Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 37
 Zidane hættir eftir tvö ár KNATTSPYRNA: Knattspyrnu- snillingurinn Zinedine Zidane staðfesti í gaer að hann ætlaði sér að leggja skóna á hilluna þegar að samningur hans við Real Madrid er á enda, eða eftir tímabilið 2005. Franski leik- stjórnandinn, sem verður þá 33 ára, var keyptur af Real árið 2001 fyrir upphæð sem enn þann dag í dag er sú hæsta sem greidd hefur verið fyrir knattspyrnumann, eða rúmir 5,5 milljarðar króna. Margir eru ósáttir við ákvörðun Zidane, þar sem hann hefur sjaldan eða aldrei leikið betur á ferlinum. Hann segir að ekkert geti breytt þessari ákvörðun sinni. „Næstu tvö árin mun ég leggja mig allan fram en síðan hætti ég endanlega." Grant til Lakers KÖRFUBOLTI: Framherjinn Horace Grant samdi í gær á ný við sína fyrrum félaga í LA Lakers um að spila með liðinu næsta vetur. Grant var samn- ingslaus eftirað hafa ekki leikið nema fimm leiki á síðustu leik- tíð með Orlando Magic. Grant er hokinn af reynslu og hefur fjórum sinnum orðið meistari með Chicago og Lakers. ZINEDINE ZIDANE: Mun leggja skóna á hilluna árið 2005. L MIÐVIKUDAOUR 30. JÚLl2003 DVSPORT 37 „Leikmenn hafa áhyggjur" KNATTSPYRNA: Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, segir að linnulausar vangaveltur um að nýir menn séu að koma til félagsins séu farnar að hafa neikvæð áhrif á núverandi leik- mannahóp. Lampard segirað leikmenn hafi áhyggjur af sinni stöðu innan liðsins. „Það væri hægt að fylla flestallar stöður inn á vellinum með þeim leik- mönnum sem hafa verið orðað- ir við liðið að undanförnu. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á þá leikmenn sem fyrir eru," segir Lampard og félagi hans Jesper Gronkjær tekur í sama streng. „Við lesum allir blöðin og sjáum hina og þessa vera hugsanlega á leiðinni til liðsins. Þá er erfitt að einbeita sér að því að spila fótbolta." Toppslagur Þórs og Keflavíkurí 1. deildinnií gær: Keflavík styrk- ir stöðu sína 0-1 Þórarinn Kristjánsson 45. 1-1 Þórður Halldórsson 63. 1- 2 Þórarinn Kristjánsson 71. 2- 2 Pétur Kristjánsson 80. Þórsurum mistókst að tryggja veru sína í 2. sæti 1. deildar- innar þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við topplið Keflavík- ur á Akureyri í gær. Nú verða þeir að treysta á að Víkingur vinni ekki sinn leik. Leikurinn fór mjög varfærnis- lega af stað en opnaðist hins veg- ar til muna þegar á hann leið og úr varð ágætis skemmtun, bæði fyrir leikmenn sem og áhorfend- ur. f fyrri hálfleik bar það helst til tíðinda að Þórsarar vildu fá víta- spyrnu þegar brotið var á Jó- hanni Þórhallssyrii en Egill Már dómari áleit að um leikaraskap hefði verið að ræða og spjaldaði dómann. Rangur dómur og Keíl- víkingar heppnir. Rétt fyrir leik- hlé kom svo fyrsta mark leiksins eftir slæma varnarvinnu Þórsara. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik- inn með góðum færum, Jóhann skaut í slá og Atli, markvörður Þórs, varði vel frá Jónasi Sævars- syni. Annað mark leiksins kom aftur eftir slæma vamarvinnu, nú hjá hinu liðinu, en gestirnir vom aftur komnir yfir 8 mínútum síð- ar. Aftur var Þórarinn Kristjáns- son á ferð, nú með ömggu skoti upp í þaknetið eftir að hafa Ieikið á einn vamarmann Þórs. Heimamenn jöfnuðu svo met- in skömmu sfðar þegar Pétur Kristjánsson fylgdi eftir auka- spyrnu Orra Hjaltalíns sem hafn- aði í stönginni. Hjá heimamönnun vom mið- verðir liðsins, þeir Ármann Æv- arsson og Hlynur Birgisson, sterkir, verr gekk liðinu að verjast á köntunum. Jóhann var ávallt hættulegur fram á við og Pétur sýndi oft á tíðum lipra spretti, sérstaklega eftir að hann fór í framherjastöðuna um miðjan seinni hálfleikinn. Atli Már Rún- arsson stóð sína vakt í markinu 100%. Líkt og hjá Þórsurum stóðu miðverðir Keflavíkurliðs- ins sig vel, þeir Zoran Ljubicic og Haraldur Guðmundsson. Stefán Gíslason og Jónas Sævarsson sýndu oft á tíðum góða spretti á miðjunni og fram á við voru þeir Þórarinn og Magnús Þorsteins- son ávallt hættulegir. Ekki öruggt Markaskorarinn Þórarinn var nokkuð sáttur við stigið. „Við vildum halda hreinu og halda bil- inu á milli liðanna í minnst 5 stig- um," segir Þórarinn en telur úr- vaisdeildarsætið ekki vera komið í höfn þrátt fyrir ömgga stöðu liðsins í deildinni. „Það er nóg eftir, við eigum eftir leiki gegn liðum í neðri hlutanum sem em oft erfiðari viðureignar." Siguróli Kristjánsson, aðstoð- arþjálfari Þórs, var allt annað en sáttur við úrslitin en var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Þetta var góður leikur, fallegur fótbolti og góð barátta. Við kom- um til baka tvisvar eftir að hafa lent undir og sýndum þannig góðan karakter." Maður leiksins: Þórarinn Krist- jánsson, KefLavík. akureyri@dv.is V 1 í kvöld fýkur skeggið Ólafur Páll Snorrason fékk að raka sig í gær í fyrsta sinn í 3 vikur „Skeggið fýkur strax í kvöld," sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í Landsbankadeildinni eftir mikla bið. Hann hafði til að mynda brennt af vítaspyrnu fyrr í sumar og var því mjög sáttur við að hafa náð að skora í gær. Hann segir biðina þó ekki hafa verið erfiða. „Við emm á toppnum og meðan það breytist ekki er mér sama hver skorar mörkin. Ég veðjaði við Ólaf Inga fyrir þrem vikum um að raka mig ekki fyrr en ég skoraði og var það meira til gamans gert," sagði Ólafur. Næstum eins og að skora Þórhallur Dan Jóhannsson var vitanlega ánægður með að hafa lagt upp annað mark Fylkis fyrir Hauk Inga. „Það em núna 4 ár liðin síðan ég skoraði síðast þannig að þetta er ágæt búbót." Hann sáttur við leik sinna manna, sér í lagi í fyrri hálfleik. „Við hefðum þó alveg mátt gera betur í síðari hálfleik. Við gerðum einfald- lega það sem þurfti, í fyrri hálfleik rúllaði boltinn vel og við sóttum hratt á þá. Svo kom þriðja markið í blálokin þannig að þetta var mjög gott á heildina litið. Þórhallur segir alla leiki mikil- væga og engin undantekning hafi verið á í gær. „Við emm búnir að spila mjög vel hérna heima enda viljum við ekki gefa neitt hér í Ár- bænum. Ef lið ætla að taka stig af okkur á heimavelli verða þau að hafa mikið fyrir því." eirikurst@dv.is BARA A HEIMAVELLI Aðeins miðjumenn Fylkis hafa náð að skora utan Fylkisvallarins það sem af er Landsbankadeildinni. Á heimavelli hefur liðið nú unnið alla 6 heimaleiki sina með markatöl- unni 14-2 og þar hafa sóknarmenn liðsins skorað sín 11 mörk. Á heimavelli: Varnarmenn (Gunnar Þór) 2 Miðjumenn (Ólafur Ingi) 1 Sóknarmenn 11 (Haukur Ingi 5, Björn Viðar 4, Sævar Þór 1, Ólafur Páll 1) Á útivelli: Varnarmenn 0 Miðjumenn 5 (Sverrir 2, Finnur 2, Arnar Þór 1) Sóknarmenn 0 ooj.sport@dv.is SAGAN HLIÐHOLL FYLKI Fylkismenn eru sjötta félagið til að vinna fyrstu 6 heimaleiki sína á tímabili í 10 liða efstu deild og öll hinn 5 félögin sem hafa náð þeim frábæra árangri hafa unnið íslandsmeistaratitilinn um haustið. Flestir heimasigrar I röð frá upphafi tfmablls: 9Valur(1978) 9 Fram (1988) 9 ÍBV (1998) 7 ÍA (1995) 6 ÍA (1993) 6 Fylkir (2003) Ólelknlr heimalelkir Fylks i sumar 14. umferð: Þróttur 18. ágúst 16. umferð: (A 1. september 18. umferð: Valur 20. september ooj.sport@dv.is Islandsmeistari Islandsmeistari íslandsmeistari (slandsmeistari Islandsmeistari ???

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.