Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Qupperneq 36
36 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 DV Sport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Sverrir skírði eftir stóra bróður Fer Emerson til Chelsea? KNATTSPYRNA: Sverrir Sverris- son, knattspyrnukappi í Fylki, gekk í það heilaga á laugardag um leið og hann lét skíra dreng- inn sem honum og konu hans fæddist fyrr í sumar. Boðsgest- um kom það reyndar í opna skjöldu þar sem Sverrir hafði að- eins boðið til skírnarveislu. Og það er ekki að spyrja að því, for- eldrarnir stoltu létu unga piltinn heita Eyjólf, í höfuðið á stóra bróður Sverris sem á sama tíma á laugardag lék kveðjuleik sinn með Sverrir Sverrisson. Herthu Berlin og lauk þar með ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu. KNATTSPYRNA: Roma á (talíu hafnaði í gær tilboði frá Chel- sea í brasilíska miðvallarleik- manninn Emerson.Tilboðið hljóðaði upp á litla 2,2 milljarða og segja forráðamenn Roma ekki vanta mikinn pening upp á til að þeir samþykki tilboðið. Emerson sjálfur hefur látið hafa eftir sér að hann vilji vera áfram hjá Rómarliðinu en yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, Franco Baldini, segir að það skipti litlu máli ef Chelsea við- heldur áhuganum á leikmann- inum og hækkar fyrra tilboð sitt. „Emerson vill vera kyrr hjá Roma, en það er félagið sem ákveður hver framtíð hans verður." Þessi ummæli Baldini þykja gefa til kynna að Emer- son sé falur á réttu verði. K A R L A R LANDSBANKADEILDl Staðan: Fylkir 12 7 2 3 19-9 23 KR 11 6 2 3 15-13 20 Grindavík 11 6 1 4 17-17 19 Þróttur 11 6 0 5 19-16 18 FH 12 5 3 4 20-19 18 (BV 12 5 1 6 18-19 16 KA 11 4 2 5 18-17 14 ÍA 11 3 5 3 14-13 14 Valur 12 4 0 8 16-22 12 Fram 11 2 2 7 14-25 8 Markahæstu leikmenn: BjörgólfurTakefusa, Þrótti 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IBV 9 SteinarTenden, KA 7 Allan Borgvardt, FH 6 Jóhann Hreiðarsson, Val 6 Sören Hermansen, Þrótti 6 Haukur Ingl Guðnason, Fylki 5 Hreinn Hringsson, KA 5 Veigar Páll Gunnarsson, KR 5 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki 4 Guðjón Heiöar Sveinsson, (A 4 Jónas Grani Garðarsson, FH 4 Sinisa Keklc, Grindavlk 4 Kristján Brooks, Fram 4 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR 3 Tommy Nielsen, FH 3 Sígurbjörn Hrelðarsson, Val 3 Úli Stefán Flóventsson, Grindav. 3 Hálfdán Gíslason.Val 3 Næstu leikir. (A-KR f kvöld kl. 19.15 Fram-Grindavík annað kvöld kl. 19.15 KA-Þróttur annað kvöld kl. 19.15 KNATTSPYRNA 1.DEILD KVENNA A-rlölll: ÍLJ RKV-lR Fjölnir—Breiðablik 2 Staðan: 4-4 2-1 Breiðabl. 2 9 8 0 1 51-10 24 Fjölnir 9 7 0 2 25-15 21 RKV 10 6 2 2 39-24 20 HK/Vík. 10 4 1 5 21-13 13 IR 10 3 1 6 31-29 10 Þrót/Hau 2 9 2 0 7 10-40 6 HSH 9 1 0 8 11-57 3 B-rlölll: Leiknir F.-Sindri 1-3 Staðan: Sindri 9 8 0 1 24-14 24 Höttur 10 7 0 3 29-16 21 Tindastóll 8 6 0 2 37-14 18 Fjarðarb. 8 6 0 2 25-11 18 Leift/Dalv 10 3 0 7 26-40 9 Einherji 8 1 0 7 9-26 3 Leiknir F. 9 0 0 9 12-41 0 MEÐ AUGU A KNETTINUM: Eyjamaður- inn Hjalti Jóhannesson og Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason fylgjast vel með knett- inum í leik liðanna í Árbænum I gær. Fylk- ismenn tryggðu veru sína á toppnum með sigrinum og hafa nú þriggja stiga forystu á KR, sem á leik til góða. DV-mynd Hari Fastir liðir eins og venjulega Fylkir kemst yfir og heldursíðan fengnum hlut Hún var ekki til fjár, ferð Eyja- manna í Árbæinn í gærkvöld. Gestirnir steinlágu fyrir Fylkis- mönnum, 3-0, og tryggir sigur- inn heimamönnum áframhald- andi veru í 1. sæti úrvalsdeild- arinnar. ÍBV er hins vegar áfram með 16 stig og ef frammistaðan verður svipuð og í leiknum i gær verður liðið ekki lengi að sogast í alvarlegan botnslag. Leikurinn fór fjörlega af stað á Árbæjarvellinum í gær. Bæði lið með eldsnögga framherja sem ít- rekað var reynt að stinga inn á og höfðu nokkur hálffæri litið dagsins ljós áður en fyrsta markið kom á 9. mínútu. Þar var að verki Ólafur Páll Snorrason - loksins, loksins - með sitt fyrsta mark í sumar eftir fínan undirbúning Hauks Inga. Lið Fylkis spilaði mjög vel fram- an af leik og það var gott flæði í leik þess. Helgi Valur Daníelsson sýndi frábæra takta sem hægri bakvörður og Haukur Ingi var sífellt ógnandi með sínum ótrúlega hraða. Eyjamenn voru hins vegar sprækir og fór Gunnar Heiðar Þor- valdsson þeirra fremstur - sffellt að pirra varnarmenn Fylkis með út- sjónarsemina eina að vopni og er stundum með ólíkindum hve Gunnar Heiðar er duglegur að skapa hættu upp úr nánast engu. Sævar Þór Gíslason var í byrjun- arliði Fylkis á ný og hefði hann, í fullu formi og með sjálfstraustið í lagi, skorað mark úr sannkölluðu dauðafæri á 31. mínútu. Birkir Kristinsson sá við honum eins og hann gerði svo oft við aðra leik- menn Fylkis í fyrri hálfleiknum. Á 41. mínútu átti Þórhallur Dan Jóhannsson hnitmiðaða sendingu inn fyrir vörn ÍBV þar sem Haukur Ingi var mættur á skeiðinu, og af- greiddi hann knöttinn upp í sam- skeytin fjær úr þröngu færi. Frá- bært mark. Eins og áður segir var fyrri hálf- leikur opinn og skemmtilegur á að horfa, bæði lið í sóknarhug og góð færi á báða bóga, og ekki við öðru að búast en fjörið myndi halda áfram í síðari hálfleik. En það var öðru nær. Bjarnólfur Lárusson: Betra liðið vann í dag Eins og aðrir leikmenn ÍBV var Bjamólfur Lámsson heldur nið- urlútur í leikslok þegar DV Sport náði tali af honum. „Þeir spiluðu mun betur en við í fyrri hálfleik en þó svo að við næðum aðeins að jafna leikinn í þeim síðari vann betra liðið í dag, það verður að segjast alveg eins og er.“ Bjarnólfur segir sína menn hafa farið inn í seinni hálfleikinn með það að leiðarljósi að vinna hann. „Eftir að þeir yfirspiluðu okkur í fýrri hálfleik var ekki um annað að velja. Það er samt mjög erfitt að koma hingað og ætía að ná að skora tvö mörk,“ sagði Bjarnólf- ur. eirikurstdpdv.is Skelfilegt Fylkismenn byrjuðu seinni hálf- leikinn reyndar ágætlega og pressuðu á öftustu línu ÍBV fýrstu mínúturnar. En skömmu síðar tók leikurinn á sig allt aðra mynd sem átti eftir að viðhaldast allt fram á síðustu sekúndu. Við tók einhver daprasti síðari hálfleikur sem sést hefur í sumar þar sem 22 meðal- jónar vom í tuðmsparki við miðju- hringinn. Andleysið var við völd á vígstöðvum beggja - Fylkismenn sáttir við orðinn hlut og Eyjamenn komnir með hugann við þjóðhátíð. „Við tók einhver daprasti síðari hálfleik- ur sem sést hefur í sum- ar þar sem 22 meðal- jónar voru í tuðrusparki við miðjuhringinn." Hvomgt iiðið reyndi að sækja af einhverju viti, og var það kannski ögn skiljanlegra af hálfu Fylkis- manna. En að sjá lið sem er tveim- ur mörkum undir ekki einu sinni pressa á varnarmenn Fylkis þegar þeir em með boltann er stórfúrðu- legt. Það var engu líkara en gestirn- ir væm að bíða eftir að flautað yrði til leiksloka. Þegar andvörpin vom farin að heyrast í áhorfendastúkun- um sýndi Björn Viðar Ásbjörnsson reyndar að það væri lífsmark inni á vellinum þegar hann skoraði þriðja markið á sfðustu sekúndu leiksins. Það er erfitt að taka einhverja leikmenn sérstaklega út og fjalla um á jákvæðan hátt. Hjá IBV var Birkir yfirburðamaður en aðrir virkuðu ýmist áhugalausir eða bara ■ ' . :í- :■ úti á þekju. Hjá Fylki var Helgi Val- ur frábær í fyrri hálfleik en týndist í þeim síðari, vörnin var traust og Haukur Ingi hætti aldrei að hlaupa og skilaði sínu einnig í síðari hálf- leik - einn af þeim örfáu. vignirts>dv.is Fylkir-ÍBV 3-0 (2-0) Fylkisvöllur 29. júlí 2003 - 12. umferö 1- 0 Ólafur Páll Snorrason (9., með skoti úr markteig eftir fyrirgjöf Hauks Inga). 2- 0 Haukur Ingl Guönason (38., meö skoti innan teigs eftir langa sendingu Þórhalls Dan). 3- 0 BJöm Viðar Ásbjömsson (90., renndi boltanum í markið eftir undirbúning Theódórs). Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson.........3 Helgi Valur Daníelsson....3 Hrafnkell Helgason .......4 Kjartan Antonsson.........3 Þórhallur Dan Jóhannsson .4 Ólafur Ingi Skúlason .....3 Flnnur Kolbeinsson........3 (69., Arnar Þór Úlfarsson ... 3) Sverrir Sverrisson........3 Sævar Þór Gíslason .......2 (63., Theódór Óskarsson ... 2) Haukur Ingi Guðnason......4 (82., Björn Viðar Ásbjörnss.. -) Ólafur Páll Snorrason ....3 Samtals 13 menn..........40 Gul spjöld: Fylkir: Arnar Þór. IBV: Atli, lan. Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark); 14 (9)-17 (4) Hom: 11-7 Aukaspymun 11-12 Rangstöðun 0-1 Varln skot ÍBV (4-4-2) Birkir Kristinsson ........4 Unnar Hólm Ólafsson........1 (46., lan Jeffs .........1) Tom Betts..................2 Tryggvi Bjarnason .........3 Hjalti Jóhannesson ........1 Bjarni Geir Viðarsson......2 Bjarnólfur Lárusson........3 Andri Ólafsson ............3 (76., Pétur Runólfsson...-) Atli Jóhannsson ...........2 Steingrímur Jóhannesson .. 2 (63., Ingi Sigurðsson ....3) Gunnar Heiðar Þorvaldsson 3 Samtals 13 menn...........30 ■ ; ♦ ' * Dómari: Jóhannes Valgeirsson (4). Áhorfendur. 1481. Kjartan 4 - Birklr 6. II Gi B eði leiks: Maður leiksins hjá DV Sporti: Haukur Ingi Guðnas., 1 zylki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.