Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 30
46 TILVERA MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Pressan hélt Strokes við efnið Alltaf best með Blur TÓNLIST: Julian Casablancas, söngvari New York-rokksveitar- innarThe Strokes, segir að óttinn við að mistakast hafi haldið hon- um við efnið þegar sveitin vann að nýrri plötu sinni. Nýja platan, J sem mun heita Roon on Fire, verður gefin út 20. október næstkomandi en í byrjun októ- ber kemur smáskífan 12:51. Casablancas viðurkennir fúslega að þeir hafi verið undir mikilli pressu við gerð plötunnar, enda voru vinsældir fyrstu plötunnar þvílíkar að erfitt verður að toppa það. Hann sagði: „Það er okkur mikilvægt að klúðra ekki því sem aðrar kynslóðir hafa fært okkur... . Við erum venjulegir menn, ekki allt of alvarlegir listamenn, en við tökum það sem við gerum mjög alvarlega." TÓNLIST: Damon Albarn er sagð- ur dvelja á íslandi um þessar mundir og þegar eru komnar af stað kjaftasögur af fylliríi hans í bænum. Ef rétt reynist mun hann vera hér í fríi eftir að hafa leikið á stórum tónleikum með Blur að undanförnu og hann virðist aftur búinn að fá áhugann á þeirri sveit. Hann er reyndar tilbúinn með fullt af nýjum lögum sem hann ætlar að nota á næstu plötu, Gorillaz, en í nýlegu viðtali talaði hann um hve gaman væri að spila með Blur: „Það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir þá tilfinningu að spila á tónleikum með Blur. Þessi lög okkar eru sum hver áratugargöm- ul og það hefur verið afar gaman að spila þau á tónleikum í ár og sjá viðbrögðin og tilfinningarnar sem þau hafa vakið hjá fólki." Charles Bronson látinn Einn mesti töffari kvikmyndanna Charles Bronson lést aðfaranótt sunnudagsins, 81 árs að aldri. Bronson, sem áður var kolanámu- maður, átti að baki 60 kvikmyndir, meðal annars hinar vinsælu Death Wish kvikmyndir þar sem hann lék CHARLES BRONSON: Lék í hasarmyndum með heilsan leyfði. engil götunnar, sem lét til sín taka eins og um eins manns her væri að ræða. Bronson lést úr lungnabólgu. Hafði hann þá um nokkurt skeið þjást af Alzheimer-sjúkdómnum. Bronson var ávallt fámáll maður sem flfkaði ekki einkalífi sínu á borð fyrir aðra. Þó var hann um tíma vinsælt slúðurdálkaefni vegna skilnaðar og hjónabands. Um hlutverk sín í kvikmyndum þar sem hann var yfirleitt með byssu í hönd eða lúberja andstæðingana sagði hann eitt sinn í viðtali: „Ég veit vel hvað mér þykir skemmti- legt í kvikmyndum og það er ekki Charles Bronson. Ferill Bronson er langur og við- burðaríkur. Hann hóf að leika und- ir eigin nafni, Charles Buchinski, en breytti því fljótt í Bronson. Árið 1972 var hann mesta aðdráttarafl kvikmyndanna að mati þeirra sem um slíkt fjalla í Hollywood. Vinsældir Bronson náðu út um allan heim og var það ekki síst í Suður-Evrópu sem hann var dýrk- aður. ítalir nefndu hann II Brutto, sem þyðir Sá ljóti. Bronson var þrí- giftur. Önnur eiginkona hans var leikkonan Jill Ireland, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein árið 1990. AFMÆLISBARN: Þegar fólk eldist er oft sagt - meira í gamni en alvöru - þegar það á af- mæli að það sé „afmælisbarn dagsins". Þau orð öðlast þó meiri merkingu þegar Michael Jackson á í hlut en alkunna er að hann hefur ekkert fullorðnast frá því að hann var vinsæl barnastjarna og er þó orðinnn hálffimmtugur, en hann átti einmitt 45 ára afmæli á föstu- daginn. Hann hélt upp á það í Orpheum-leikhúsinu i Los Angeles og bauð öllum sem hann var viss um að samfögnuðu honum. Martin Bashir, sem gerði hina umdeildu heim- ildamynd um Jackson, hefur tæpast verið boðið. Á myndinni má sjá Michael Jackson syngja ásamt gestum We Are the World. STELLA McCARTNEY: Faðir hennar, Paul McCartney, leiddi hana upp að aitarinu. Stella giftirsig Einn þekktasti tískuhönnuður heimsins, Stella McCartney, sem er kannski enn þekktari fýrir að vera dóttir Pauls McCartneys, gekk í það heilaga um helgina. Sá heppni heitir Alasdhairs Willis og er bókaútgefandi. Bæði eru þau 31 árs gömul. Mikil leynd hvíldi yfir atburðinum og var engum blaðamönnum eða ljósmyndur- um boðið til veislunnar. Talið er að um hundrað gestir hafi verið á boðslista. Á föstudaginn fór sá kvittur um eyjuna Isle of Bute undan Skotlandi að eitthvað mik- ið væri á seyði, fræga fólkið streymdi að og tveimur klukku- stundum fyrir brúðkaupið sást til Pauls McCartneys og Chris Mart- ins úr Coldplay og fleiri gesta að fá sér bjórkollu á kránni Kingarth. Meðal þeirra sem komu síðan í biúðkaupið voru Madonna og eiginmaður hennar, Guy Ritchie, Liv Tyler, Kate Moss, Chrissie Hynde, Tom Ford og Pierce Brosnan. Tfc ft SALMA HAYEK: Hayek mætti á sérstaka barnasýningu í Feneyjum á Spy Kids: 3-D og setti upp þrívíddargleraugu. WOODY ALLEN: Opnunarkvikmynd hátíðarinnar var nýjasta kvikmynd Woodys Allens, Anything Else. Allen mætti til Feneyja og sést hér með aðalleikkonu sinni, Christinu Ricci. JOHNNY DEPP: Komtil Feneyja til að fylgja eftir nýjustu kvikmynd sinni, Once Upon aTime in Mexico, sem Robert Rodriguez leikstýrir. Fræga fólkið í Feneyjum Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst í síðustu viku og mun standa til 6. september. Þótt hátíðin hafi ekki sama aðdráttarafl og sú í Cannes, drífur að fjölda kvik- myndastjarna til að kynna nýjustu kvikmyndir sínar, sýna sig og sjá aðra enda ljósmyndarar á hverju strái. Opnunarmyndin í ár var nýjasta kvikmynd Woodys Allens, Anything Else, og mætti hann í eigin persónu til að vera viðstaddur sýninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem hann mætir í Feneyjum en í áttunda sinn sem mynd eftir hann er frumsýnd þar. Allen ávarpaði gesti á frumsýningu og sagði meðal annars að hann væri ekki kvikmyndahátíðarmann- eskja, „en þar sem Italir og Frakkar hafa stutt vel við SYLVESTER STALLONE: Stallone stillir sér upp fyrir Ijósmyndara. Hann mætti til að fylgja Spy Kids: 3-D eftir. OMAR SHARIF: Omar Sharif var með þeim fýrstu sem komu til Feneyja þar sem hann fær afhent heiðursverðlaun. bakið á mér (kom á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes) finnst mér ég skulda þeim að mæta. Auk þess sjá þeir sem þekkja mínar kvikmyndir að ég hef blygðunarlaust stolið frá snillingum á borð við Fellini, De Sica og Ant- onioni." Ekki keppir kvikmynd Allens til neinna verðlauna, sem er kannski eins gott því að dómar hafa ekki verið vinsamlegir. Þess má geta að á Breskum bíódögum í Reykjavík er sýnd The Magdalene Sisters, eftir Peter Mullen, sem sigraði á hátíðinni í fyrra og fékk Gullljón- ið. hkarl@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.