþekktur leikstjóri Framleiðendur myndarinnar fengu tiltölulega óþekktan leik- stjóra, Charles Herman-Wurmfeld, til að leikstýra myndinni en hann hefur áður leikstýrt myndunum Kissing Jessica Stein og Fanci’s Persuasion, auk þess að leikstýra sjónvarpsefni. Athyglisvert verður að sjá hvernig honum tekst til við að koma skutlunni ljóshærðu á hvíta tjaldið. Helstu leikarar em svo Reese Witherspoon, eins og áður segir, en hún fékk m.a. tilnefningu til Golden Globe verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir fyrri myndina. Hin vel þekkta leikkona, Sally Field, er einnig í leikarahópn- um en hún hefur tvisvar unnið til óskarsverðlauna. Aðrir leikarar em síður þekktir 'en meðal þeirra em Regina King, Jennifer Coolidge, Bmce McGill og Bob Newhart. Unglingahrollvekjan WrongTurn: Háskaferð í óbyggðirnar f HÆTTU: Emmanuelle Chriqui leikur Carly sem lendir í ógöngum þegar hún verður illa innraettum veiðimönnum að bráð. í dag verður frumsýnd í Há- . skólabíói og Sambíóunum ung- lingahryllingsmyndin Wrong Turn sem er frá sömu framleið- endum og gerðu I Know What You Did Last Summer og Res- ident Evil. Wrong Turn er gerð í anda hryll- ingsmynda áttunda áratugarins og fjallar um Chris (Desmond Harr- ington) sem þarf að mæta í at- vinnuviðtal í bænum Raleigh. Slys á veginum tefur hann hins vegar umtalsvert. Þá skellir sér inn á fáfarinn vegarslóða í þeirri von að komast í tæka tíð í viðtalið. Það gengur hins vegar ekki betur en svo að Chris keyrir á jeppa fimm ung- menna sem stendur bilaður á vegin-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.