Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DVehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRÍTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltsflóm: ritstjorn@dvJs - Auglýslngar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðirekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Tollurinn gerði tónlistina upptæka - frétt bls. 4 Bensínið hækkar - frétt bls. 6 1400 ísöngprufu - frétt bls. 8 Af hverju að æfa líkamann? - Líkami og sál bls. 10 Framarar úr fallsæti eftir sigur gegn FH - DV Sport bls. 25 KR-stelpur íslandsmeistarar - DV Sport bls. 20-21 Hjúkkurnarurðuveik- arafafmælistertunni Fimm hollenskar hjúkkur, sem voru að fagna afmæli með starfssystur sinni um helgina, voru fluttar á sjúkrahús eftir að hafa hámað í sig afmælistertu sem innihélt maríjúana. Hjúkkumar munu hafa keypt tertuna í bakarfi í Amsterdam og oröið veikar fljótlega eftir að hafa neytt hennar, en þrjár þeirra fúndu fyrir flökur- og sljóleika á meðan hinar tvær máttu þola hjartsláttartruflanir. Við rannsókn fúndust kanna- bisefni í leifum tertunnar og er lögreglan nú að rannsaka mál- ið. Tvær líkamsárásir í Reykjavík LÍKAMSÁRÁSIR: Tvær grófar líkamsárásir voru gerðar í Reykjavík um helgina. Önn- ur átti sér stað eftir dansleik Stuðmanna á Seltjarnarnesi á laugardagskvöld og end- aði með því að maður var nefbrotinn, auk þess sem í honum brotnuðu tennur. Um klukkan fjögur aðfara- nótt sunnudags var ráðist á mann í miðbænum og sparkað nokkrum sinnum í höfuðið á honum þar sem hann lá í götunni. Árásar- mennirnir voru handteknir í báðum tilfellum og látnir gista fangageymslur. 41% meiri bílasala FLEIRI BÍLAR: Rúmlega 800 nýir fólksbílar, jeppar, sendibílar, minni rútur og minni vörubílar seldust í ágúst og jókst salan því um 27% frá sama tíma í fyrra. Heildarsalan frá jan- úartil ágúst er rúmlega 7.900 bílaren á sama tímabili í fyrra var salan 5.588 og hefur því aukist um rúmlega 41%.Ý Toyota seldi flesta bíla eins og oft áður, eða 2.029, og er markaðshlut- deildToyota 25,7% sem er um 1% samdráttur í markaðshlutdeild. Flosi Amórsson sektaður og sleppt úr fangelsi í Dubai: Norðmenn borguðu sektina fyrir hann FLOSIARNÓRSSON: (slenski sjómaðurinn sem setið hefur f fangelsi f Dubai er nú laus. íslenskum sjómanni, Flosa Arn- órssyni stýrimanni, sem hand- tekinn var í Dubai í apríl, hefur verið sleppt úr fangelsi í Abu Dabi. Jóna Arnórsdóttir, systir Flosa, segist að vonum ánægð með þessi tíðindi. Samkvæmt úrskurði æðra dómstigs í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gærmorgun var ákveðið að láta Flosa' lausan, en honum gert að greiða 100.000 króna sekt. Verður honum leyft að fara heim til íslands um leið og hann er kominn með vegabréf sitt og búið að ganga frá nauðsynleg- um pappírum. Mun Flosi halda til á sjómannaheimili þar til hann kemst úr landi, væntanlega síðar í vikunni. Jóna segir að norska sendiráðið, sem og íslenska utanríkisþjónust- an, hafi reynst Flosa frábærlega vel. - „Norðmennimir borguðu strax sektina fyrir hann og þeir hafa gert allt til að leysa málið. Þeir hafa reynst okkur alveg rosalega vel, þessir frændur okkar." Jóna segist ekkert hafa heyrt í Flosa síðan hann var lokaður inni í fangelsi 12. ágúst. Hann hefur ekki mátt hringja úr fangelsinu og einu tengslin við hann hafa verið í gegn- um norska sendiráðið. Hún segir að þrátt fyrir allt hafi honum liðið vel þarna ytra og ekki haft yfir neinu að kvarta varðandi aðbúnað. Flosi stýrimaður var handtekinn á flugvellinum í Dubai 24. apríl, þegar hann framvísaði riffli við brottförina þaðan. Hann hafði tek- ið vopnið með sér til Dubai þegar hann kom þangað eftir siglingu á Svaninum RE 40, sem hafði verið seldur frá íslandi. Var Flosi þá stýri- maður hjá Magnúsi Ásgeirssyni skipstjóra, en í áhöfninni vom fjór- ir Islendingar og einn Dani. Magn- ús og aðrir skipsfélagar Flosa fóm úr landi sama dag og Flosi var handtekinn. Var Flosi að eigin sögn með riffil meðferðis þar sem hann Jóna segir að norska sendiráðið, sem og ís- lenska utanríkisþjón- ustan, hafi reynst Flosa frábærlega vel. óttaðist sjórán. Hafði honum í hugsunarleysi láðst að afhenda yf- irvöldum í furstadæmunum Abu Dabi vopnið við komuna til lands- ins. Var hann enn með riffilinn í töskunni þegar hann hugðist fara um borð í flugvél og úr landi. Hann var handtekinn á flugvellinum og sat á bak við lás og slá í 3 mánuði í Dubai, sakaður um ölvun og ólög- legan vopnaburð. Var hann þá sýknaður af ákæm um að hafa ver- ið undir áhrifum áfengis og var sleppt úr haldi en settur í farbann. Málið vegna vopnaburðarins var flutt til dómstóls í höfuðborg Sam- einuðu arabísku furstadæmanna, Abu Dabi. Þar var hann í byrjun ágúst dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið með óskráða byssu í fómm sínum og í aðra tvo mánuði fyrir að vera með skothylki. Flosi hefur síðan setið í fangelsi undanfarnar vikur, en mál- inu var áfrýjað og var áfrýjunarkraf- an um sameinaðan refsitíma sam- þykkt eins og áður sagði í gærmorg- un. Er Flosi þegar talinn hafa af- plánað refsinguna. hkr@dv.is Olíubíll valt við Óspakseyri Olíubíll frá Olíudreifingu ehf., með um fjömtfu þúsund lítra af terpentínu, valt á veginum fjóra kílómetra norðan við Óspaks- eyri í Bitmfirði um hágisbilið í gær. Olíubíllinn, sem var með tengivagn, valt þegar vegkantur gaf sig þegar hann var að vfkja fyrir bíl sem kom úr gagnstæðri átt, en vegurinn er aðeins tæpir fjórir metrar á breidd þar sem slysið átti sér stað. Tengivagn- inn fór á hvolf en bílinn á hlið- ina. Ekki urðu slys á fólki. Þar sem hætta var talin á að terpentínan læki út í umhverfið var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn og kapp lagt á að stöðva leka, en talið er að mörg þúsund lítrar hafi mnnið úr bílnum og út í jarðveginn. kip@dv.is í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.