Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Vetnisvögnum seinkar FRESTUN. Komu þriggja vetnisknúinna strætisvagna til landsins seinkar um einn mán- uð. Upphaflega áttu vagnarnir að koma nú um helgina en þeir hafa að undanförnu verið í prufuakstri í Þýskalandi. Hafa komið upp tafir í framleiðslu- ferlinu sem valda seinkuninni. Koma vagnarnir því ekki til landsins fyrr en í lok septem- ber og verða formlega teknir í notkun fimmta október. Búist er við að þeir verði á leið tvö og er ætlunin að hafa þannig eina leið sem eingöngu verður sinnt með vetnisknúnum vögnum. Á næstunni verði ökumenn þjálfaðir til að aka bílunum. Evrópusambandið greiðir 40% af kostnaðinum við þetta til- raunaverkefni sem fram fer í tíu borgum Evrópu. Hver borg fær þrjá vagna til reynslu og eru borgirnar valdar með tilliti til ólíkra staðhátta. Reykjavík er eina borgin utan Evrópusam- bandsins sem tekur þátt í þessum tilraunum, en vagn- arnir verða hér í tvö ár í til- raunaakstri. Yfirtökutilboð? VlÐSKIPTl: Líkur eru á að félag tengt Landsbankanum og Sam- son kaupi eignarhluta Saxhóls, eignarhaldsfélags Nóatúnsfjöl- skyldunnar, í fjárfestingarfélaginu Straumi. Fari svo eru Landsbank- inn og tengd félög komin með um 40 prósent eignarhlut í Straumi. Fari hluturinn yfir40 pró- sent verða þessir aðilar að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. IDOL-STJARNA: Og svo bara brosa. DV-myndir Pjetur Sigurðsson Idol - Stjörnuleit á Stöð 2: 1.400 manns Idol - Stjörnuleit á Stöð 2 hefur farið fram úr björtustu vonum en 1.400 keppendur skráðu sig til leiks og miðað við hina frægu höfðatölu telja aðstandendur að um heimsmet sé að ræða. Áheyrnarpróf var á Hótel Loft- leiðum um helgina og á Hótel KEA á Akureyri viku sfðar. 100 keppend- ur komast áfram í fyrstu umferð en sfðan fækkar þeim f 32 og aðeins 9 fara í lokaúrslit. Sjónvarpsáhorf- endur fá síðan að sjá upprennandi, íslenskar poppstjörnur á föstu- dagskvöldum. Fyrsti þátturinn af Idol - Stjörnuleit fer í loftið á Gam- anztöð Stöðvar 2 föstudaginn 19. september. Kynnar eru hinir eld- hressu Simmi og Jói sem gert hafa garðinn frægan á PoppTíví. Fyrsti þátturinn afldol - Stjörnuleit fer í loftið á Gamanztöð Stöðvar 2 19. september. Fyrirmynd þáttarins er sótt til Bretlands. Áskrifendur Stöðvar 2 þekkja þó bandarísku útgáfúna best en American Idol sló í gegn hérlendis fyrr á árinu. Það eru Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjami Þorvaldsson sem sitja í dómnefnd Idol-stjörnu- leitar og þau eiga erfitt verkefni fyr- ir höndum hkr@dvis SPENNA: Mikil eftirvænting og spenna var í loftinu á Hótel Loftleiðum á laugardaginn þegar fjöldi ungmenna mætti þar í áheyrnarpróf vegna Idol-stjörnuleitar. í áheyrnar- próf Á BEKKNUM: Stóra stundin að renna upp og áhyggjur af hvort menn muni standa sig nógu vel farnar að hrúgast upp í kollinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.