Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 38
1
38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003
Viduka slapp með skrekkinn
Adolf skiptir
KNATTSPYRNA: Adolf
Sveinsson skipti í gær úr Kefla-
vík yfir í Stjörnuna sem þá
vann góðan 4-0 sigur á Hauk-
um. Adolf er 28 ára og hefur
leikið 5 leiki með Keflavík á
tímabilinu og skorað í þeim 1
mark. Hann lék síðast með
Stjörnunni fyrir tveimur árum.
Þá spilaði hann 15 leiki og
skoraði 5 mörk.
KNATTSPYRNA: Enski dómar-
inn Alla Kaye, sem dæmdi æf-
ingaleik Leeds og York í síðustu
viku, gæti átt yfir höfði sér refs-
ingu frá enska knattspyrnusam-
bandinu. Kaye var gagnrýndur
harðlega fyrir að reka Mark
Viduka ekki af leikvelli þegar
hann braut gróflega á einum
leikmanna York og grýtti síðan
boltanum í hann þar sem hann
lá sárþjáður á vellinum. I stað
þess að lyfta upp rauða spjald-
inu bað dómarinn um að Viduka
yrði skipt út af, en rautt spjald
hefði þýtt þriggja leikja bann
fýrir Viduka í upphafi ensku úr-
valsdeildarinnar sem hefst eftir
rúmar tvær vikur. Myndbands-
upptökur eru til af atvikinu og er
það sagt vera hneyksli aðViduka
skuli sleppa með skrekkinn.
Tap hjá U-17
KNATTSPYRNA: Bæði U-17
karla- og kvennalandslið íslands
töpuðu sínum leikjum í gær.
Strákarnir á Opna Norðurlanda-
mótinu í Noregi þegar þeir öttu
kappi við Englendinga. Leiknum
lauk með 3-0 tapi. Á Ólympíu-
hátíð æskunnar töpuðu stúlk-
urnar naumlega fýrir Dönum,
1-0, eftir jafnan og spennandi
leik.
Afram í LA
KÖRFUBOLTI: LA Clippers
jafnaði tilboð Utah Jazz í Corey
Maggette í gær og er kappinn
því skyldugur að semja við
Clippers. Samningurinn mun
vera til 6 ára og vera 3,2 millj-
arða króna virði. Clippers hélt
einnig í Elton Brand á sama
máta en verður nú að ákveða
hvort það eigi að jafna boð Den-
ver Nuggets í Andre Miller.
Enn umVeron
KNATTSPYRNA: Nýjustu fregn-
ir af Juan Sebastian Veron herma
að „ráðgjafar" hans muni halda
til Lundúna í dag til að ræða
möguleg félagsskipti hans frá
Manchester United til Chelsea.
„Fundurinn er mikilvægur,"
sagði umboðsmaður Verons. „Ef
hann er ánægður með tilboðið
semjum við um samningslok við
Man. Utd."
KNATTSPYRN, 1.DEILD KARLA
Staðan:
Keflavik 12 8 3 1 31-14 27
Þór 12 6 4 2 2-20 22
Vlkingur 11 5 5 1 14-7 20
Stjarnan 12 4 5 3 19-16 17
Njarðvlk 14 4 3 5 24-25 15
Haukar 12 4 3 5 15-19 15
HK 12 4 2 6 15-18 14
Breiðablik 12 4 1 7 12-16 13
Aftureld. 12 3 2 7 13-24 11
Leif/Dalv 11 2 2 7 16-28 8
Markahastir
Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak. 13
Magnús Þorsteinsson, Keflavik 8
Zeid Yasin, Leiftri/Dalvík 7
Óskar Örn Hauksson, Njarðvlk 7
Eyþór Guðnason, Njarðvlk 6
Þórarinn Kristjánsson, Keflavlk 6
Zoran Panic, HK 6
Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Stjörn. 6
* Stefán Örn Arnarson, Vlkingi 5
Valdimar Kristófersson, Stjörnunni 5
KNATTSPYRNA
2. DEILD KARLA
Selfoss-FJölnlr 1-1
Jón Sveinsson - Andri Gunnar
Andrésson.
Staðan:
Völsungur12 9 1 2 44-19 28
Fjölnir 13 8 3 2 37-18 27
Selfoss 13 7 2 4 28-17 23
KS 12 5 4 3 22-19 19
Tindastóll 12 6 1 5 22-22 19
Víðir 12 5 2 5 15-16 17
(R 12 5 1 6 22-21 16
KFS 12 4 2 6 27-33 14
Léttir 12 2 1 9 10-47 7
Sindri 12 0 3 9 16-31 3
Markahæstu leikmenn:
Sævar Gunnarsson, Sindra 11
Boban Jovic, Völsungi 11
Sindri Þór Grétarsson, KFS 9
Baldur Sigurðsson, Völsungi 9
f* íl 1 41 i '■' V BBH fcIJI
A-riðill:
Skallagrímur-Deiglan 11-2
Staða efstu liða:
Vík. Ó. 11 9 2 0 37-10 29
Númi 11 7 3 1 32-21 24
Skallagr. 12 7 2 3 38-20 23
Bf 12 5 2 5 23-27 17
Grótta 11 3 2 6 14-15 11
B-riðill:
Hamar-Afríka 7-1
Staða efstu liða:
LeiknirR. 10 9 1 0 50-5 28
ReynirS. 10 8 2 0 39-5 26
Árborg 10 5 2 3 36-19 17
(H 10 5 1 4 21-19 16
Freyr 10 5 0 5 18-29 15
Stjarnan átti ekki í vandræðum með slakt lið Hauka
1- 0 Bernharður Guðmundsson 23.
2- 0 Vilhjálmur Vilhjálmss., vfti 52.
3- 0 Calum Bett 78.
4- 0 Benedikt Árnason 83.
Stjarnan sigraði Hauka, 4-0, á
Stjörnuvellinum í gærkvöldi.
Sigurinn færði Stjörnuliðið í
fjórða sæti l.deildar karla á
kostnað Hauka sem féllu niður í
það sjötta.
Allt frá upphafsmínútu leiksins
var aðeins eitt lið á vellinum;
Stjarnan yfirspilaði slakt lið Hauka,
sem voru trúlega að ná botninum í
leik sínum. Bernharður Guð-
mundsson kom Stjörnunni yfir um
miðbik fyrri hálfleiks.
Þrátt fyrir að hafa komnir
ákveðnir til leiks voru Haukum all-
ar bjargir bannaðar og fengu þeir
snemma mark á sig úr vítaspyrnu
sem var réttiiega dæmd er brotið
var á Valdimar Kristóferssyni. Þor-
steinn Halldórsson, þjálfari Hauka,
mótmælti dómnum og fékk að líta
reisupassann fyrir. Heimamenn
áttu ekki í miklum vandræðum eft-
ir þetta og skoruðu tvisvar, annars
vegar með glæsiegu skoti Calums
Betts, sem var að leika sinn fyrsta
leik með liðinu og hins vegar eftir
mistök Jörundar í marki Hauka.
í liði Stjörnunnar áttu Bernharð-
ur Guðmundsson og Vilhjálmur
Vilhjálmsson ágætan leik líkt og
Valdimar Kristófersson. Leikmenn
liðsins þurftu annars ekki að hafa
mikið fyrir sigrinum en þeir stóðu
þó allir fyrir sínu. Um Haukaliðið
þarf aftur á móti ekki að hafa mörg
orð um, leikur liðsins var slíkur;
baráttan lítil en pirringurinn því
meiri, jafnt innan vallar sem utan.
„Við áttum von á hörkuleik þar
sem Haukaliðið er baráttulið, dug-
legir og vinnusamir en ég gat ekki
séð það í kvöld. Við litum á þennan
leik sem slíkan að það lið sem tæki
öll stigin ætti einhverja von um að
blanda sér í baráttuna um efstu
sætin í deildinni, og við ætluðum
okkur það og sýndum það f kvöld,“
sagði Valdimar Kristófersson, þjálf-
ari og leikmaður Stjörnunnar, við
DV-Sport að leik loknum. „Við höf-
um fengið ágætan liðsstyrk og
einnig eru fleirri menn farnir að
stimpla sig inn í markaskorun,
þannig að nú eru tveir sigurleikir í
röð og vonandi höldum við því
áfram," sagði Valdimar að lokum.
Maður leiksins: Bemharður Guð-
mundsson, Stjömunni. þaþ
«í í£é9ER
... : STJÓRNUMENN A FLUGI: Stjarnan vann góðan 4-0 heimasigur á Haukum f gær. DV-mynd Hari
Enqin vandræði
1- 0 Olgeir Sigurgeirsson 19.
2- 0 Hreiðar Bjarnason, víti 58.
í 1. deild karla í knattspyrnu
hafði Breiðablik sætaskipti
við Aftureldingu í gærkvöld
með nokkuð öruggum, 2-0,
sigri á Kópavogsvelli.
Hvorki Kópavogspiltar né Mos-
fellingar voru á spariskónum í
gærkvöld - litleysi var einkenn-
andi þótt af og til sæjust sæmileg
tilþrif úti á vellinum. Gestirnir
voru nokkuð frískir í byrjun en
fljótlega dofnaði yfn þeim.
Heimamenn skoruðu hins veg-
ar úr sínu fyrsta eiginlega færi og
var markið af nettari gerðinni -
lagleg stungusending Arna Krist-
ins Gunnarssonar á Olgeir Sigur-
geirsson sem kláraði málið af yfir-
vegun og nákvæmni.
Það sem eftir lifði af fyrri hálf-
leik voru heimamenn líklegri til
að bæta við en urðu hins vegar
fyrir áfalli á 25. mínútu þegar Þor-
steinn Sveinsson var borinn af
leikvelli.
Byrjun síðari hálfleiksins var
nánast endurspeglun á byrjun
þess fyrri - Mosfellingar frískir og
nokkuð líklegir til afreka en Blikar
til baka. Þeir veittu svo gestunum
náðarhöggið eftir þrettán mín-
útna leik í síðari hálfleik.
ívar Sigurjónsson veiddi þá
óvænt eitt stykki vítaspyrnu og
Hreiðar Bjarnason skoraði úr
henni af nokkru öryggi. Á 71.
mínútu fékk síðan Gunnar Ólafs-
son, leikmaður Breiðabliks, að
líta rauða spjaldið, en hann hafði
einmitt komið inn á í stað Þor-
steins. Henning E. Jónasson,
vann boltann af Gunnari og var
kominn innfyrir þegar Gunnar
braut á honum og fékk réttilega
brottvfsun.
Þennan liðsmun tókst Mosfell-
ingum ekki að færa sér í nyt og
það virðist ekki henta þeim sér-
lega vel að leika einum fleiri - í
það minnsta voru Blikarnir ekki í
neinum vandræðum með þá og
innbyrtu stigin þrjú.
Maður leiksins: Ámi Kristinn
Gunnarsson, Breiðablild. SMS
Innkoma Sverris
breytti öllu
Lagði upp bæði mörk Njarðvíkur í 2-1 sigri á HK
0-1 Jóhann Ingi Jóhannsson 4.
1- 1 ÓskarÖrn Hauksson 47.
2- 1 Eyþór Guðnason 52.
Það varð algjör viðsnúningur á
leik Njarðvíkur og HK í gær-
kvöld er Sverrir Þór Sverrisson
kom inn á fyrir heimamenn í
leikhléi. Á fyrstu 7 mínútunum
lagði hann upp bæði mörk
Njarðvíkur í leiknum.
Það má segja að jafnræði hafl
verið með liðunum í fyrri hálfleik
en það var mark Jóhanns Inga Jó-
hannssonar af 30 metra færi sem
skildi liðin að. Bæði lið áttu sín færi
en það var innkoma Sverris sem
sneri taflinu við eftir hlé. Hann var
allt í öllu í sóknarleik liðsins og
spiluðu heimamenn mun betur
fýrir vikið. HK-mönnum tókst ekki
að jafna þrátt fyrir harða atlögu,
sérstaklega undir lok leiks. Þeir
náðu sér þó aldrei á strik eftir
mörkin eftir ágætan leik í fyrri
hálfleik.
„Þetta var nauðsynlegur sigur í
baráttunni enda höfum við lítið
fengið af stigum undanfarið," sagði
Sverrir Þór, kampakátur í leikslok.
Maður leiksins; Sverrir Þór Sverr-
isson, Njarðvík. eáj